Þjóðirnar voru að mætast á heimavelli Kasakstan í fyrsta leik sínum í D-riðli undankeppni Asíu. Í stað þess að spila þjóðsöng Sýrlands fyrir leikinn þá var þjóðsöngur Írans spilaður.
Kazakhstan plays Iran s anthem to welcome Syrian basketball team https://t.co/lLC3qyCYi9
— The Times of Israel (@TimesofIsrael) November 28, 2021
Leikmenn sýrlenska landsliðsins skildu hvorki upp né niður í því sem var í gangi en klöppuðu samt eftir þjóðsönginn. Sýrlendingarnir tóku síðan til sinna ráða og sungu sinn þjóðsöng á vellinum áður en leikurinn byrjaði.
Kasakstan vann leikinn á endanum 84-74. Þjóðirnar mætast aftur í Sýrlandi í kvöld en það er spurning hvort að Sýrlendingar „hefni“ sín með því að spila annan þjóðsöng en þjóðsöng Kasakstan.
In a controversial incident, the anthem of Islamic Republic of Iran was played instead of the Syrian national anthem before a match between Syria and Kazakhstan in Basketball World Cup qualifiers in Nur-Sultan pic.twitter.com/mNHffDqQjT
— Iran International English (@IranIntl_En) November 27, 2021
Firas Moualla, yfirmaður íþróttasambands Sýrlands, sagði í viðtali við fjölmiðla í heimalandinu að Sýrlendingar hafi sent inn kvörtun til Alþjóða körfuboltasambandsins. Sýrland vartaði einnig við utanríkisráðuneyti Kasaka.
Formaður Körfuknattleikssambands Sýrlands kenndi ekki aðeins Kasökum um mistökin heldur einnig asíska sambandinu. Kasakar munu líka fá sekt fyrir þessi mistök.
Kaskar hafa verið hinum megin við borðið. Árið 2012 þurfti skotlandslið Kasakstan að hlusta á skáldaðan þjóðsöng Kasaka úr myndinni "Borat" á verðlaunahátíð í Kúvæt.
Kasakar unnu gullverðlaunin en fengu það í gegn að verðlaunahátíðin var endurtekin með réttum þjóðsöng.