Leggur landsliðsskóna á hilluna þar sem skrokkurinn þolir ekki álagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 18:05 Landsliðsskórnir eru farnir á hilluna. Vísir/Hulda Margrét Hornamaðurinn Arnór Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Brjóskeyðing í hægri mjöðm spilar þar hvað stærstan þátt en Arnór segir skrokkinn ekki ráða við það álag sem fylgir því að spila sem atvinnu- og landsliðsmaður. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið en Arnór var fyrirliði liðsins á HM í janúar á þessu ári. Arnór var valinn í 35 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar en sagði í viðtali við Akureyri.net að hann yrði ekki með á mótinu. Ástæðan er það álag sem atvinnu- og landsiðsmenn í handbolta eru að glíma við allt árið um kring. „Éger með brjóskeyðingu í hægri mjöðm og mjöðmin þolir ekki að ég leiki á tveggja eða þriðja daga fresti eins og landsliðið gerir á stórmóti eins og EM,“ sagði Arnór meðal annars í viðtali sínu. Orðinn 34 ára gamall Arnór hefur leikið sinn síðasta leik.Vísir/Vilhelm „Ég á eftir eitt og hálft ár af atvinnumannssamningi hér í Þýskalandi og verð að hugsa um að geta sinnt vinnunni sem best,“ segir Þórsarinn uppaldi sem leikur nú með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Samningur hans við félagið rennur út vorið 2023 og í kjölfarið mun hann verða hluti af þjálfarateymi félagsins. Hornamaðurinn knái hafði tilkynnt Guðmundi og HSÍ ákvörðun sína áður en sætið á EM var tryggt. Hann samþykkti þó að vera hluti af 35 manna hópi fyrir EM í janúar ef svo færi að „allir hinir þrír hornamennirnir meiddust eða heltust einhverra hluta vegna úr lestinni í miðju móti þá gæti ég hjálpað til,“ sagði Arnór en tók fram að hann gæfi að öðru leyti ekki kost á sér. Þakklæti efst í huga Í viðtali sínu við Akureyri.net segist Arnór vera stoltur að hafa leikið jafn marga landsleiki og raun ber vitni. Alls lék hann 120 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var fyrst valinn í liðið af Guðmundi árið 2008 og lék þá nokkra leiki. Aron Kristjánsson tók Arnór svo með á HM á Spáni árið 2013. „Hápunkturinn með landsliðinu var EM í Danmörku árið eftir þar sem við lentum í 5. sæti.“ Þá lék hann einnig undir stjórn Geirs Sveinssonar og svo Guðmundar á ný. „Hápunkturinn hjá mér persónulega var á HM í Þýskalandi 2019. Árangur liðsins var reyndar ekkert frábær, við lentum í 14. sæti, en ég spilaði líklega best þá á landsliðsferlinum.“ „Það var, og er, mikill heiður að hafa spilað 120 landsleiki og fara á níu stórmót. Nú er þetta hins vegar orðið gott, ég verð að hugsa um heilsuna. Verð samt stuðningsmaður númer eitt í janúar. Ég fylgist vel með og verð klappstýra í sófanum heima,“ segir Arnór að endingu í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér. Arnór er hættur með landsliðinu.Vísir/Vilhelm Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Hádramatísk framlenging skaut Fram í úrslit Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Sjá meira
Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið en Arnór var fyrirliði liðsins á HM í janúar á þessu ári. Arnór var valinn í 35 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar en sagði í viðtali við Akureyri.net að hann yrði ekki með á mótinu. Ástæðan er það álag sem atvinnu- og landsiðsmenn í handbolta eru að glíma við allt árið um kring. „Éger með brjóskeyðingu í hægri mjöðm og mjöðmin þolir ekki að ég leiki á tveggja eða þriðja daga fresti eins og landsliðið gerir á stórmóti eins og EM,“ sagði Arnór meðal annars í viðtali sínu. Orðinn 34 ára gamall Arnór hefur leikið sinn síðasta leik.Vísir/Vilhelm „Ég á eftir eitt og hálft ár af atvinnumannssamningi hér í Þýskalandi og verð að hugsa um að geta sinnt vinnunni sem best,“ segir Þórsarinn uppaldi sem leikur nú með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Samningur hans við félagið rennur út vorið 2023 og í kjölfarið mun hann verða hluti af þjálfarateymi félagsins. Hornamaðurinn knái hafði tilkynnt Guðmundi og HSÍ ákvörðun sína áður en sætið á EM var tryggt. Hann samþykkti þó að vera hluti af 35 manna hópi fyrir EM í janúar ef svo færi að „allir hinir þrír hornamennirnir meiddust eða heltust einhverra hluta vegna úr lestinni í miðju móti þá gæti ég hjálpað til,“ sagði Arnór en tók fram að hann gæfi að öðru leyti ekki kost á sér. Þakklæti efst í huga Í viðtali sínu við Akureyri.net segist Arnór vera stoltur að hafa leikið jafn marga landsleiki og raun ber vitni. Alls lék hann 120 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var fyrst valinn í liðið af Guðmundi árið 2008 og lék þá nokkra leiki. Aron Kristjánsson tók Arnór svo með á HM á Spáni árið 2013. „Hápunkturinn með landsliðinu var EM í Danmörku árið eftir þar sem við lentum í 5. sæti.“ Þá lék hann einnig undir stjórn Geirs Sveinssonar og svo Guðmundar á ný. „Hápunkturinn hjá mér persónulega var á HM í Þýskalandi 2019. Árangur liðsins var reyndar ekkert frábær, við lentum í 14. sæti, en ég spilaði líklega best þá á landsliðsferlinum.“ „Það var, og er, mikill heiður að hafa spilað 120 landsleiki og fara á níu stórmót. Nú er þetta hins vegar orðið gott, ég verð að hugsa um heilsuna. Verð samt stuðningsmaður númer eitt í janúar. Ég fylgist vel með og verð klappstýra í sófanum heima,“ segir Arnór að endingu í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér. Arnór er hættur með landsliðinu.Vísir/Vilhelm
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Hádramatísk framlenging skaut Fram í úrslit Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Sjá meira