Foreldrar byssumannsins í Michigan ákærðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2021 23:46 Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu, viðurkennir að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga séu ákærðir í málum sem þessum. Scott Olson/Getty Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er foreldrunum, James og Jennifer Crumbley, gefið að sök að hafa hundsað viðvörunarmerki í atferli sonar síns í aðdraganda árásarinnar. Yfirvöld í Oakland-sýslu segja leit að foreldrunum nú standa yfir og að handtökuskipun á hendur þeim hafi verið gefin út. Þau eru ákærð í fjórum ákæruliðum hvort. Hafi hundsað augljós hættumerki Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu viðurkennir, að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga í málum sem þessum sæti ákæru. Hins vegar sé ýmislegt sem tengi foreldrana við málið. Þannig segja saksóknarar að Ethan hafi verið með föður sínum þegar sá síðarnefndi keypti byssuna sem Ethan notaði við skotárásina. Byssan var keypt aðeins fjórum dögum fyrir árásina. Í kjölfarið birti Ethan mynd af byssunni á samfélagsmiðlum og greindi frá því að byssan væri hans eign. Þá segja saksóknarar að daginn fyrir árásina hafi kennari komið að Ethan þar sem hann leitaði að skotfærum til þess að kaupa á netinu. Það hafi leitt til fundar með skólastjórnendum. Eftir að hafa verið látin vita af málinu hafi móðir Ethans síðan sent honum eftirfarandi smáskilaboð. „Ég er ekki reið við þig. Þú verður að læra að láta ekki ná þér.“ Það hafi síðan verið á þriðjudagsmorgun, sama dag og árásin varð, sem foreldrar Ethans hafi verið kallaðir í skólann á neyðarfund eftir að kennarar fundu miða eftir son þeirra. Á miðanum hafi verið teikningar af byssum og blóði, ásamt frösum á borð við „Hugsanirnar hætta ekki,“ „hjálp,“ og „blóð úti um allt.“ Í kjölfarið hafi skólastjórnendur lagt til að drengurinn myndi leita sér hjálpar fagaðila. Foreldrarnir þvertóku þó fyrir að taka drenginn úr skólanum þann daginn og spurðu hann ekki hvort hann hefði tekið byssuna með sér í skólann. Þá leituðu þau í töskunni hans að byssunni. Brugðust við of seint Saksóknarar segja að klukkan 13:22 sama dag hafi móðir Ethans sent honum smáskilaboðin: „Ethan, ekki gera það.“ Nokkrum mínútum síðar hafi faðir Ethans hringt á lögregluna þegar hann varð þess áskynja að byssan hans, sem hann hafði keypt ásamt syni sínum nokkrum dögum áður, væri horfin. Yfirvöld segja hins vegar að á þeim tímapunkti hafi Ethan þegar komið út af baðherberginu þar sem hann undirbjó árásina og verið byrjaður að skjóta á samnemendur sína. Saksóknarar telja að með ákæru á hendur foreldrunum sé verið að senda skýr skilaboð til foreldra um þá ábyrgð sem þeir bera, sem og skilaboð um ábyrga umgengni við skotvopn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er foreldrunum, James og Jennifer Crumbley, gefið að sök að hafa hundsað viðvörunarmerki í atferli sonar síns í aðdraganda árásarinnar. Yfirvöld í Oakland-sýslu segja leit að foreldrunum nú standa yfir og að handtökuskipun á hendur þeim hafi verið gefin út. Þau eru ákærð í fjórum ákæruliðum hvort. Hafi hundsað augljós hættumerki Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu viðurkennir, að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga í málum sem þessum sæti ákæru. Hins vegar sé ýmislegt sem tengi foreldrana við málið. Þannig segja saksóknarar að Ethan hafi verið með föður sínum þegar sá síðarnefndi keypti byssuna sem Ethan notaði við skotárásina. Byssan var keypt aðeins fjórum dögum fyrir árásina. Í kjölfarið birti Ethan mynd af byssunni á samfélagsmiðlum og greindi frá því að byssan væri hans eign. Þá segja saksóknarar að daginn fyrir árásina hafi kennari komið að Ethan þar sem hann leitaði að skotfærum til þess að kaupa á netinu. Það hafi leitt til fundar með skólastjórnendum. Eftir að hafa verið látin vita af málinu hafi móðir Ethans síðan sent honum eftirfarandi smáskilaboð. „Ég er ekki reið við þig. Þú verður að læra að láta ekki ná þér.“ Það hafi síðan verið á þriðjudagsmorgun, sama dag og árásin varð, sem foreldrar Ethans hafi verið kallaðir í skólann á neyðarfund eftir að kennarar fundu miða eftir son þeirra. Á miðanum hafi verið teikningar af byssum og blóði, ásamt frösum á borð við „Hugsanirnar hætta ekki,“ „hjálp,“ og „blóð úti um allt.“ Í kjölfarið hafi skólastjórnendur lagt til að drengurinn myndi leita sér hjálpar fagaðila. Foreldrarnir þvertóku þó fyrir að taka drenginn úr skólanum þann daginn og spurðu hann ekki hvort hann hefði tekið byssuna með sér í skólann. Þá leituðu þau í töskunni hans að byssunni. Brugðust við of seint Saksóknarar segja að klukkan 13:22 sama dag hafi móðir Ethans sent honum smáskilaboðin: „Ethan, ekki gera það.“ Nokkrum mínútum síðar hafi faðir Ethans hringt á lögregluna þegar hann varð þess áskynja að byssan hans, sem hann hafði keypt ásamt syni sínum nokkrum dögum áður, væri horfin. Yfirvöld segja hins vegar að á þeim tímapunkti hafi Ethan þegar komið út af baðherberginu þar sem hann undirbjó árásina og verið byrjaður að skjóta á samnemendur sína. Saksóknarar telja að með ákæru á hendur foreldrunum sé verið að senda skýr skilaboð til foreldra um þá ábyrgð sem þeir bera, sem og skilaboð um ábyrga umgengni við skotvopn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira