Kolbrún gapandi hissa á Jóni Rúnari Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2021 09:37 Kolbrún Hrund og Jón Rúnar hafa verið öflug í sjálfboðavinnu innan knattspyrnuhreyfingarinnar undanfarin ár. Vísir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum, segist vera gapandi hissa á orðum Jóns Rúnars Halldórssonar, stjórnarmanns í Íslenskum toppfótbolta, í hennar garð. Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem hann sagði stjórn sambandsins verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Hún væri ekki hæf til að sinna þeim verkefnum, stuðningsyfirlýsing hennar til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Vitið þið, að ég er bara gapandi hissa. Mér brá svo þegar ég sá þessa frétt vegna þess að hingað til hef ég bara átt jákvæð og góð samskipti við bæði félagið hans, FH, og aðra aðila innan ÍTF, og taldi einhvern veginn að við værum öll á sömu leið. Að sigla að því að byggja aftur upp traust, að sinna málum betur sem þurfti að sinna betur,“ sagði Kolbrún í Bítinu á morgun, aðspurð um gagnrýni Jóns Rúnars. Hissa á persónulegri árás Í bréfinu, sem Jón Rúnar tók fram að væri sent í eigin nafni, hélt hann því fram að Kolbrúnu væri ekki stætt á því að starfa á vegum KSÍ. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin,“ skrifaði Jón Rúnar. Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Þessi orð komu Kolbrúnu á óvart. „Það kom mér líka á óvart að hann skyldi ráðast á mér persónulega, ekki bara gagnrýna orðin mín heldur líka að kalla mig bullandi siðblinda. Fyrir að lýsa yfir stuðningi við Vöndu. Ég var auðvitað ekki að gera upp á milli frambjóðenda, það er enginn annar í framboði heldur en Vanda,“ sagði Kolbrún Hrund. Nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að standa við stóru orðin Vísaði hún þar í lokaorð sín á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum, eitthvað sem Jón Rúnar er af ósáttur með. „Á meðan það er enginn annar kominn í framboð taldi ég sjálfsagt á þessu málþingi þar sem við vorum að fjalla um jafnrétti í íþróttum að nota tækifærið til þess að hvetja fólk við að standa við stóru orðin og fylkja sér á bak við það, að við séum að sigla í rétta átt.“ Hún telur að með þessum orðum hafi hún ekki verið að misnota aðstöðu sína, enda sé enginn annar en Vanda í framboði, eins og staðan er núna. „Nei, ef að það væri kominn einhver mótframbjóðandi, ef ég vissi að það væru einhverjir að berjast um einhverja stöðu hefði ég ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annann. Ég hef hvergi séð og tel að það sé hvergi komið fram annað framboð.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál KSÍ Bítið Tengdar fréttir Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem hann sagði stjórn sambandsins verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Hún væri ekki hæf til að sinna þeim verkefnum, stuðningsyfirlýsing hennar til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Vitið þið, að ég er bara gapandi hissa. Mér brá svo þegar ég sá þessa frétt vegna þess að hingað til hef ég bara átt jákvæð og góð samskipti við bæði félagið hans, FH, og aðra aðila innan ÍTF, og taldi einhvern veginn að við værum öll á sömu leið. Að sigla að því að byggja aftur upp traust, að sinna málum betur sem þurfti að sinna betur,“ sagði Kolbrún í Bítinu á morgun, aðspurð um gagnrýni Jóns Rúnars. Hissa á persónulegri árás Í bréfinu, sem Jón Rúnar tók fram að væri sent í eigin nafni, hélt hann því fram að Kolbrúnu væri ekki stætt á því að starfa á vegum KSÍ. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin,“ skrifaði Jón Rúnar. Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Þessi orð komu Kolbrúnu á óvart. „Það kom mér líka á óvart að hann skyldi ráðast á mér persónulega, ekki bara gagnrýna orðin mín heldur líka að kalla mig bullandi siðblinda. Fyrir að lýsa yfir stuðningi við Vöndu. Ég var auðvitað ekki að gera upp á milli frambjóðenda, það er enginn annar í framboði heldur en Vanda,“ sagði Kolbrún Hrund. Nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að standa við stóru orðin Vísaði hún þar í lokaorð sín á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum, eitthvað sem Jón Rúnar er af ósáttur með. „Á meðan það er enginn annar kominn í framboð taldi ég sjálfsagt á þessu málþingi þar sem við vorum að fjalla um jafnrétti í íþróttum að nota tækifærið til þess að hvetja fólk við að standa við stóru orðin og fylkja sér á bak við það, að við séum að sigla í rétta átt.“ Hún telur að með þessum orðum hafi hún ekki verið að misnota aðstöðu sína, enda sé enginn annar en Vanda í framboði, eins og staðan er núna. „Nei, ef að það væri kominn einhver mótframbjóðandi, ef ég vissi að það væru einhverjir að berjast um einhverja stöðu hefði ég ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annann. Ég hef hvergi séð og tel að það sé hvergi komið fram annað framboð.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál KSÍ Bítið Tengdar fréttir Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46