Argentínumaðurinn tilkynnti þetta með tárin í augunum á blaðamannafundi á Nývangi í dag.
„Heilsan er í 1. sæti. Læknar hafa tjáð mér að það sé best að hætta svo ég yfirgef Barcelona og fótboltann,“ sagði Agüero.
"It's a very difficult moment ... it's for my health."
— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 15, 2021
@aguerosergiokun pic.twitter.com/DYBjqqSQf2
Agüero gekk í raðir Barcelona frá Manchester City í sumar en lék aðeins fimm leiki fyrir Börsunga og skoraði eitt mark. Síðasti leikur hans á ferlinum var gegn Alavés 30. október. Hann fór af velli í leiknum vegna verkja í brjósti.
Agüero skoraði 427 mörk í 786 leikjum á ferlinum. Frægasta mark hans er án efa gegn QPR í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar vorið 2012. Með því tryggði hann City sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 44 ár.
King Kun.
— Manchester City (@ManCity) December 15, 2021
Everyone at Manchester City would like to take this opportunity to thank @aguerosergiokun for his incredible contribution to our success over the last decade and wish him well in his retirement pic.twitter.com/AgMWXZtPZ8
Argentínumaðurinn vann fjölda titla með City og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Agüero hóf ferilinn með Independiente í heimalandinu en fór til Atlético Madrid 2006. Hann vann Evrópudeildina með liðinu 2010.
Agüero lék 101 landsleik fyrir Argentínu og skoraði 41 mark. Hann er þriðji markahæsti leikmaður í sögu argentínska landsliðsins.