Karólína Lea skoraði og Glódís Perla stóð vaktina í vörninni er Bayern fór létt með Benfica Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2021 19:40 Karólína Lea brosti sínu breiðasta eftir að hafa komið Bayern yfir. Daniel Kopatsch/Getty Images Bayern München vann 4-0 sigur á Benfica í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir spiluðu allan leikinn. Karólína Lea gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. Fyrir umferð kvöldsins var ljóst að Bayern og Lyon myndu fara í útsláttarkeppnina, eina spurningin var hvort liðið myndi vinna leikinn. Stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Lyon mættu Häcken þar sem Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á bekknum. Catarina Amado is punished for a risky back pass https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/5MyMcjinoi— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Glódís Perla og Karólína Lea voru hins vegar í byrjunarliði Bayern um miðjan fyrri hálfleik komust heimakonur yfir. Karólína Lea las leikinn vel þegar Catarina Amado átti slaka sendingu til baka. Karólína náði boltanum, fór framhjá Carolina Dias og renndi boltanum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, Lea Schüller skallaði þá aukaspyrnu Klöru Bühl í netið. Schüller scores 149 seconds after Bayern's first https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/U5bUTPSH5T— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Aðeins voru 149 sekúndur á milli fyrsta og annars marks Bayern. Fleiri yrðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan því enn 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Bayern byrjaði síðari hálfleik af krafti. Eftir þriggja mínútna leik var vítaspyrna dæmd, Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Heimakonur unnu boltann strax aftur og Bühl kom þeim í 4-0 innan við mínútu eftir að þriðja mark leiksins hafði verið skorað. Aðeins munaði 49 sekúndum á milli markanna að þessu sinni. ' Bayern score their fourth from the restart after the third. https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/wc3ss3Xwwa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Staðan því orðin 4-0 þegar aðeins 49 mínútur voru liðnar og leikurinn svo gott sem búinn. Í kjölfarið róuðust leikar töluvert og þó gestirnir frá Portúgal hafi ógnað aðeins undir lok leiks voru þær aldrei nálægt því að minnka muninn. Glódís Perla í baráttunni við Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmann ÍBV.Roland Krivec/Getty Images Í hinum leik riðilsins vann Lyon einnig 4-0 sigur þökk sé mörkum Catarinu Macario, Ade Hegerberg, Amöndu Henry og Janice Cayman. Tryggði Lyon sér þar með toppsæti riðilsins. 5 6 goals in 5 6 @UWCL games for @AdaStolsmo https://t.co/6GQLe0Chy7 https://t.co/qupoHpdSE8 https://t.co/IpNIIyKJ3L pic.twitter.com/5nxX4N3Cj3— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 D-riðill endar því þannig að Lyon er með 15 stig á toppi riðilsins, Bayern þar á eftir með 13 stig, Benfica með fjögur og Häcken þrjú stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Fyrir umferð kvöldsins var ljóst að Bayern og Lyon myndu fara í útsláttarkeppnina, eina spurningin var hvort liðið myndi vinna leikinn. Stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Lyon mættu Häcken þar sem Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á bekknum. Catarina Amado is punished for a risky back pass https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/5MyMcjinoi— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Glódís Perla og Karólína Lea voru hins vegar í byrjunarliði Bayern um miðjan fyrri hálfleik komust heimakonur yfir. Karólína Lea las leikinn vel þegar Catarina Amado átti slaka sendingu til baka. Karólína náði boltanum, fór framhjá Carolina Dias og renndi boltanum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, Lea Schüller skallaði þá aukaspyrnu Klöru Bühl í netið. Schüller scores 149 seconds after Bayern's first https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/U5bUTPSH5T— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Aðeins voru 149 sekúndur á milli fyrsta og annars marks Bayern. Fleiri yrðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan því enn 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Bayern byrjaði síðari hálfleik af krafti. Eftir þriggja mínútna leik var vítaspyrna dæmd, Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Heimakonur unnu boltann strax aftur og Bühl kom þeim í 4-0 innan við mínútu eftir að þriðja mark leiksins hafði verið skorað. Aðeins munaði 49 sekúndum á milli markanna að þessu sinni. ' Bayern score their fourth from the restart after the third. https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/wc3ss3Xwwa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Staðan því orðin 4-0 þegar aðeins 49 mínútur voru liðnar og leikurinn svo gott sem búinn. Í kjölfarið róuðust leikar töluvert og þó gestirnir frá Portúgal hafi ógnað aðeins undir lok leiks voru þær aldrei nálægt því að minnka muninn. Glódís Perla í baráttunni við Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmann ÍBV.Roland Krivec/Getty Images Í hinum leik riðilsins vann Lyon einnig 4-0 sigur þökk sé mörkum Catarinu Macario, Ade Hegerberg, Amöndu Henry og Janice Cayman. Tryggði Lyon sér þar með toppsæti riðilsins. 5 6 goals in 5 6 @UWCL games for @AdaStolsmo https://t.co/6GQLe0Chy7 https://t.co/qupoHpdSE8 https://t.co/IpNIIyKJ3L pic.twitter.com/5nxX4N3Cj3— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 D-riðill endar því þannig að Lyon er með 15 stig á toppi riðilsins, Bayern þar á eftir með 13 stig, Benfica með fjögur og Häcken þrjú stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira