Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2021 22:23 Hörður Axel er algjör lykilmaður í sterku liði Keflvíkinga. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld. „Heilt yfir var þetta mjög gott, sérstaklega til að byrja með. Þá vorum við mjög fastir fyrir og grimmir. Þetta datt niður á köflum en við lokuðum alltaf á það sem við þurftum að loka á og gerðum vel í að klára leikinn,“ sagði Hörður Axel í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru með yfirhöndina nær allan tímann og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Hörður Axel sagði þó varasamt að slaka á gegn Grindavík. „Það er stórhættulegt að spila í Grindavík og á móti þeim ef maður heldur að maður sé kominn með eitthvað. Þá koma þeir með einhver áhlaup eins og þeir gerðu í kvöld og það er stórhættulegt. Þeir eru þannig að lið að ef þeir komast í taktinn er erfitt að eiga við þá.“ David Okeke. lykilmaður Keflavíkur, sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með í vetur. „Þetta auðvitað breytir heilmiklu fyrir okkur, það eru fleiri sem þurfa að taka meira til sín og stíga upp. Við erum búnir að vera full passívir nokkrir í liðinu og höfum látið boltann rúlla full mikið. Í kvöld var Jaka mjög góður og Halldór Garðar líka. Þetta var skref í rétta átt að ef við missum mann út að aðrir stígi upp og geri góða hluti.“ Framundan er jólahátíðin en núna verður spilað í Subway deildinni á milli jóla og nýárs. Keflvíkingar eiga risaleik en þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík þann 29.desember. Þar er Haukur Helgi Pálsson, félagi Harðar í landsliðinu til fjölda ára. „Það verður mjög skrýtið að spila gegn Hauki, ég hef aldrei spilað gegn honum og það verður mjög sérstakt fyrir mig. Fyrst ætla ég að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni og taka smá pásu frá þessu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Keflavík ÍF UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03 Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira
„Heilt yfir var þetta mjög gott, sérstaklega til að byrja með. Þá vorum við mjög fastir fyrir og grimmir. Þetta datt niður á köflum en við lokuðum alltaf á það sem við þurftum að loka á og gerðum vel í að klára leikinn,“ sagði Hörður Axel í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru með yfirhöndina nær allan tímann og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Hörður Axel sagði þó varasamt að slaka á gegn Grindavík. „Það er stórhættulegt að spila í Grindavík og á móti þeim ef maður heldur að maður sé kominn með eitthvað. Þá koma þeir með einhver áhlaup eins og þeir gerðu í kvöld og það er stórhættulegt. Þeir eru þannig að lið að ef þeir komast í taktinn er erfitt að eiga við þá.“ David Okeke. lykilmaður Keflavíkur, sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með í vetur. „Þetta auðvitað breytir heilmiklu fyrir okkur, það eru fleiri sem þurfa að taka meira til sín og stíga upp. Við erum búnir að vera full passívir nokkrir í liðinu og höfum látið boltann rúlla full mikið. Í kvöld var Jaka mjög góður og Halldór Garðar líka. Þetta var skref í rétta átt að ef við missum mann út að aðrir stígi upp og geri góða hluti.“ Framundan er jólahátíðin en núna verður spilað í Subway deildinni á milli jóla og nýárs. Keflvíkingar eiga risaleik en þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík þann 29.desember. Þar er Haukur Helgi Pálsson, félagi Harðar í landsliðinu til fjölda ára. „Það verður mjög skrýtið að spila gegn Hauki, ég hef aldrei spilað gegn honum og það verður mjög sérstakt fyrir mig. Fyrst ætla ég að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni og taka smá pásu frá þessu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Keflavík ÍF UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03 Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03