
Nokkrir íslenskir landsliðsmarkverðir hafa lent í vandræðum á síðustu árum eftir að hafa fengið höfuðhögg í handboltaleik og þeir sem sjá þessa mynd af Altheu ættu að gera sér góða grein fyrir því hversu mikil þessi högg geta orðið.
Althea sjálf hefur séð myndina og ræddi hana í viðtali við TV 2 Sport. „Boltinn étur nánast upp allt andlitið mitt,“ sagði Althea Reinhardt meðal annars í viðtalinu.
Atvikið gerðist eftir aðeins þriggja mínútna leik í undanúrslitaleik Dana á móti Frakklandi. Reinhardt fékk þá skot í andlitið frá hinni frönsku Aliciu Toublanc.
Althea fann auðvitað vel fyrir þessu höggi og fór grátandi af velli. Hún gat komið aftur inn í leikinn og hún kvartaði ekki daginn eftir.
„Hausinn er í fínu lagi,“ sagði Althea og hrósaði ljósmyndaranum.
„Þetta er fín mynd. Ljósmyndarinn náði þarna flottu mómenti,“ sagði Althea hlæjandi.
Bilde av danske Althea Reinhardt (25) sirkulerer i sosiale medier. https://t.co/i5THi0X5vB
— Dagbladet Sport (@db_sport) December 18, 2021
„Það er auðvitað sérstakt að sjá sjálfa sig á mynd þar sem boltinn er nánast búinn að éta upp allt andlitið þitt. Svona er samt bara boltinn og þetta er hluti af því að standa í marki i handbolta,“ sagði Althea.
„Ég fann það fljótlega að þetta var ekkert og ég var í góðu lagi,“ sagði Althea sem varði alls 11 skot í undanúrslitaleiknum.