Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. desember 2021 18:57 Bubba Morthens er himinlifandi með niðurstöðuna. vísir/vilhelm Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að tuttugu manna samkomubann tæki gildi á miðnætti annað kvöld 22. desember. Þá mega 200 koma saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófs eða vottorða. Að sögn viðburðahaldara hefði nýja reglugerðin að óbreyttu komið í veg fyrir tónleikana en þeir fóru ekki fram í fyrra. Fordæmi eru fyrir því að Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið hafi fengið svipaða undanþágu yfir helgi þegar hertar samkomutakmarkanir voru kynntar með skömmum fyrirvara. Eins og þegar hann fékk byssurnar í jólagjöf árið 1964 Bubbi segir í samtali við fréttastofu að dagurinn hafi verið mikil rússíbanareið þar sem miklir fjármunir og vinna sé í húfi. Vendingin hafi komið honum skemmtilega á óvart. „Ég er bara ofskaplega ánægður vegna þess að Þorláksmessutónleikarnir verða og streymið og ég get ekki annað en verið glaður með þetta. Við getum sagt það að fjórtándi jólasveinninn hafi komið með risastóran pakka,“ segir Bubbi léttur í bragði en hann er nú staddur á Akureyri þar sem hann heldur tónleika í Hofi í kvöld. „Þessir tónleikar í Hörpu voru settir upp í október og þeim var frestað í fyrra og þar var slatti af fólki sem var búinn að kaupa miða og er búið að bíða. Núna getum við þetta og þetta er bara rosalega skemmtilegt og óvænt. Ég hef ekki fengið svona svakalegan pakka síðan ég fékk byssurnar frá móðurfjölskyldu minni í Danmörku 1964. Það var aðal jólagjöfin maður.“ Bubbi er nú staddur í höfuðstað Norðurlands.Aðsend Lofar trylltum tónleikum Búið er að selja 1.500 miða á uppselda tónleikana og seldust þeir fljótt upp á sínum tíma. Bubbi er ákveðinn í því að fjölga þeim ekki þrátt fyrir greinilega eftirspurn. Markmiðið sé að skapa einstaka stemningu og upplifun. „Þetta eru gríðarlegir fjármunir og þetta eru ekki bara fjármunir sem standa að mér og öllum þeim sem vinna í kringum mig heldur er þetta líka starfsfólkið í Hörpu og allir sem koma að þessu. Það er ekkert hægt að gera þegar maður lendir í þessu, þetta er bara eins og að vera kominn út í bíl og það eru engin hjól. Þannig að ég er alveg óendanlega þakklátur.“ Engin veitingasala verði á tónleikunum og fólki gert að sitja með sína grímu eftir að hafa mætt í hraðprófin. „En ég get lofað mönnum gjörsamlega trylltum tónleikum!“ bætir Bubbi við. Þeir verði nú sérstaklega skemmtilegir fyrir sig þar sem tvö ár séu síðan hann spilaði síðast í Hörpu. „Svona geta nú ævintýrin gerst á jólunum.“ Já er þetta ekki bara spurning um að trúa? „Jú og ég trúi á jólasveininn,“ segir Bubbi að lokum og skellir upp úr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Samkomubann á Íslandi Jólasveinar Tengdar fréttir Allir tónleikar Jólavina Emmsjé Gauta með óbreyttu sniði og jólunum bjargað Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, ætlar að halda ótrauður áfram og mæta til leiks á þrennum tónleikum Jülevenner Emmsjé Gauta annað kvöld. Óvissa ríkti þó um tíma um þrenna tónleika, sem eru á dagskrá hjá honum á Þorláksmessu. 21. desember 2021 15:29 Áramótaskopi Ara frestað og verður febrúarskop Til stóð að Ari Eldjárn stigi á stokk í Háskólabíói um áramót, frá 26. desember til 7. janúar en nýjar og strangar sóttvarnarreglur hafa sett strik í reikninginn. 21. desember 2021 15:29 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að tuttugu manna samkomubann tæki gildi á miðnætti annað kvöld 22. desember. Þá mega 200 koma saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófs eða vottorða. Að sögn viðburðahaldara hefði nýja reglugerðin að óbreyttu komið í veg fyrir tónleikana en þeir fóru ekki fram í fyrra. Fordæmi eru fyrir því að Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið hafi fengið svipaða undanþágu yfir helgi þegar hertar samkomutakmarkanir voru kynntar með skömmum fyrirvara. Eins og þegar hann fékk byssurnar í jólagjöf árið 1964 Bubbi segir í samtali við fréttastofu að dagurinn hafi verið mikil rússíbanareið þar sem miklir fjármunir og vinna sé í húfi. Vendingin hafi komið honum skemmtilega á óvart. „Ég er bara ofskaplega ánægður vegna þess að Þorláksmessutónleikarnir verða og streymið og ég get ekki annað en verið glaður með þetta. Við getum sagt það að fjórtándi jólasveinninn hafi komið með risastóran pakka,“ segir Bubbi léttur í bragði en hann er nú staddur á Akureyri þar sem hann heldur tónleika í Hofi í kvöld. „Þessir tónleikar í Hörpu voru settir upp í október og þeim var frestað í fyrra og þar var slatti af fólki sem var búinn að kaupa miða og er búið að bíða. Núna getum við þetta og þetta er bara rosalega skemmtilegt og óvænt. Ég hef ekki fengið svona svakalegan pakka síðan ég fékk byssurnar frá móðurfjölskyldu minni í Danmörku 1964. Það var aðal jólagjöfin maður.“ Bubbi er nú staddur í höfuðstað Norðurlands.Aðsend Lofar trylltum tónleikum Búið er að selja 1.500 miða á uppselda tónleikana og seldust þeir fljótt upp á sínum tíma. Bubbi er ákveðinn í því að fjölga þeim ekki þrátt fyrir greinilega eftirspurn. Markmiðið sé að skapa einstaka stemningu og upplifun. „Þetta eru gríðarlegir fjármunir og þetta eru ekki bara fjármunir sem standa að mér og öllum þeim sem vinna í kringum mig heldur er þetta líka starfsfólkið í Hörpu og allir sem koma að þessu. Það er ekkert hægt að gera þegar maður lendir í þessu, þetta er bara eins og að vera kominn út í bíl og það eru engin hjól. Þannig að ég er alveg óendanlega þakklátur.“ Engin veitingasala verði á tónleikunum og fólki gert að sitja með sína grímu eftir að hafa mætt í hraðprófin. „En ég get lofað mönnum gjörsamlega trylltum tónleikum!“ bætir Bubbi við. Þeir verði nú sérstaklega skemmtilegir fyrir sig þar sem tvö ár séu síðan hann spilaði síðast í Hörpu. „Svona geta nú ævintýrin gerst á jólunum.“ Já er þetta ekki bara spurning um að trúa? „Jú og ég trúi á jólasveininn,“ segir Bubbi að lokum og skellir upp úr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Samkomubann á Íslandi Jólasveinar Tengdar fréttir Allir tónleikar Jólavina Emmsjé Gauta með óbreyttu sniði og jólunum bjargað Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, ætlar að halda ótrauður áfram og mæta til leiks á þrennum tónleikum Jülevenner Emmsjé Gauta annað kvöld. Óvissa ríkti þó um tíma um þrenna tónleika, sem eru á dagskrá hjá honum á Þorláksmessu. 21. desember 2021 15:29 Áramótaskopi Ara frestað og verður febrúarskop Til stóð að Ari Eldjárn stigi á stokk í Háskólabíói um áramót, frá 26. desember til 7. janúar en nýjar og strangar sóttvarnarreglur hafa sett strik í reikninginn. 21. desember 2021 15:29 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Allir tónleikar Jólavina Emmsjé Gauta með óbreyttu sniði og jólunum bjargað Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, ætlar að halda ótrauður áfram og mæta til leiks á þrennum tónleikum Jülevenner Emmsjé Gauta annað kvöld. Óvissa ríkti þó um tíma um þrenna tónleika, sem eru á dagskrá hjá honum á Þorláksmessu. 21. desember 2021 15:29
Áramótaskopi Ara frestað og verður febrúarskop Til stóð að Ari Eldjárn stigi á stokk í Háskólabíói um áramót, frá 26. desember til 7. janúar en nýjar og strangar sóttvarnarreglur hafa sett strik í reikninginn. 21. desember 2021 15:29
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03