Sturridge þarf að greiða manninum sem fann hundinn hans fjórar milljónir í ógreidd fundarlaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2021 14:00 Daniel Sturridge og Lucci. instagram-síðan The Original Lucky Lucci Daniel Sturridge hefur verið gert að greiða manni sem fann hund hans tæpar fjórar milljónir króna í ógreidd fundarlaun. Fyrir tveimur árum var brotist inn á heimili Sturridges í Los Angeles og Pomeranian-hundi hans að nafni Lucci stolið. Sturridge greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og sagðist vera tilbúinn að borga hvað sem er til að fá hundinn aftur. Maður að nafni Foster Washington, þrítugur öryggisvörður og þriggja barna faðir, fann hvuttann og skilaði honum aftur til Sturridges. Hann fékk hins vegar aldrei fundarlaunin og kærði Sturridge í mars á þessu ári. Í síðustu viku komst dómstóll í Los Angeles svo að þeirri niðurstöðu að Sturridge þyrfti að greiða Washington þrjátíu þúsund Bandaríkjadali í ógreidd fundarlaun. Það nemur tæpum fjórum milljónum íslenskra króna. Sturridge hefur aðra sögu að segja en Washington en að hans sögn fann ungur drengur Lucci, skilaði honum til eiganda síns og fékk fundarlaun fyrir. Í færslu á Twitter í fyrradag sagðist Sturridge eiga myndir, myndbönd og hljóðupptökur af því þegar drengurinn skilaði Lucci. Just to let you know the truth on xmas!I met a young boy who found my dog and paid him a reward which he was delighted with as was I to get my dog back because he was stolen. I took photos with him and we have videos and audio of everything that happened when Lucci was returned.— Daniel Sturridge (@DanielSturridge) December 25, 2021 Sturridge, sem er 32 ára, leikur núna með Perth Glory í Ástralíu. Hann er alinn upp hjá Manchester City en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool. Sturridge á 26 leiki og átta mörk með enska landsliðinu á ferilskránni. Fótbolti Dýr Hundar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Sjá meira
Fyrir tveimur árum var brotist inn á heimili Sturridges í Los Angeles og Pomeranian-hundi hans að nafni Lucci stolið. Sturridge greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og sagðist vera tilbúinn að borga hvað sem er til að fá hundinn aftur. Maður að nafni Foster Washington, þrítugur öryggisvörður og þriggja barna faðir, fann hvuttann og skilaði honum aftur til Sturridges. Hann fékk hins vegar aldrei fundarlaunin og kærði Sturridge í mars á þessu ári. Í síðustu viku komst dómstóll í Los Angeles svo að þeirri niðurstöðu að Sturridge þyrfti að greiða Washington þrjátíu þúsund Bandaríkjadali í ógreidd fundarlaun. Það nemur tæpum fjórum milljónum íslenskra króna. Sturridge hefur aðra sögu að segja en Washington en að hans sögn fann ungur drengur Lucci, skilaði honum til eiganda síns og fékk fundarlaun fyrir. Í færslu á Twitter í fyrradag sagðist Sturridge eiga myndir, myndbönd og hljóðupptökur af því þegar drengurinn skilaði Lucci. Just to let you know the truth on xmas!I met a young boy who found my dog and paid him a reward which he was delighted with as was I to get my dog back because he was stolen. I took photos with him and we have videos and audio of everything that happened when Lucci was returned.— Daniel Sturridge (@DanielSturridge) December 25, 2021 Sturridge, sem er 32 ára, leikur núna með Perth Glory í Ástralíu. Hann er alinn upp hjá Manchester City en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool. Sturridge á 26 leiki og átta mörk með enska landsliðinu á ferilskránni.
Fótbolti Dýr Hundar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Sjá meira