Daníel Guðni: „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2021 21:30 Daníel Guðni Guðmundsson var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Bára Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum sáttur með 95-91 sigur sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í kvöld. „Mér fannst leikurinn vera í svona þokkalegu jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar, en síðan missum við þá framúr okkur og þeir komast í sinn leik og í góðan takt og þá er erfitt að eiga við þá,“ sagði Daníel Guðni að leik loknum. „Sérstaklega í þriðja leikhluta, þá fannst mér þeir skora allt of auðveldlega. En sömuleiðis þá vorum við að skora ágætlega í þriðja leikhluta fannst mér. Við skorum 26 stig en þeir 30 og mér finnst það aðeins of mikið.“ „Svo í fjórða leikhluta þá ákváðum við að breyta aðeins til varnarlega og það gekk bara upp. Við gerðum þetta bara saman og við gerðum þetta vel.“ Grindvíkingar áttu erfitt með að hemja Daniel Mortensen og Davíð Arnar Ágústsson í liði Þórsara, en Daníel segist vera ánægður með það hvernig lið hans náði að halda öðrum leikmönnum Íslandsmeistaranna í skefjum. „Við vorum kannski ekki að setja mikið af þristum niður í fyrri hálfleik og það þarf bara alltaf eitthvað að gefa eftir. Daniel Mortensen var á eldi og Davíð Arnar líka en við náðum að halda hinum aðeins í skefjum. Sérstaklega [Luciano] Massarelli, og [Glynn] Watson var í held ég fimm stigum í fyrri hálfleik en var góður í seinni.“ „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld. Það er bara virkilega gaman að hafa náð því.“ Grindvíkingar mæta hinum Þórsurunum í næsta leik þegar liðið fer alla leið á Akureyri eftir áramót. „Það verður að vera góður undirbúningur fyrir það verkefni. Maður veit reyndar ekkert hvort að maður er að fara í sóttkví eftir þennan leik eða hvað. Það er allur gangur á þessu.“ „En við verðum bara að vera tilbúnir í næsta verkefni og það þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu og gera þetta bara saman og gera þetta vel,“ sagði Daníel að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53 Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira
„Mér fannst leikurinn vera í svona þokkalegu jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar, en síðan missum við þá framúr okkur og þeir komast í sinn leik og í góðan takt og þá er erfitt að eiga við þá,“ sagði Daníel Guðni að leik loknum. „Sérstaklega í þriðja leikhluta, þá fannst mér þeir skora allt of auðveldlega. En sömuleiðis þá vorum við að skora ágætlega í þriðja leikhluta fannst mér. Við skorum 26 stig en þeir 30 og mér finnst það aðeins of mikið.“ „Svo í fjórða leikhluta þá ákváðum við að breyta aðeins til varnarlega og það gekk bara upp. Við gerðum þetta bara saman og við gerðum þetta vel.“ Grindvíkingar áttu erfitt með að hemja Daniel Mortensen og Davíð Arnar Ágústsson í liði Þórsara, en Daníel segist vera ánægður með það hvernig lið hans náði að halda öðrum leikmönnum Íslandsmeistaranna í skefjum. „Við vorum kannski ekki að setja mikið af þristum niður í fyrri hálfleik og það þarf bara alltaf eitthvað að gefa eftir. Daniel Mortensen var á eldi og Davíð Arnar líka en við náðum að halda hinum aðeins í skefjum. Sérstaklega [Luciano] Massarelli, og [Glynn] Watson var í held ég fimm stigum í fyrri hálfleik en var góður í seinni.“ „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld. Það er bara virkilega gaman að hafa náð því.“ Grindvíkingar mæta hinum Þórsurunum í næsta leik þegar liðið fer alla leið á Akureyri eftir áramót. „Það verður að vera góður undirbúningur fyrir það verkefni. Maður veit reyndar ekkert hvort að maður er að fara í sóttkví eftir þennan leik eða hvað. Það er allur gangur á þessu.“ „En við verðum bara að vera tilbúnir í næsta verkefni og það þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu og gera þetta bara saman og gera þetta vel,“ sagði Daníel að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53 Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53