Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 15:40 Kaupfélag Skagfirðinga, sem á og framleiðir Teyg, hefur hætt framleiðslu á drykknum og hefur slitið öllu samstarfi við Arnar Grant. Skjáskot Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. Arnar fór í síðustu viku í tímabundið leyfi frá verktakastörfum sínum hjá World Class eftir að Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá ástarsambandi þeirra Arnars, sem er tæplega fimmtugur. Hún sakar vini hans þá um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. Stundin greinir nú frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtaprótíndrykkinn Teyg úr sölu, hætta framleiðslu hans og slíta öllu samstarfi við Arnar Grant. Arnar þróaði drykkinn fyrir KS ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, segir í samtali við Stundina að búið sé að loka Facebook- og Instagram-síðum Teygs. Þá sé verið að tæma hillurnar og hætt að dreifa vörunni. „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ segir Magnús við Stundina. Talsvert fjárhagslegt tjón felist í ákvörðun fyrirtækisins en ekki sé búið að ákveða hvort KS muni markaðssetja vöruna undir nýju nafn eða hefja framleiðslu á sambærilegri vöru. Frásögn Vítalíu olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku en hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudag fyrir viku. Greindi hún þar frá upplifun sinni af sumarbústaðarferð í desember 2020 en hún hafði farið í bústaðinn til að hitta Arnar, sem þá var ástmaður hennar. Sagði hún að þrír vinir Arnars hafi verið þar, allir yfir fimmtugu, og hafi svo farið að þeir hafi brotið á henni kynferðislega í heitum potti í ferðinni. Mennirnir eru samkvæmt heimildum fréttastofu Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson. Ari Edwald, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings fór í tímabundið leyfi á fimmtudag en honum var sagt upp störfum í gær. Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital og þáverandi stjórnarformaður, steig úr stjórn félagsins og annarra tengdra fyrirtækja á fimmtudag. Þá sagði Þórður Már af sér sem stjórnarformaður Festi. Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er sömuleiðis farinn í frí frá K100 en Vítalía hefur sakað hann um að hafa gengið inn á sig og Arnar í golfferð í Borgarnesi í haust. Vítalía segir að í kjölfarið hafi Arnar keypt þagmælsku Loga fyrir kynferðislega greiða með henni. Logi hefur neitað að hafa brotið kynferðislega á henni en sagði í Facebook-færslu í síðustu viku að hann hafi farið yfir mörk fólks. Ekki náðist í Magnús Frey Jónsson, framkvæmdastjóra Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, við gerð þessarar fréttar. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Arnar fór í síðustu viku í tímabundið leyfi frá verktakastörfum sínum hjá World Class eftir að Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá ástarsambandi þeirra Arnars, sem er tæplega fimmtugur. Hún sakar vini hans þá um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. Stundin greinir nú frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtaprótíndrykkinn Teyg úr sölu, hætta framleiðslu hans og slíta öllu samstarfi við Arnar Grant. Arnar þróaði drykkinn fyrir KS ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, segir í samtali við Stundina að búið sé að loka Facebook- og Instagram-síðum Teygs. Þá sé verið að tæma hillurnar og hætt að dreifa vörunni. „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ segir Magnús við Stundina. Talsvert fjárhagslegt tjón felist í ákvörðun fyrirtækisins en ekki sé búið að ákveða hvort KS muni markaðssetja vöruna undir nýju nafn eða hefja framleiðslu á sambærilegri vöru. Frásögn Vítalíu olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku en hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudag fyrir viku. Greindi hún þar frá upplifun sinni af sumarbústaðarferð í desember 2020 en hún hafði farið í bústaðinn til að hitta Arnar, sem þá var ástmaður hennar. Sagði hún að þrír vinir Arnars hafi verið þar, allir yfir fimmtugu, og hafi svo farið að þeir hafi brotið á henni kynferðislega í heitum potti í ferðinni. Mennirnir eru samkvæmt heimildum fréttastofu Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson. Ari Edwald, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings fór í tímabundið leyfi á fimmtudag en honum var sagt upp störfum í gær. Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital og þáverandi stjórnarformaður, steig úr stjórn félagsins og annarra tengdra fyrirtækja á fimmtudag. Þá sagði Þórður Már af sér sem stjórnarformaður Festi. Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er sömuleiðis farinn í frí frá K100 en Vítalía hefur sakað hann um að hafa gengið inn á sig og Arnar í golfferð í Borgarnesi í haust. Vítalía segir að í kjölfarið hafi Arnar keypt þagmælsku Loga fyrir kynferðislega greiða með henni. Logi hefur neitað að hafa brotið kynferðislega á henni en sagði í Facebook-færslu í síðustu viku að hann hafi farið yfir mörk fólks. Ekki náðist í Magnús Frey Jónsson, framkvæmdastjóra Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, við gerð þessarar fréttar.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16
Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50