Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 88-77 | Heimamenn fara upp úr fallsæti Atli Arason skrifar 17. janúar 2022 23:29 Hlynur Bæringsson í léttum dans í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm ÍR vann góðan 11 sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld, lokatölur 88-77. Sigurinn lyftir heimamönnum upp úr fallsæti og í það tíunda. Stjarnan gerði fyrstu körfu leiksins í kvöld en þá taka við sjö stig í röð frá ÍR. Skotnýting gestanna var ekki góð í upphafi leiks en það skipti ekki máli hvort það var þriggja stiga skot eða sniðskot, boltinn vildi ekki ofan í. Ekki hjálpuðu fjórir tapaðir boltar og ÍR-ingar bættu bara í forskot sitt. Fór svo að ÍR-ingar rúlluðu upp fyrsta leikhluta með 17 stiga mun, 27-10. Annar leikhluti var jafn framan af og bæði lið skiptust á að setja stig á töfluna en eftir fimm stiga sveiflu hjá ÍR um miðbik annars fjórðungs þá ná þeir mesta mun sem varð á milli liðanna í kvöld, 18 stig, í stöðunni 39-21. Eftir þetta fer Stjarnan í næsta gír og klárar annan leikhluta mun betur en skotnýting þeirra bættist þá töluvert. Stjarnan klikkaði bara á einu skoti utan af velli það sem eftir lifði af leikhlutanum og náðu að minnka muninn niður í sjö stig en Stjarnan vann annan leikhluta 18-28. Staðan í hálfleik var því 45-38. Robert Turner setur niður sniðskot. Turner var aðeins með 4 stig í leiknum.Vilhelm ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleik svipað og þann fyrri. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var ÍR komið í 15 stiga forskot, 56-41. Aftur koma gestirnir til baka og minnka muninn með því að sýna sjaldséða góða þriggja stiga nýtingu en sjö síðustu skot Stjörnunnar voru allt fyrir utan þriggja stiga línuna og fimm þeirra fóru ofan í. Því var bara 6 stiga munur fyrir loka fjórðunginn, 64-58. Gestirnir héldu áfram að setja niður þriggja stiga skot og náðu skyndilega forskotinu í leiknum í fyrsta skipti síðan á fyrstu mínútunni með þrist frá Shawn Hopkins þegar rúm mínúta var liðin af fjórða leikhluta. ÍR-ingar ná forystunni aftur af Stjörnunni og leikurinn var í járnum alveg þangað til að Robert Turner minnkar muninn niður í tvö stig, 78-76, þegar rúmar fjórar mínútur eru eftir af leiknum. Eftir það skorar Stjarnan bara eitt stig og Jordan Semple sýningin hefst hjá ÍR en Jordan kemur að öllum af síðustu 10 stigum ÍR. Hann skorar sjálfur 6 stig og er með tvær stoðsendingar í hinum fjórum stigunum. Ásamt því var hann með þrjú fráköst og tvo stolna bolta á þessum lokamínútum sem voru afar mikilvægar fyrir ÍR. Lokatölur 88-77 og ÍR er ekki lengur í fallsæti. Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar voru ákveðnari. Þeir sendu skýr skilaboð með öflugri byrjun á leiknum sem gestirnir úr Garðabæ náðu ekki að svara fyrr en seint í leiknum en þá tóku heimamenn aftur yfir leikinn með Jordan Semple fremstan í flokki. Hverjir stóðu upp úr? Hlynur Bæringsson í baráttu við Jordan SempleVilhelm Jordan Semple var bestur og með flesta framlagspunkta í kvöld, 32 alls. Jordan var nálægt þrefaldri tvennu en hann gerði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jordan keyrði líka sína menn áfram á síðustu mínútunum, sem var mikilvægasti kafli leiksins. Igor Maric var stigahæsti leikmaður vallarins með 24 stig. Hjá Stjörnunni var varamaðurinn David Gabrovsek bestur. Gabrovsek gerði 16 stig, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar, 21 framlagspunktur hjá Slovenanum. Hvað gerist næst? ÍR fær Breiðablik í heimsókn á föstudaginn næsta en sama dag tekur Stjarnan á móti Keflavík í Garðabæ. „Þeir áttu sigurinn skilið“ Arnar GuðjónssonVilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, telur að frammistaða sinna mann í kvöld hafi ekki verið nógu góð til að verðskulda sigur gegn ÍR. „Þeir voru miklu betri en við og mættu mjög áræðnir til leiks og það sló okkur út af laginu en þeir börðust meira fyrir þessu. Mér fannst svona eins og við héldum að þetta myndi koma auðveldlega til okkar en kannski trúðum við því að þetta væri góður tími til að mæta þeim en það er aldrei neinn sérstaklega góður tími til að koma í hellinn og frammistaðan í kvöld var bara ekki góð og þeir verðskulduðu sigurinn,“ sagði Arnar í viðtali við Vísi eftir leik. Heimavöllur ÍR er oftast einn sá erfiðasti til að sækja heim. ÍR er með eina af háværustu stuðningsmannasveitum landsins, Ghetto Hooligans. Arnar hefði frekar viljað hafa fulla höll af áhorfendum og hlakkar til að þegar að þessum sóttvarnartakmörkum linnir. „Ég væri frekar til í að hafa þúsund manns hérna frekar en einn. Það gefur alveg auga leið að þetta er ekki skemmtilegt svona. Vonandi förum við að sjá fyrir endann á þessu helvíti,“ svaraði Arnar, aðspurður út í fámennan TM-Hellir. Fyrir leikinn í kvöld var Stjarnan með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni, af 412 skotum hafa bara 119 farið ofan í körfuna, 28,88% nýting. Þriggja stiga nýtingin var 41% í dag og Arnar telur að hún sé í stöðugri bætingu yfir síðustu leiki. „Við erum helling af góðum skyttum. Við erum búnir að vera að skjóta betur síðustu 3-4 leiki. Ég hef engar áhyggjur af 3 stiga nýtingunni en mér fannst við ekki hafa nægilega mikla stjórn á því sem við ætluðum að gera í dag, það fannst mér skína í gegn. ÍR-ingarnir voru líka að gera okkur erfitt fyrir, það er ekki eins og við höfum bara verið eitthvað slakir, þeir voru líka mjög góðir. Fullt kredit á þá, þeir áttu sigurinn skilið.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn toppliði Keflavíkur á heimavelli. „Hver leikur á sitt líf en við vorum teknir í bakaríið af þeim í fyrri umferðinni. Þeir eru að fara að tefla fram nýjum leikmanni sem við vitum ekkert um. Við þurfum að skoða hann eitthvað betur,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. „Menn fóru þetta bara á viljanum í dag“ FRIÐRIK INGIVilhelm Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR, gat leyft sér að vera ánægður með sigurinn í leikslok en Friðrik telur að liðið sitt hafi verið rétt undirbúið fyrir þennan leik. „Við sýndum að við vorum tilbúnir í leikinn og búnir að undirbúa okkur ágætlega. Leikplanið sem við lögðum upp með gekk ágætlega að mestu leyti. Okkur tókst að standa af okkur áhlaupin þeirra sem ég er mjög ánægður með og sigurinn er frábær. Við ætluðum að gera okkur allt sem við gátum til að sækja sigur,“ sagði Friðrik í viðtali við Vísi eftir leik. ÍR-ingar náðu 17 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta og það var ákveðið lykilatriði að sigrinum samkvæmt Friðriki. „Ekki spurning. Það gaf ákveðin tón og gaf okkur aukið sjálfstraust. Leikurinn er samt 40 mínútur en við náðum einmitt líka mjög góðum kafla í upphafi gegn Vestra og þar misstum við móðinn hressilega og sóknarleikur okkur var þar slakur. Mér fannst við gera aðeins betur í dag hvað það varðar en ég tel samt að við getum gert enn þá betur. Maður verður samt að vera sanngjarn því það eru lykill menn í liðinu sem eru búnir að vera veikir,“ sagði Friðrik og átti þá við Covid-19 hópsmitið sem lagðist á leikmannahóp ÍR-inga stuttu eftir jól. Rétt fyrir leik fengu ÍR-ingar þær fréttir að Sigvaldi Eggertsson gæti ekki verið með liðinu vegna sóttkví. Veiran getur verið lúmskt og sumir koma illa undan henni. „Þetta leggst á lungun og menn eru með minna púst en ella. Ekki síður vegna þess er þessi sigur algjörlega magnaður,“ bætti Friðrik við. Jordan Semple var besti maður vallarins í kvöld og Friðrik er ánægður með hans framlag. „Hann var mjög góður en hann er einn af þeim sem er búinn að vera að berjast við veiruna þó það sé lengra síðan hann fékk hana. Þetta er samt að leggjast á menn og ég sá það inn í klefa í hálfleik, það voru sumir sem voru orðnir ansi þreyttir. Menn fóru þetta bara á viljanum í dag og voru tilbúnir að gera betur. Þetta var frábær sigur en ekki leikur án galla. Það var hjarta í þessu og karakter og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur,“ svaraði Friðrik aðspurður út í leik Semple í kvöld. ÍR er nú búið að jafna Breiðablik af stigum með 8 stig en síðasta sætið í úrslitakeppninni er nú bara tveimur stigum í burtu. Næsti leikur ÍR-inga er gegn Breiðablik en ÍR-ingar eru þó ekki farnir að hugsa um sæti í úrslitakeppni að svo stöddu. „Við ætlum bara að gera þetta eins og við höfum verið að gera. Taka bara einn leik í einu og sjá hvað hver dagur ber í skauti sér. Það er óþarfi að vera að hugsa eitthvað of langt fram í tímann í þessu. Við munum að sjálfsögðu gera okkar besta, við munum berjast og vinna í okkar hlutum og reyna að verða betri,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla ÍR Stjarnan Körfubolti Íslenski körfuboltinn
ÍR vann góðan 11 sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld, lokatölur 88-77. Sigurinn lyftir heimamönnum upp úr fallsæti og í það tíunda. Stjarnan gerði fyrstu körfu leiksins í kvöld en þá taka við sjö stig í röð frá ÍR. Skotnýting gestanna var ekki góð í upphafi leiks en það skipti ekki máli hvort það var þriggja stiga skot eða sniðskot, boltinn vildi ekki ofan í. Ekki hjálpuðu fjórir tapaðir boltar og ÍR-ingar bættu bara í forskot sitt. Fór svo að ÍR-ingar rúlluðu upp fyrsta leikhluta með 17 stiga mun, 27-10. Annar leikhluti var jafn framan af og bæði lið skiptust á að setja stig á töfluna en eftir fimm stiga sveiflu hjá ÍR um miðbik annars fjórðungs þá ná þeir mesta mun sem varð á milli liðanna í kvöld, 18 stig, í stöðunni 39-21. Eftir þetta fer Stjarnan í næsta gír og klárar annan leikhluta mun betur en skotnýting þeirra bættist þá töluvert. Stjarnan klikkaði bara á einu skoti utan af velli það sem eftir lifði af leikhlutanum og náðu að minnka muninn niður í sjö stig en Stjarnan vann annan leikhluta 18-28. Staðan í hálfleik var því 45-38. Robert Turner setur niður sniðskot. Turner var aðeins með 4 stig í leiknum.Vilhelm ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleik svipað og þann fyrri. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var ÍR komið í 15 stiga forskot, 56-41. Aftur koma gestirnir til baka og minnka muninn með því að sýna sjaldséða góða þriggja stiga nýtingu en sjö síðustu skot Stjörnunnar voru allt fyrir utan þriggja stiga línuna og fimm þeirra fóru ofan í. Því var bara 6 stiga munur fyrir loka fjórðunginn, 64-58. Gestirnir héldu áfram að setja niður þriggja stiga skot og náðu skyndilega forskotinu í leiknum í fyrsta skipti síðan á fyrstu mínútunni með þrist frá Shawn Hopkins þegar rúm mínúta var liðin af fjórða leikhluta. ÍR-ingar ná forystunni aftur af Stjörnunni og leikurinn var í járnum alveg þangað til að Robert Turner minnkar muninn niður í tvö stig, 78-76, þegar rúmar fjórar mínútur eru eftir af leiknum. Eftir það skorar Stjarnan bara eitt stig og Jordan Semple sýningin hefst hjá ÍR en Jordan kemur að öllum af síðustu 10 stigum ÍR. Hann skorar sjálfur 6 stig og er með tvær stoðsendingar í hinum fjórum stigunum. Ásamt því var hann með þrjú fráköst og tvo stolna bolta á þessum lokamínútum sem voru afar mikilvægar fyrir ÍR. Lokatölur 88-77 og ÍR er ekki lengur í fallsæti. Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar voru ákveðnari. Þeir sendu skýr skilaboð með öflugri byrjun á leiknum sem gestirnir úr Garðabæ náðu ekki að svara fyrr en seint í leiknum en þá tóku heimamenn aftur yfir leikinn með Jordan Semple fremstan í flokki. Hverjir stóðu upp úr? Hlynur Bæringsson í baráttu við Jordan SempleVilhelm Jordan Semple var bestur og með flesta framlagspunkta í kvöld, 32 alls. Jordan var nálægt þrefaldri tvennu en hann gerði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jordan keyrði líka sína menn áfram á síðustu mínútunum, sem var mikilvægasti kafli leiksins. Igor Maric var stigahæsti leikmaður vallarins með 24 stig. Hjá Stjörnunni var varamaðurinn David Gabrovsek bestur. Gabrovsek gerði 16 stig, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar, 21 framlagspunktur hjá Slovenanum. Hvað gerist næst? ÍR fær Breiðablik í heimsókn á föstudaginn næsta en sama dag tekur Stjarnan á móti Keflavík í Garðabæ. „Þeir áttu sigurinn skilið“ Arnar GuðjónssonVilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, telur að frammistaða sinna mann í kvöld hafi ekki verið nógu góð til að verðskulda sigur gegn ÍR. „Þeir voru miklu betri en við og mættu mjög áræðnir til leiks og það sló okkur út af laginu en þeir börðust meira fyrir þessu. Mér fannst svona eins og við héldum að þetta myndi koma auðveldlega til okkar en kannski trúðum við því að þetta væri góður tími til að mæta þeim en það er aldrei neinn sérstaklega góður tími til að koma í hellinn og frammistaðan í kvöld var bara ekki góð og þeir verðskulduðu sigurinn,“ sagði Arnar í viðtali við Vísi eftir leik. Heimavöllur ÍR er oftast einn sá erfiðasti til að sækja heim. ÍR er með eina af háværustu stuðningsmannasveitum landsins, Ghetto Hooligans. Arnar hefði frekar viljað hafa fulla höll af áhorfendum og hlakkar til að þegar að þessum sóttvarnartakmörkum linnir. „Ég væri frekar til í að hafa þúsund manns hérna frekar en einn. Það gefur alveg auga leið að þetta er ekki skemmtilegt svona. Vonandi förum við að sjá fyrir endann á þessu helvíti,“ svaraði Arnar, aðspurður út í fámennan TM-Hellir. Fyrir leikinn í kvöld var Stjarnan með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni, af 412 skotum hafa bara 119 farið ofan í körfuna, 28,88% nýting. Þriggja stiga nýtingin var 41% í dag og Arnar telur að hún sé í stöðugri bætingu yfir síðustu leiki. „Við erum helling af góðum skyttum. Við erum búnir að vera að skjóta betur síðustu 3-4 leiki. Ég hef engar áhyggjur af 3 stiga nýtingunni en mér fannst við ekki hafa nægilega mikla stjórn á því sem við ætluðum að gera í dag, það fannst mér skína í gegn. ÍR-ingarnir voru líka að gera okkur erfitt fyrir, það er ekki eins og við höfum bara verið eitthvað slakir, þeir voru líka mjög góðir. Fullt kredit á þá, þeir áttu sigurinn skilið.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn toppliði Keflavíkur á heimavelli. „Hver leikur á sitt líf en við vorum teknir í bakaríið af þeim í fyrri umferðinni. Þeir eru að fara að tefla fram nýjum leikmanni sem við vitum ekkert um. Við þurfum að skoða hann eitthvað betur,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. „Menn fóru þetta bara á viljanum í dag“ FRIÐRIK INGIVilhelm Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR, gat leyft sér að vera ánægður með sigurinn í leikslok en Friðrik telur að liðið sitt hafi verið rétt undirbúið fyrir þennan leik. „Við sýndum að við vorum tilbúnir í leikinn og búnir að undirbúa okkur ágætlega. Leikplanið sem við lögðum upp með gekk ágætlega að mestu leyti. Okkur tókst að standa af okkur áhlaupin þeirra sem ég er mjög ánægður með og sigurinn er frábær. Við ætluðum að gera okkur allt sem við gátum til að sækja sigur,“ sagði Friðrik í viðtali við Vísi eftir leik. ÍR-ingar náðu 17 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta og það var ákveðið lykilatriði að sigrinum samkvæmt Friðriki. „Ekki spurning. Það gaf ákveðin tón og gaf okkur aukið sjálfstraust. Leikurinn er samt 40 mínútur en við náðum einmitt líka mjög góðum kafla í upphafi gegn Vestra og þar misstum við móðinn hressilega og sóknarleikur okkur var þar slakur. Mér fannst við gera aðeins betur í dag hvað það varðar en ég tel samt að við getum gert enn þá betur. Maður verður samt að vera sanngjarn því það eru lykill menn í liðinu sem eru búnir að vera veikir,“ sagði Friðrik og átti þá við Covid-19 hópsmitið sem lagðist á leikmannahóp ÍR-inga stuttu eftir jól. Rétt fyrir leik fengu ÍR-ingar þær fréttir að Sigvaldi Eggertsson gæti ekki verið með liðinu vegna sóttkví. Veiran getur verið lúmskt og sumir koma illa undan henni. „Þetta leggst á lungun og menn eru með minna púst en ella. Ekki síður vegna þess er þessi sigur algjörlega magnaður,“ bætti Friðrik við. Jordan Semple var besti maður vallarins í kvöld og Friðrik er ánægður með hans framlag. „Hann var mjög góður en hann er einn af þeim sem er búinn að vera að berjast við veiruna þó það sé lengra síðan hann fékk hana. Þetta er samt að leggjast á menn og ég sá það inn í klefa í hálfleik, það voru sumir sem voru orðnir ansi þreyttir. Menn fóru þetta bara á viljanum í dag og voru tilbúnir að gera betur. Þetta var frábær sigur en ekki leikur án galla. Það var hjarta í þessu og karakter og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur,“ svaraði Friðrik aðspurður út í leik Semple í kvöld. ÍR er nú búið að jafna Breiðablik af stigum með 8 stig en síðasta sætið í úrslitakeppninni er nú bara tveimur stigum í burtu. Næsti leikur ÍR-inga er gegn Breiðablik en ÍR-ingar eru þó ekki farnir að hugsa um sæti í úrslitakeppni að svo stöddu. „Við ætlum bara að gera þetta eins og við höfum verið að gera. Taka bara einn leik í einu og sjá hvað hver dagur ber í skauti sér. Það er óþarfi að vera að hugsa eitthvað of langt fram í tímann í þessu. Við munum að sjálfsögðu gera okkar besta, við munum berjast og vinna í okkar hlutum og reyna að verða betri,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti