Þingmanna að tilkynna forföll til skrifstofu Alþingis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 18:21 Bjarni er nú staddur erlendis í fríi. Birgir segir það hvort nöfn þingmanna komi fram á fjarvistaskrá velta á því hvort þeir tilkynni forföll til skrifstofu Alþingis. Vísir/Vilhelm Nafn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var ekki á skrá yfir fjarvistir þingmanna þegar Alþingi var sett í dag, og sætti það gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna. Forseti Alþingis segir skýringuna einfalda: Skráin byggi alfarið á tilkynningum hvers og eins þingmanns um fjarvistir sínar. Líkt og greint var frá í dag gagnrýndi stjórnarandstaðan á þingi harðlega fjarveru Bjarna við upphaf Alþingis í dag. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem benti á að við upphaf þingfundar hefði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, minnt þingmenn á að fyrir lægi fjarvistaskrá þingmanna, en nafn Bjarna væri þar ekki að finna. „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram,“ spurði Andrés í pontu Alþingis fyrr í dag. Þingmenn verði sjálfir að tilkynna forföll „Það er þannig að fjarvistaskráin verður nú seint tæmandi. Það er undir því komið hvort að menn hringja inn og tilkynna. Þannig að sá eini sem var á fjarvistaskrá í dag var þingmaður sem hafði tilkynnt sig veikan,“ segir Birgir Ármannson, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. Umræddur þingmaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar þingmenn tilkynni forföll hafi þeir samband við skrifstofu Alþingis, sem hafi að öðru leyti ekkert frumkvæði að því að kanna fjarvistir þingmanna. „Þannig að fjarvistaskráin eins og hún er lögð fram hún byggir alfarið á því hvort menn tilkynna sjálfir eða ekki.“ Það sé því algerlega undir hverjum og einum þingmanni komið hvort þeir tilkynni forföll sín eða ekki. Það sé ekki á ábyrgð forseta Alþingis að fjarvistaskráin sé tæmandi. „Forseti hringir ekki í menn og spyr þá um hvort þeir ætla að mæta.“ Í fríi utan landsteinanna Á þingfundi í dag sagði Birgir að Bjarni væri staddur erlendis, en að honum væri að öðru leyti ekki kunnugt um tilefni ferðar hans. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag gagnrýndi stjórnarandstaðan á þingi harðlega fjarveru Bjarna við upphaf Alþingis í dag. Meðal þeirra var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem benti á að við upphaf þingfundar hefði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, minnt þingmenn á að fyrir lægi fjarvistaskrá þingmanna, en nafn Bjarna væri þar ekki að finna. „Hvernig stendur á því, herra forseti, að haldin sé skrá yfir fjarvistir þingmanna sem ekki endurspegla raunveruleikann sem endurspeglar ekki einu sinni vitneskju hæstvirts forseta sem leggur fjarvistarskrána fram,“ spurði Andrés í pontu Alþingis fyrr í dag. Þingmenn verði sjálfir að tilkynna forföll „Það er þannig að fjarvistaskráin verður nú seint tæmandi. Það er undir því komið hvort að menn hringja inn og tilkynna. Þannig að sá eini sem var á fjarvistaskrá í dag var þingmaður sem hafði tilkynnt sig veikan,“ segir Birgir Ármannson, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. Umræddur þingmaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar þingmenn tilkynni forföll hafi þeir samband við skrifstofu Alþingis, sem hafi að öðru leyti ekkert frumkvæði að því að kanna fjarvistir þingmanna. „Þannig að fjarvistaskráin eins og hún er lögð fram hún byggir alfarið á því hvort menn tilkynna sjálfir eða ekki.“ Það sé því algerlega undir hverjum og einum þingmanni komið hvort þeir tilkynni forföll sín eða ekki. Það sé ekki á ábyrgð forseta Alþingis að fjarvistaskráin sé tæmandi. „Forseti hringir ekki í menn og spyr þá um hvort þeir ætla að mæta.“ Í fríi utan landsteinanna Á þingfundi í dag sagði Birgir að Bjarni væri staddur erlendis, en að honum væri að öðru leyti ekki kunnugt um tilefni ferðar hans. Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, tjáði fréttastofu í morgun að Bjarni gæti ekki gefið kost á viðtali í dag. Hann sagði ráðherra vera í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Bjarni verið erlendis í skíðaferð undanfarna daga. Von er á honum til landsins um miðja viku.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira