„Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina“ Atli Arason skrifar 17. janúar 2022 21:55 Jordan Semple Vilhelm Jordan Semple, leikmaður ÍR, var besti leikmaður vallarins í 88-77 sigri ÍR á Stjörnunni í kvöld. Jordan var sérstaklega öflugur þegar mest á reyndi á lokamínútum leiksins. Úr stöðunni 78-76 kom Jordan að öllum stigum ÍR, 2 stoðsendingar, 6 stig, 3 fráköst og tveir stolnir boltar á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Ég spilaði ágætlega. Við hreyfðum boltann vel í fyrri hálfleik en undir lok leiksins þá opnaðist smá pláss fyrir mig og þá tókst mér að fá nokkrar auðveld skot. Við spiluðum samt allir vel í dag en við misstum út byrjunarliðsmann rétt fyrir leik og þá stigu aðrir leikmenn upp,“ sagði Jordan í viðtali við Vísi eftir leik og átti þá við Sigvalda Eggertsson sem missti af leiknum vegna sóttkvíar. ÍR leiddi leikin lengst af áður en Stjarnan náði forustunni af þeim í fjórða leikhluta. „Við héldum okkur inn í leiknum. Við náðum miklu forskoti í fyrri hálfleik, alveg eins og í síðasta leik gegn Vestra. Svo komu þeir til baka og náðu forskotinu en við sýndum mikinn karakter þar sem við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að spila og enduðum á því að vinna leikinn.“ Stjarnan er með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en þeir hittu vel í kvöld og enduðu leikinn með 41% þriggja stiga nýtingu. „Þeir voru að hitta úr erfiðum skotum. Við vorum ekki að spila lélega vörn heldur voru þeir að hitta úr fáránlegum þriggja stiga skotum. Samkvæmt okkar leikgreiningu á þeim þá ætluðum við að leyfa þeim að taka þriggja stiga skot en þeir voru að hitta úr skotunum sama hvað við gerðum, þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim.“ Það kom ÍR-ingum í opna skjöldu hvað gestirnir úr Garðabænum hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Já það kom okkur á óvart en svona er körfubolti. Þú verður að spila leikinn þrátt fyrir það sem tölfræðin segir. Þeir fóru að hitta úr þessum skotum en þá verður maður bara að aðlagast. Við vissum samt að hvert einasta skot myndi ekki fara ofan í körfuna og þegar skot fór ekki ofan í þá þurftum við bara að vera tilbúnir að ná frákastinu og ná góðri sókn á þá á móti.“ Með sigrinum fer ÍR upp í 8 stig og jafnar Breiðablik af stigum en ÍR á næst leik gegn Blikum og eftir að hafa verið í fallsæti fyrir leikinn í kvöld þá geta Jordan og ÍR-ingar allt í einu leyft sér að dreyma um sæti í úrslitakeppninni. „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina. Við erum nánast búnir að fá nýtt lið. Nýr þjálfar og nýir leikmenn. Markmiðið okkar er að sýna hvað ÍR stendur fyrir og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Einhverjir eru búnir að afskrifa okkur en það skiptir engu máli fyrir okkur. Við munum bara halda áfram,“ sagði Jordan Semple, leikmaður ÍR, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn ÍR Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Úr stöðunni 78-76 kom Jordan að öllum stigum ÍR, 2 stoðsendingar, 6 stig, 3 fráköst og tveir stolnir boltar á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Ég spilaði ágætlega. Við hreyfðum boltann vel í fyrri hálfleik en undir lok leiksins þá opnaðist smá pláss fyrir mig og þá tókst mér að fá nokkrar auðveld skot. Við spiluðum samt allir vel í dag en við misstum út byrjunarliðsmann rétt fyrir leik og þá stigu aðrir leikmenn upp,“ sagði Jordan í viðtali við Vísi eftir leik og átti þá við Sigvalda Eggertsson sem missti af leiknum vegna sóttkvíar. ÍR leiddi leikin lengst af áður en Stjarnan náði forustunni af þeim í fjórða leikhluta. „Við héldum okkur inn í leiknum. Við náðum miklu forskoti í fyrri hálfleik, alveg eins og í síðasta leik gegn Vestra. Svo komu þeir til baka og náðu forskotinu en við sýndum mikinn karakter þar sem við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að spila og enduðum á því að vinna leikinn.“ Stjarnan er með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en þeir hittu vel í kvöld og enduðu leikinn með 41% þriggja stiga nýtingu. „Þeir voru að hitta úr erfiðum skotum. Við vorum ekki að spila lélega vörn heldur voru þeir að hitta úr fáránlegum þriggja stiga skotum. Samkvæmt okkar leikgreiningu á þeim þá ætluðum við að leyfa þeim að taka þriggja stiga skot en þeir voru að hitta úr skotunum sama hvað við gerðum, þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim.“ Það kom ÍR-ingum í opna skjöldu hvað gestirnir úr Garðabænum hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Já það kom okkur á óvart en svona er körfubolti. Þú verður að spila leikinn þrátt fyrir það sem tölfræðin segir. Þeir fóru að hitta úr þessum skotum en þá verður maður bara að aðlagast. Við vissum samt að hvert einasta skot myndi ekki fara ofan í körfuna og þegar skot fór ekki ofan í þá þurftum við bara að vera tilbúnir að ná frákastinu og ná góðri sókn á þá á móti.“ Með sigrinum fer ÍR upp í 8 stig og jafnar Breiðablik af stigum en ÍR á næst leik gegn Blikum og eftir að hafa verið í fallsæti fyrir leikinn í kvöld þá geta Jordan og ÍR-ingar allt í einu leyft sér að dreyma um sæti í úrslitakeppninni. „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina. Við erum nánast búnir að fá nýtt lið. Nýr þjálfar og nýir leikmenn. Markmiðið okkar er að sýna hvað ÍR stendur fyrir og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Einhverjir eru búnir að afskrifa okkur en það skiptir engu máli fyrir okkur. Við munum bara halda áfram,“ sagði Jordan Semple, leikmaður ÍR, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn ÍR Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti