Hægt er að fylgjast með staðsetningu Arnars og Sebastians hér á vef Garmin.
Leiðangurinn er farinn til að vekja athygli á starfsemi Batahúss sem tók til starfa á síðasta ári og um leið safna áheitum fyrir starfsemina. Tolli fór fyrir leiðangrinum en veður hefur gert ferðina erfiðari og hafa þremenningarnir þurft að bíða færis alla vikuna í grunnbúðum fjallsins.
Tolli tilkynnti í gær að hann þyrfti að bíða eftir Arnari og Sebastian í grunnbúðum fjallsins vegna háfjallaveiki.
Sjá einnig: Tolli heltist úr lestinni en félagarnir halda ótrauðir á toppinn
Arnar og Sebastian stefna að því að ná á toppinn í dag og koma hratt niður aftur áður en veður versnar aftur.
Tolli birti mynd af fjallinu í nótt.
Hér má sjá mynd af Arnari og Sebastian sem tekin var þegar þeir lögðu af stað á toppinn.
Arnar and Sebastian in good spirits as the make a second attempt for the summit. #hiking #aconcagua #argentina #scarpa #patagonia #mountainclimbing #batahusid #batagangan pic.twitter.com/9XgWfCf8V2
— Batagangan (@batagangan) January 22, 2022