Sigur Túnisar verður að teljast óvæntur því margir veðbankar voru með Nígeríu ofarlega á lista yfir hugsanlega sigurvegara mótsins áður en það hófst.
Nígería var búið að vinna alla leiki sína í mótinu til þessa en voru sjálfum sér verstir í kvöld þar sem þeir náðu ekki einu skoti á markramma Túnis í leiknum. Youssef Msakni kemur Túnisum yfir í upphafi síðari hálfleiks með þrumu skoti fyrir utan vítateig sem Okoye í marki Nígeríu ræður ekki við.
Vont verður svo verra fyrir Nígeríu á 66. mínútu þegar Alex Iwobi, leikmaður Everton og Nígeríu, fær rautt spjald frá dómara leiksins. Upphaflega fékk Iwobi gult spjald fyrir að stíga á markaskorara Túnisar, Youssef Msakni, en eftir að hafa skoðað atvikið betur í VARsjánni var gulu breytt í rautt.
Meira markvert gerðist ekki og Túnis fer því áfram í 8-liða úrslit þar sem þeir munu mæta Búrkína Fasó þann 29 janúar.