„Ég kenni ekki kyrkingar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2022 19:49 Sigga Dögg kynfræðingur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur tókust á um kyrkingar í kynfræðslu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hanna Björg hafði áður beint spjótum sínum að Siggu Dögg í aðsendri grein á Vísi í gær sem Hanna skrifaði ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur kynjafræðikennara. Þær gagnrýndu harðlega að kyrkingar væru kenndar í skólum landsins. „Auðvitað vorum við hvassyrtar og stóryrtar og allt það. Stundum þarf bara að tala hátt svo að fólk hlusti,“ segir Hanna Björg. Hún bætir við að fara þurfi hægt í sakirnar og eins og staðan er í dag, með lítilli áherslu á kynfræðslu í námskrám, þurfi að fara hægt í sakirnar. Það þýði ekki að byrja á því að kenna kyrkingar: „Kyrking er auðvitað ofbeldi [...] Ég skipti mér ekkert að því hvað fólk er að gera heima hjá sér en ég er að tala um börn og ungmenni.“ „Þetta er ekki glæra fjögur“ Sigga Dögg áttar sig ekki alveg á því hvers vegna kynjafræðikennararnir hafi tekið upp á því að gagnrýna sig með þeim hætti sem þær Hanna og María gerðu í aðsendu greininni í gær. „Ég kenni ekki kyrkingar, ég geri það ekki. Og það hefði verið gaman ef Hanna hefði setið einn fyrirlestur hjá mér af því ég er búin að vera að þessu í tólf ár. Þannig að það hefði líka verið skemmtilegt. Af því að ég hef aldrei kennt kyrkingar, ég hef kennt samþykki og mörk,“ segir Sigga Dögg. Bæði Hanna Björg og Sigga Dögg eru sammála um að bæta þurfi kynfræðslu í skólum. „Þetta er ekki glæra fjögur. Við erum ekki bara hér er píka, hér er typpi nú kyrkjum við. Þetta er ekki svoleiðis, höfum það alveg á kristaltæru. Það hafa komið upp spurningar […] og þá auðvitað fer ég ofan í saumana á því. Ég sem ábyrgur fræðari get ekki sagt: „Heyrðu ég ætla ekki að tala um það.“,“ segir Sigga Dögg í viðtalinu. „Þetta [kyrkingar] hefur verið innan við fjögur prósent af fyrirlestrum sem ég hef verið með undanfarin tólf ár. Ég hef spurt [börnin] er þetta málefni sem við þurfum að taka fyrir og ef þau segja nei þá tek ég það ekki fyrir. Þannig að ég myndi segja að ég beri þessa spurningu fram í einum af hverjum 20 eða 25 fyrirlestrum“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur tókust á um kyrkingar í kynfræðslu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hanna Björg hafði áður beint spjótum sínum að Siggu Dögg í aðsendri grein á Vísi í gær sem Hanna skrifaði ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur kynjafræðikennara. Þær gagnrýndu harðlega að kyrkingar væru kenndar í skólum landsins. „Auðvitað vorum við hvassyrtar og stóryrtar og allt það. Stundum þarf bara að tala hátt svo að fólk hlusti,“ segir Hanna Björg. Hún bætir við að fara þurfi hægt í sakirnar og eins og staðan er í dag, með lítilli áherslu á kynfræðslu í námskrám, þurfi að fara hægt í sakirnar. Það þýði ekki að byrja á því að kenna kyrkingar: „Kyrking er auðvitað ofbeldi [...] Ég skipti mér ekkert að því hvað fólk er að gera heima hjá sér en ég er að tala um börn og ungmenni.“ „Þetta er ekki glæra fjögur“ Sigga Dögg áttar sig ekki alveg á því hvers vegna kynjafræðikennararnir hafi tekið upp á því að gagnrýna sig með þeim hætti sem þær Hanna og María gerðu í aðsendu greininni í gær. „Ég kenni ekki kyrkingar, ég geri það ekki. Og það hefði verið gaman ef Hanna hefði setið einn fyrirlestur hjá mér af því ég er búin að vera að þessu í tólf ár. Þannig að það hefði líka verið skemmtilegt. Af því að ég hef aldrei kennt kyrkingar, ég hef kennt samþykki og mörk,“ segir Sigga Dögg. Bæði Hanna Björg og Sigga Dögg eru sammála um að bæta þurfi kynfræðslu í skólum. „Þetta er ekki glæra fjögur. Við erum ekki bara hér er píka, hér er typpi nú kyrkjum við. Þetta er ekki svoleiðis, höfum það alveg á kristaltæru. Það hafa komið upp spurningar […] og þá auðvitað fer ég ofan í saumana á því. Ég sem ábyrgur fræðari get ekki sagt: „Heyrðu ég ætla ekki að tala um það.“,“ segir Sigga Dögg í viðtalinu. „Þetta [kyrkingar] hefur verið innan við fjögur prósent af fyrirlestrum sem ég hef verið með undanfarin tólf ár. Ég hef spurt [börnin] er þetta málefni sem við þurfum að taka fyrir og ef þau segja nei þá tek ég það ekki fyrir. Þannig að ég myndi segja að ég beri þessa spurningu fram í einum af hverjum 20 eða 25 fyrirlestrum“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33
Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00