Tugir dæmdir til dauða fyrir morðið á sérfræðingum SÞ í Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 08:44 Zaida Catalan og Michael Sharp voru myrt í Austur-Kongó árið 2017. Getty/Artur Widak Um fimmtíu manns voru dæmdir til dauða í Austur-Kongó í gær í tengslum við morðið á tveimur sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Svíinn Zaida Catalan og Bandaríkjamaðurinn Michael Sharp voru að rannsaka átök stjórnarhers Austur-Kongó og vígahópa í héraðinu Kasai í mars 2017 þegar þau voru stöðvuð af hópi vopnaðra manna, flutt á akur og tekin af lífi. Yfirvöld í Kongó kenndu Kamuina Nsapu vígahópnum um morðin og tóku í fyrstu fyrir að nokkur opinber starfmaður hefði komið að morðunum. Síðar var ofursti í kongóska hernum handtekinn og nokkrir aðrir opinberir starfsmenn, sem sögðust vinna með vígamönnunum, vegna morðanna. Mannréttindahópar hafa lýst því yfir að þau telji yfirvöld hafa hundsað aðkomu háttsettra embættismanna að morðunum og fjölskyldur Catalan og Sharp hafa þá sagt að þau telji að skipuleggjendur morðanna hafi ekki verið í hópi þeirra sem voru dæmdir. Réttarhöldin hafa staðið yfir í nær fimm ár en þeim hefur ítrekað seinkað vegna dauða grunaðra í gæsluvarðhaldi. Herdómstóll dæmdi loks í málinu í gær. Meðal þeirra sem dæmdir voru til dauða var Thomas Nkashama, maður sem vann við landamæragæslu á svæðinu og talinn er hafa hitt Catalan og Sharp daginn fyrir morðin. Jean de Dieu Mambweni, ofursti sem hitti þau áður en þau lögðu af stað í verkefnið, var dæmdur í tíu ára fangelsi. Fjöldi sakborninga, sem dæmdir voru sekir, var ekki viðstaddur við dómsuppkvaðninguna. Margir þeirra höfðu annað hvort ekki verið handteknir eða sloppið úr varðhaldi. Austur-Kongó Sameinuðu þjóðirnar Svíþjóð Bandaríkin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Svíinn Zaida Catalan og Bandaríkjamaðurinn Michael Sharp voru að rannsaka átök stjórnarhers Austur-Kongó og vígahópa í héraðinu Kasai í mars 2017 þegar þau voru stöðvuð af hópi vopnaðra manna, flutt á akur og tekin af lífi. Yfirvöld í Kongó kenndu Kamuina Nsapu vígahópnum um morðin og tóku í fyrstu fyrir að nokkur opinber starfmaður hefði komið að morðunum. Síðar var ofursti í kongóska hernum handtekinn og nokkrir aðrir opinberir starfsmenn, sem sögðust vinna með vígamönnunum, vegna morðanna. Mannréttindahópar hafa lýst því yfir að þau telji yfirvöld hafa hundsað aðkomu háttsettra embættismanna að morðunum og fjölskyldur Catalan og Sharp hafa þá sagt að þau telji að skipuleggjendur morðanna hafi ekki verið í hópi þeirra sem voru dæmdir. Réttarhöldin hafa staðið yfir í nær fimm ár en þeim hefur ítrekað seinkað vegna dauða grunaðra í gæsluvarðhaldi. Herdómstóll dæmdi loks í málinu í gær. Meðal þeirra sem dæmdir voru til dauða var Thomas Nkashama, maður sem vann við landamæragæslu á svæðinu og talinn er hafa hitt Catalan og Sharp daginn fyrir morðin. Jean de Dieu Mambweni, ofursti sem hitti þau áður en þau lögðu af stað í verkefnið, var dæmdur í tíu ára fangelsi. Fjöldi sakborninga, sem dæmdir voru sekir, var ekki viðstaddur við dómsuppkvaðninguna. Margir þeirra höfðu annað hvort ekki verið handteknir eða sloppið úr varðhaldi.
Austur-Kongó Sameinuðu þjóðirnar Svíþjóð Bandaríkin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira