Breivik fær ekki reynslulausn en er búinn að áfrýja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:47 Breivik verður ekki sleppt lausum í bráð virðist vera. EPA-EFE/Ole Berg-Rusten Fjöldamorðinginn Anders Breivik fær ekki reynslulausn. Þetta úrskurðaði Héraðsdómur Telemark í dag en Breivik hefur þegar áfrýjað úrskurðinum. Breivik var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist fyrir að myrða 77 manneskjur í sprengingu í Osló og skotárá í Útey. Hægt er að framlengja fangelsisvistinni þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar en hann gat í fyrsta sinn núna, tíu árum eftir að hann var dæmdur, sótt um reynslulausn. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, óskaði eftir því þegar mál hans var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði að notast væri við gamla nafn skjólstæðings síns, Anders Behring Breivik, í stað þess nafns sem hann tók upp fyrir nokkrum árum, Fjotolf Hansen. Saksóknarar höfðu ekkert á móti því. Hafi enga samúð með fórnarlömbunum Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómurinn meti Breivik enn sem mikla hættu við samfélag manna og ástæða sé til að hræðast að hann muni beita ofbeldi aftur. „Sakborningurinn virtist algerlega laus við samúð með fórnarlömbum hryðjuverkanna,“ segir í úrskurðinum sem vísað er í í frétt norska ríkisútvarpsins. Storrvik tilkynnti eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að Breivik sé búinn að áfrýja. Breivik hefur kvartað yfir aðbúnaði sínum í fangelsinu og segir hann stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist ekki sá sem skipulagði árásirnar Við aðalmeðferð umsóknarinnar fór fram geðrænt mat á Breivik og mat geðlæknirinn Randi Rosenqvist það svo að hann væri enn jafn hættulegur í dag og hann var fyrir tíu árum, þegar hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkin. Mikil hætta sé á því að verði honum veitt reynslulausn muni hann brjóta aftur af sér. Þegar umsókn Breiviks um reynslulausn var tekin fyrir í Skien-fangelsinu þann 18. janúar síðastliðinn heilsaði Breivik að nasistasið þegar hann gekk inn í íþróttasal fangelsisins, sem var nýttur sem réttarsalur. Þá hélt hann því fram að hann hefði í raun ekki verið sá sem var á bak við hryðjuverkaárásirnar, heldur hafi honum verið innrættar róttækar skoðanir hægri öfgamanna af öfgasamtökum áður en hryðjuverkin áttu sér stað. Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33 Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55 „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Breivik var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist fyrir að myrða 77 manneskjur í sprengingu í Osló og skotárá í Útey. Hægt er að framlengja fangelsisvistinni þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar en hann gat í fyrsta sinn núna, tíu árum eftir að hann var dæmdur, sótt um reynslulausn. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, óskaði eftir því þegar mál hans var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði að notast væri við gamla nafn skjólstæðings síns, Anders Behring Breivik, í stað þess nafns sem hann tók upp fyrir nokkrum árum, Fjotolf Hansen. Saksóknarar höfðu ekkert á móti því. Hafi enga samúð með fórnarlömbunum Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómurinn meti Breivik enn sem mikla hættu við samfélag manna og ástæða sé til að hræðast að hann muni beita ofbeldi aftur. „Sakborningurinn virtist algerlega laus við samúð með fórnarlömbum hryðjuverkanna,“ segir í úrskurðinum sem vísað er í í frétt norska ríkisútvarpsins. Storrvik tilkynnti eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að Breivik sé búinn að áfrýja. Breivik hefur kvartað yfir aðbúnaði sínum í fangelsinu og segir hann stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist ekki sá sem skipulagði árásirnar Við aðalmeðferð umsóknarinnar fór fram geðrænt mat á Breivik og mat geðlæknirinn Randi Rosenqvist það svo að hann væri enn jafn hættulegur í dag og hann var fyrir tíu árum, þegar hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkin. Mikil hætta sé á því að verði honum veitt reynslulausn muni hann brjóta aftur af sér. Þegar umsókn Breiviks um reynslulausn var tekin fyrir í Skien-fangelsinu þann 18. janúar síðastliðinn heilsaði Breivik að nasistasið þegar hann gekk inn í íþróttasal fangelsisins, sem var nýttur sem réttarsalur. Þá hélt hann því fram að hann hefði í raun ekki verið sá sem var á bak við hryðjuverkaárásirnar, heldur hafi honum verið innrættar róttækar skoðanir hægri öfgamanna af öfgasamtökum áður en hryðjuverkin áttu sér stað.
Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33 Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55 „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33
Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55
„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30