Myndbandið var birt fyrr í mánuðinum á Youtube-rásinni Extreme Aviation Iceland. Þar má sjá Boeing-vél Icelandair lenda á Troll-vellinum á Suðurskautslandinu en Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair, sinnir nú verkefnum á Suðurskautslandinu.
Í myndbandinu má sjá flugvélina lenda á ísi lagðri flugbrautinni auk aðflugsins að flugbrautinni.
Myndbandið er klippt saman úr nokkrum myndbrotum, sem sýna bæði sjónarhornið úr stjórnklefa flugvélarinnar og sjónarhorn þeirra sem fylgdust með. Einnig má sjá Boeing-vélina taka af stað og hefja sig til lofts.
Það eru aðallega vísindamenn og göngumenn sem nýta sér flug Loftleiða Icelandic til Suðurskautslandsins. Félagið hefur um nokkurra ára skeið sinnt flugi til Suðurskautslandsins en íslenskir flugmenn fljúga vélum félagsins.