Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 17:57 Ráðherra talaði fyrir sal blaðamanna síðdegis í dag þar sem hún skýrði enn skoðun sína á því að hún telji best að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. Hún sagðist ánægð með að ríkisstjórnin hefði endurnýjað umboð sitt í kosningunum síðastliðið haust. Þannig verði hægt að halda áfram vinnu sem hún hafi staðið í á síðasta kjörtímabili sem hafi meðal annars skilað sér í samþykktu frumvarpi um fjölmiðlastyrki til einkarekinna miðla. Fólki starfandi í fjölmiðlum hér á landi hefur fækkað umtalsvert undanfarinn ártug. 2238 störfuðu við fjölmiðla árið 2013 en 731 síðastliðið sumar. Þá situr Ísland í sextánda sæti á lista Blaðamanna án landamæra sem taka út fjölmiðlafrelsi í heiminum. Hin fjögur löndin, sem veit ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla, verma fjögur efstu sæti listans. Fram kom í máli Lilju á málþinginu að hún vilji horfa til Danmerkur hvað varði umhverfi fjölmiðla. Þar séu ríkisreknu miðlarnir ekki á auglýsingamarkaði og styrkir séu veittir til einkarekinna miðla. Lilja hefur margoft lýst yfir þessari skoðun sinni en mætt mótstöðu þar sem ekki hefur náðst sátt um málið meðal ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt samþykktu fjölmiðlafrumvarpi skipta einkareknir fjölmiðlar með sér 400 milljónum króna árlega. Um er að ræða endurgreiðslu á hluta af ritstjórnarkostnaði og eru greiðslur í hlutfalli við stærð ritstjórna. Þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fjölmiðla á landsbyggðinni síðastliðið sumar. Níu fjölmiðlar skiptu með sér tíu milljónum króna. Lilja sagðist í ávarpi sínu ekki hafa komið á óvart að fjarskiptafyrirtækin Sýn og Síminn hefðu lagst gegn styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Fyrirtækin þættust of stolt til að þiggja slíka styrki að mati Lilju og hvatti hún fjölmiðlana þá einfaldlega til að skila peningunum. Málþing Rannsóknarseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur yfir til klukkan 19. Hægt er að fylgjast með í streymi á vef Blaðamannafélagsins. Meðal fyrirlesara er Ida Willig prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla sem fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Hún sagðist ánægð með að ríkisstjórnin hefði endurnýjað umboð sitt í kosningunum síðastliðið haust. Þannig verði hægt að halda áfram vinnu sem hún hafi staðið í á síðasta kjörtímabili sem hafi meðal annars skilað sér í samþykktu frumvarpi um fjölmiðlastyrki til einkarekinna miðla. Fólki starfandi í fjölmiðlum hér á landi hefur fækkað umtalsvert undanfarinn ártug. 2238 störfuðu við fjölmiðla árið 2013 en 731 síðastliðið sumar. Þá situr Ísland í sextánda sæti á lista Blaðamanna án landamæra sem taka út fjölmiðlafrelsi í heiminum. Hin fjögur löndin, sem veit ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla, verma fjögur efstu sæti listans. Fram kom í máli Lilju á málþinginu að hún vilji horfa til Danmerkur hvað varði umhverfi fjölmiðla. Þar séu ríkisreknu miðlarnir ekki á auglýsingamarkaði og styrkir séu veittir til einkarekinna miðla. Lilja hefur margoft lýst yfir þessari skoðun sinni en mætt mótstöðu þar sem ekki hefur náðst sátt um málið meðal ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt samþykktu fjölmiðlafrumvarpi skipta einkareknir fjölmiðlar með sér 400 milljónum króna árlega. Um er að ræða endurgreiðslu á hluta af ritstjórnarkostnaði og eru greiðslur í hlutfalli við stærð ritstjórna. Þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fjölmiðla á landsbyggðinni síðastliðið sumar. Níu fjölmiðlar skiptu með sér tíu milljónum króna. Lilja sagðist í ávarpi sínu ekki hafa komið á óvart að fjarskiptafyrirtækin Sýn og Síminn hefðu lagst gegn styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Fyrirtækin þættust of stolt til að þiggja slíka styrki að mati Lilju og hvatti hún fjölmiðlana þá einfaldlega til að skila peningunum. Málþing Rannsóknarseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur yfir til klukkan 19. Hægt er að fylgjast með í streymi á vef Blaðamannafélagsins. Meðal fyrirlesara er Ida Willig prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla sem fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira