Þjóðareign eða einkaeign? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 18:01 Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar. Teitur Björn Einarsson fyrrum alþingismaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra breytti þessari stöðu í grundvallaratriðum í umræðuþættinum á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar kom í fyrsta sinn fram það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að fiskimiðin væru einkaeign útgerðarinnar. Í þættinum gerði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður grein fyrir markaðsleið Viðreisnar. Andsvar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra var að staðhæfa að í því fælist þjóðnýting. Markaðsleið Viðreisnar felst sem kunnugt er í því að selja á uppboðsmarkaði fjögur til fimm prósent aflaheimilda á hverju ári til tuttugu eða tuttugu og fimm ára í senn. Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði. Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrir fram ákveðins tíma. Þegar talsmaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir að þetta sé þjóðnýting getur það ekki byggst á annarri hugsun en þeirri að núverandi kerfi feli í sér einkaeign útgerðanna á veiðiréttinum. Markaðslausn getur ekki verið þjóðnýting nema ótakmörkuð einkaeignarréttindi séu tekin af mönnum. Fram til þessa hefur enginn talsmaður Sjálfstæðisflokksins þorað að tala upphátt um þessa hugmyndafræði. Og ég trúi því vart að Teitur Björn Einarsson tali fyrir hönd allra sjálfstæðismanna. En það eru óneitanlega vatnaskil í umræðunni þegar svo áhrifamikill talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum setur fram skoðanir sem byggja á þeirri hugmyndafræði að veiðirétturinn sé ótakmörkuð einkaeignarréttindi útgerðanna. Í vor sem leið stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn að stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um þjóðareign auðlinda fengi þinglega meðferð. Viðreisn var tilbúin til að samþykkja frumvarpið að því tilskildu að nýtingarrétturinn yrði tímabundinn, eins og gildir um allar aðrar auðlindir í þjóðareign en sjávarauðlindina. Ummæli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra benda til þess að í raun hafi ekki verið eining í Sjálfstæðisflokknum um að stjórnarskrárverja þjóðareignarhugtakið. VG kaus að fylgja fremur þeim öfgasjónarmiðum en gera málamiðlun gagnvart Viðreisn. Það segir kannski enn meiri sögu. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Sjávarútvegur Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar. Teitur Björn Einarsson fyrrum alþingismaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra breytti þessari stöðu í grundvallaratriðum í umræðuþættinum á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar kom í fyrsta sinn fram það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að fiskimiðin væru einkaeign útgerðarinnar. Í þættinum gerði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður grein fyrir markaðsleið Viðreisnar. Andsvar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra var að staðhæfa að í því fælist þjóðnýting. Markaðsleið Viðreisnar felst sem kunnugt er í því að selja á uppboðsmarkaði fjögur til fimm prósent aflaheimilda á hverju ári til tuttugu eða tuttugu og fimm ára í senn. Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði. Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrir fram ákveðins tíma. Þegar talsmaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir að þetta sé þjóðnýting getur það ekki byggst á annarri hugsun en þeirri að núverandi kerfi feli í sér einkaeign útgerðanna á veiðiréttinum. Markaðslausn getur ekki verið þjóðnýting nema ótakmörkuð einkaeignarréttindi séu tekin af mönnum. Fram til þessa hefur enginn talsmaður Sjálfstæðisflokksins þorað að tala upphátt um þessa hugmyndafræði. Og ég trúi því vart að Teitur Björn Einarsson tali fyrir hönd allra sjálfstæðismanna. En það eru óneitanlega vatnaskil í umræðunni þegar svo áhrifamikill talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum setur fram skoðanir sem byggja á þeirri hugmyndafræði að veiðirétturinn sé ótakmörkuð einkaeignarréttindi útgerðanna. Í vor sem leið stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn að stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um þjóðareign auðlinda fengi þinglega meðferð. Viðreisn var tilbúin til að samþykkja frumvarpið að því tilskildu að nýtingarrétturinn yrði tímabundinn, eins og gildir um allar aðrar auðlindir í þjóðareign en sjávarauðlindina. Ummæli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra benda til þess að í raun hafi ekki verið eining í Sjálfstæðisflokknum um að stjórnarskrárverja þjóðareignarhugtakið. VG kaus að fylgja fremur þeim öfgasjónarmiðum en gera málamiðlun gagnvart Viðreisn. Það segir kannski enn meiri sögu. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun