Þar unnu Haukakonur mikilvægan sigur og var hann afar sannfærandi þar sem lokatölur urðu 57-86.
Njarðvík byrjaði reyndar betur en eftir fyrsta leikhluta tóku Haukar leikinn yfir og unnu afar öruggan sigur. Keira Robinson var atkvæðamest Haukakvenna með 27 stig en Aliyah A'taeya Collier skoraði mest Njarðvíkinga eða fimmtán stig.
Á sama tíma vann Valur yfirburðasigur á Grindavík að Hlíðarenda, 86-33.
Hallveig Jónsdóttir var stigahæst Valskvenna með átján stig.