Brotlending ábyrgrar fjármálastjórnar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. mars 2022 07:00 Síendurtekin mantra sjálfstæðismanna í Garðabæ um ábyrga fjármálastjórn reynist enn og aftur innihaldslaus. Núna horfa hinir ábyrgu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins framhjá reglum um útboð og það ekki í fyrsta sinn. Hvernig hægt er að kenna slíkt við ábyrgð er óskiljanlegt. Nýverið ákvað meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ að fara ekki með samningsgerð um færanlegar húsaeiningar fyrir leikskóla í útboð, eins og lög um opinber innkaup kveða á um. Þess í stað var öðru sinni samið við ákveðið fyrirtæki um leigu á færanlegum einingum og nema viðskiptin við það fyrirtæki nú hálfum milljarði króna. Það reynist hverjum sem er erfitt að skilja ábyrgðina, sem kemur í veg fyrir að svo stór viðskipti fari í útboð. Lögum samkvæmt ber að bjóða út öll kaup á þjónustu og vöru sem fer yfir 49 milljónir kr. viðmið. Meirihlutinn í Garðabæ getur sannarlega ekki borið fyrir sig að hann hafi verið innan viðmiðunarmarka í verði, þegar samið var um færanlegu einingarnar. Á bæjarstjórnarfundi var ekki hægt að skilja fulltrúa meirihlutans öðruvísi en svo, að útboð væri einfaldlega of mikið vesen, flókið og tímafrekt. Auðvitað er miklu þægilegra fyrir bæjarfulltrúana að losna við slíkt vesen og ráða einfaldlega öllu í krafti meirihlutans, en slíka hegðun er ekki hægt að skreyta með orðum um fagleg vinnubrögð og ábyrga stjórnun. Sá meirihluti, sem vill öllu ráða, á líka bágt með að botna í hvers vegna fulltrúi minnihlutans vill taka afstöðu til mála út frá sömu gögnum og meirihlutinn sjálfur styðst við. Vísað var til lögfræðiálits, sem var sagt hafa skipt sköpum við ákvörðun þeirra um kaup á vöru án útboðs. Sams konar kaup af sama fyrirtæki höfðu áður verið gagnrýnd af minnihlutanum og hefði mátt ætla að tryggt yrði, að fenginni reynslu, að allir bæjarfulltrúar hefðu aðgang að sömu upplýsingum. Það var ekki gert. Þar ber bæjarstjórinn þyngstu upplýsingaskylduna. Sofið á verðinum Á kjörtímabilinu hafa sjálfstæðismenn sofnað á verðinum. Íbúum Garðabæjar hefur fjölgað hratt án þess að hugað hafi verið að uppbyggingu innviða, eins og leikskóla. Margt ungt fólk hefur sest að í nýju hverfi, Urriðaholti, fullt eftirvæntingar vegna annarrar möntru sjálfstæðismanna sem hljómað hefur um all langt skeið, um framúrskarandi þjónustu í leikskólamálum. Í stað þess að tryggja kjarnaþjónustu fyrir barnafjölskyldur voru peningarnir settir í annað og nú hefur risið eitt allra glæsilegasta íþróttamannvirki landsins. Auðvitað erum við ánægð með húsið og það kemur sannarlega að góðum notum. En því miður var forgangsröðunin ekki í þágu barnafjölskyldnanna. Vandinn í Garðabæ er ekki bág fjárhagsleg staða sveitarfélagsins, langt því frá. Garðabær er ríkt sveitarfélag, en meirihlutinn sem setið hefur við völd er hins vegar gjaldþrota. Hann missti sjónar á því sem máli skiptir, gleymdi að yfirlýsingar um ábyrgð þurfa að standast samanburð við verkin og fylgdi ekki eftir þeirri þróun, sem íbúar kölluðu eftir. Íbúar vilja og eiga rétt á að fá kjarnaþjónustu í sínu sveitarfélagi. Til að tryggja þá þjónustu þarf að forgangsraða í þágu íbúanna. Og taka ákvarðanir sem komast þeim best, jafnvel þótt það sé tímafrekt og flókið vesen að einhverra mati. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Síendurtekin mantra sjálfstæðismanna í Garðabæ um ábyrga fjármálastjórn reynist enn og aftur innihaldslaus. Núna horfa hinir ábyrgu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins framhjá reglum um útboð og það ekki í fyrsta sinn. Hvernig hægt er að kenna slíkt við ábyrgð er óskiljanlegt. Nýverið ákvað meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ að fara ekki með samningsgerð um færanlegar húsaeiningar fyrir leikskóla í útboð, eins og lög um opinber innkaup kveða á um. Þess í stað var öðru sinni samið við ákveðið fyrirtæki um leigu á færanlegum einingum og nema viðskiptin við það fyrirtæki nú hálfum milljarði króna. Það reynist hverjum sem er erfitt að skilja ábyrgðina, sem kemur í veg fyrir að svo stór viðskipti fari í útboð. Lögum samkvæmt ber að bjóða út öll kaup á þjónustu og vöru sem fer yfir 49 milljónir kr. viðmið. Meirihlutinn í Garðabæ getur sannarlega ekki borið fyrir sig að hann hafi verið innan viðmiðunarmarka í verði, þegar samið var um færanlegu einingarnar. Á bæjarstjórnarfundi var ekki hægt að skilja fulltrúa meirihlutans öðruvísi en svo, að útboð væri einfaldlega of mikið vesen, flókið og tímafrekt. Auðvitað er miklu þægilegra fyrir bæjarfulltrúana að losna við slíkt vesen og ráða einfaldlega öllu í krafti meirihlutans, en slíka hegðun er ekki hægt að skreyta með orðum um fagleg vinnubrögð og ábyrga stjórnun. Sá meirihluti, sem vill öllu ráða, á líka bágt með að botna í hvers vegna fulltrúi minnihlutans vill taka afstöðu til mála út frá sömu gögnum og meirihlutinn sjálfur styðst við. Vísað var til lögfræðiálits, sem var sagt hafa skipt sköpum við ákvörðun þeirra um kaup á vöru án útboðs. Sams konar kaup af sama fyrirtæki höfðu áður verið gagnrýnd af minnihlutanum og hefði mátt ætla að tryggt yrði, að fenginni reynslu, að allir bæjarfulltrúar hefðu aðgang að sömu upplýsingum. Það var ekki gert. Þar ber bæjarstjórinn þyngstu upplýsingaskylduna. Sofið á verðinum Á kjörtímabilinu hafa sjálfstæðismenn sofnað á verðinum. Íbúum Garðabæjar hefur fjölgað hratt án þess að hugað hafi verið að uppbyggingu innviða, eins og leikskóla. Margt ungt fólk hefur sest að í nýju hverfi, Urriðaholti, fullt eftirvæntingar vegna annarrar möntru sjálfstæðismanna sem hljómað hefur um all langt skeið, um framúrskarandi þjónustu í leikskólamálum. Í stað þess að tryggja kjarnaþjónustu fyrir barnafjölskyldur voru peningarnir settir í annað og nú hefur risið eitt allra glæsilegasta íþróttamannvirki landsins. Auðvitað erum við ánægð með húsið og það kemur sannarlega að góðum notum. En því miður var forgangsröðunin ekki í þágu barnafjölskyldnanna. Vandinn í Garðabæ er ekki bág fjárhagsleg staða sveitarfélagsins, langt því frá. Garðabær er ríkt sveitarfélag, en meirihlutinn sem setið hefur við völd er hins vegar gjaldþrota. Hann missti sjónar á því sem máli skiptir, gleymdi að yfirlýsingar um ábyrgð þurfa að standast samanburð við verkin og fylgdi ekki eftir þeirri þróun, sem íbúar kölluðu eftir. Íbúar vilja og eiga rétt á að fá kjarnaþjónustu í sínu sveitarfélagi. Til að tryggja þá þjónustu þarf að forgangsraða í þágu íbúanna. Og taka ákvarðanir sem komast þeim best, jafnvel þótt það sé tímafrekt og flókið vesen að einhverra mati. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun