Svíar stórauka framlög sín til varnarmála Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 09:01 Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að til standi að stórauka framlög til varnarmála og að miðað verði við að tvö prósent af vergri landsframleiðslu verði lögð til málaflokksins. Þá verður fleirum gert að gegna herskyldu. Um sama hlutfall er að ræða og NATO hefur hvatt aðildarríki sín til að leggja í varnarmál, en Svíþjóð er ekki aðili að bandalaginu. Framlög Svía til varnarmála voru 61 milljarður sænskra króna á síðasta ári. Sé miðað við tvö prósent af vergri landsframleiðslu yrðu framlögin 108 milljarðar sænskra króna. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í morgun að um gríðarlega útgjaldaaukningu væri að ræða sem einungis sé hægt bera saman við þá sem varð á sjötta áratug síðustu aldar. Svíar lögðu síðast tvö prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála undir lok tíunda áratugarins, en ástæða aukinna útgjalda til varnarmála nú er ástandið í Úkraínu og austurhluta Evrópu. Forsætisráðherrann Magdalena Andersson segist vona að hægt verði að auka framlögin „eins fljótt og auðið er“, en Hultqvist segir að það komi til með að taka tíma að byggja upp herinn. Fylgja í fórspor Dana Danska ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að hún ætli sér einnig að stórauka framlög sín til varnarmála og sömuleiðis taka upp viðræður við Bandaríkin um varnarsamstarf sem gæti að falið í sér að bandarískir hermenn gætu stigið á danska jörð. Þá hefur sömuleiðis verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku í júní um hvort að Danir eigi að hefja þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins, en Danmörk er nú eina aðildarríki sambandsins sem stendur utan þess. Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Um sama hlutfall er að ræða og NATO hefur hvatt aðildarríki sín til að leggja í varnarmál, en Svíþjóð er ekki aðili að bandalaginu. Framlög Svía til varnarmála voru 61 milljarður sænskra króna á síðasta ári. Sé miðað við tvö prósent af vergri landsframleiðslu yrðu framlögin 108 milljarðar sænskra króna. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í morgun að um gríðarlega útgjaldaaukningu væri að ræða sem einungis sé hægt bera saman við þá sem varð á sjötta áratug síðustu aldar. Svíar lögðu síðast tvö prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála undir lok tíunda áratugarins, en ástæða aukinna útgjalda til varnarmála nú er ástandið í Úkraínu og austurhluta Evrópu. Forsætisráðherrann Magdalena Andersson segist vona að hægt verði að auka framlögin „eins fljótt og auðið er“, en Hultqvist segir að það komi til með að taka tíma að byggja upp herinn. Fylgja í fórspor Dana Danska ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að hún ætli sér einnig að stórauka framlög sín til varnarmála og sömuleiðis taka upp viðræður við Bandaríkin um varnarsamstarf sem gæti að falið í sér að bandarískir hermenn gætu stigið á danska jörð. Þá hefur sömuleiðis verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku í júní um hvort að Danir eigi að hefja þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins, en Danmörk er nú eina aðildarríki sambandsins sem stendur utan þess.
Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49