Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2022 14:42 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands hefur ekki tjáð sig um afstöðu sína gagnvart inngöngu í NATO eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Getty/Thierry Monasse Meira en sextíu prósent Finna eru hlynnt inngöngu í Atlantshafsbandalagið, NATO, og aðeins sextán prósent þeirra eru mótfallnir því. Stuðningur við innöngu hefur aukist gríðarlega frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Finnska ríkisútvarpið hefur birt niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 62 prósent Finna séu nú hlynnt inngöngu í NATO. Aukningin er gríðarleg frá síðustu könnun ríkisútvarpsins sem gerð var þegar innrásin hófst. Niðurstöður þeirrar könnunar voru birtar 28. febrúar síðastliðinn en þá voru 53 prósent Finna hlynnt inngöngu í bandalagið. 21 prósent þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki með né á móti inngöngu. Fram kemur í frétt finnska ríkisútvarpsins að afstaða Finna til inngöngu í NATO hafi breyst mjög hratt. Vísað er þar til svipaðrar könnunar sem finnska dagblaðið Helsingin Sanomat birti í febrúar en þá voru 43 prósent svarenda hlynnt inngöngu. Í könnun ríkisútvarpsins sem gerð var 2017 þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í NATO voru aðeins nítján prósent svarenda hlynnt inngöngu í bandalagið. Fram kemur í fréttinni að 1.378 Finnar hafi tekið þátt í könnuninni, sem fór fram dagana 9. til 11. mars. Þá séu karlmenn hlynntari inngöngu í bandalagið en konur en stuðningurinn hafi aukist bæði meðal kvenna og karla frá síðustu könnun. Þá er stuðningur meiri meðal eldra fólks en yngra. Rússar hóta hernaðaraðgerðum gangi Finnar og Svíar í NATO Í könnuninni var einnig spurt hver afstaða fólks til inngöngu í NATO væri ef Svíþjóð myndi óska eftir inngöngu í NATO. Í því tilviki svöruðu 77 prósent svarenda að þau væru hlynnt inngöngu í bandalagið. Finnland er það land í Evrópu sem á lengstu landamærin að Rússlandi eða rúma 1.300 kílómetra. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst vöruðu rússnesk yfirvöld Finna og Svía við því að gengju þeir í NATO þá myndu þau þurfa að glíma við alvarlegar hernaðarlegar og pólitískar afleiðingar. „Finnland og Svíþjóð ættu ekki að byggja öryggi sitt á því að minnka öryggi annarra ríkja. Innganga þeirra í NATO gæti haft alvarlegar afleiðingar og þeir átt von á hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum,“ sagði Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í yfirlýsingu 25. febrúar. Yfirlýsing hennar var svo ítrekuð af utanríkisráðuneyti Rússlands í tísti sem birtist sama dag. 💬#Zakharova: We regard the Finnish government’s commitment to a military non-alignment policy as an important factor in ensuring security and stability in northern Europe. ☝️Finland’s accession to @NATO would have serious military and political repercussions. pic.twitter.com/eCY5oG23rL— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) February 25, 2022 NATO Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Svíþjóð Hernaður Tengdar fréttir „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Finnska ríkisútvarpið hefur birt niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 62 prósent Finna séu nú hlynnt inngöngu í NATO. Aukningin er gríðarleg frá síðustu könnun ríkisútvarpsins sem gerð var þegar innrásin hófst. Niðurstöður þeirrar könnunar voru birtar 28. febrúar síðastliðinn en þá voru 53 prósent Finna hlynnt inngöngu í bandalagið. 21 prósent þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki með né á móti inngöngu. Fram kemur í frétt finnska ríkisútvarpsins að afstaða Finna til inngöngu í NATO hafi breyst mjög hratt. Vísað er þar til svipaðrar könnunar sem finnska dagblaðið Helsingin Sanomat birti í febrúar en þá voru 43 prósent svarenda hlynnt inngöngu. Í könnun ríkisútvarpsins sem gerð var 2017 þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í NATO voru aðeins nítján prósent svarenda hlynnt inngöngu í bandalagið. Fram kemur í fréttinni að 1.378 Finnar hafi tekið þátt í könnuninni, sem fór fram dagana 9. til 11. mars. Þá séu karlmenn hlynntari inngöngu í bandalagið en konur en stuðningurinn hafi aukist bæði meðal kvenna og karla frá síðustu könnun. Þá er stuðningur meiri meðal eldra fólks en yngra. Rússar hóta hernaðaraðgerðum gangi Finnar og Svíar í NATO Í könnuninni var einnig spurt hver afstaða fólks til inngöngu í NATO væri ef Svíþjóð myndi óska eftir inngöngu í NATO. Í því tilviki svöruðu 77 prósent svarenda að þau væru hlynnt inngöngu í bandalagið. Finnland er það land í Evrópu sem á lengstu landamærin að Rússlandi eða rúma 1.300 kílómetra. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst vöruðu rússnesk yfirvöld Finna og Svía við því að gengju þeir í NATO þá myndu þau þurfa að glíma við alvarlegar hernaðarlegar og pólitískar afleiðingar. „Finnland og Svíþjóð ættu ekki að byggja öryggi sitt á því að minnka öryggi annarra ríkja. Innganga þeirra í NATO gæti haft alvarlegar afleiðingar og þeir átt von á hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum,“ sagði Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í yfirlýsingu 25. febrúar. Yfirlýsing hennar var svo ítrekuð af utanríkisráðuneyti Rússlands í tísti sem birtist sama dag. 💬#Zakharova: We regard the Finnish government’s commitment to a military non-alignment policy as an important factor in ensuring security and stability in northern Europe. ☝️Finland’s accession to @NATO would have serious military and political repercussions. pic.twitter.com/eCY5oG23rL— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) February 25, 2022
NATO Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Svíþjóð Hernaður Tengdar fréttir „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47
Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26