„Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. mars 2022 21:06 Hildur Björk Hörpudóttir. Vísir/Vilhelm Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. „Erfiðustu fordómarnir sem við lendum í eru þegar börnin okkar lenda í fordómum í skóla eða annars staðar, það snertir mann erfiðast,“ segir Guðlaugur Kristmundsson en hann er fósturforeldri tveggja barna. „Það gerist kannski í skólastarfi að börn útskúfast meðvitað eða ómeðvitað hjá börnum.“ Fósturbarn er ekki vandræðabarn Hann segir að margir sem hitta fósturbarn telji sjálfkrafa að þetta sé vandræðabarn, „Að þetta barn sé með óæskilega hegðun eða hafi komið sér í vandræði, þegar raunin er að aðstæður barnsins voru ómögulegar. Annað hvort skaðandi fyrir barnið eða það var ekki verið að veita því öryggi eða örvun.“ Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um áskoranirnar sem fylgja því að taka barn í fóstur. Áskoranirnar geta verið margar og í þættinum velta þau fyrir sér nokkrum sem eru oft áberandi. Þau ræða meðal annars um fordóma sem fósturfjölskyldur og fósturbörn geta orðið fyrir. Fordóma varðandi það sem börnin hafa gengið í gegnum sem einhvers konar stimpil á þau eða þeirra hegðun. Fordóma gagnvart fjölskyldu samsetningu fósturfjölskyldna og margt fleira. „Þarna gleymist svo oft að þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna, þau báðu aldrei um þetta. Þau báðu ekki um að fara í þessar aðstæður, það biður ekkert barn um að fá að vera fósturbarn,“ útskýrir Hildur Björk Hörpudóttir. Verstu Barnaverndarmálin Hildur þekkir fósturkerfið vel, bæði sem fósturbarn og sem fósturforeldri nokkurra barna og segir að fullorðið fólk sé ekki að ræða mikið að það hafi verið fósturbarn af ótta við að fá einhvern stimpil. „Það þýðir að eitthvað var ekki rétt í kringum þig.“ segir Hildur. „Við verðum að vona að uppkomin fósturbörn fari að tala,“ bætir Guðlaugur við. Hann segir mikilvægt að talað sé við fósturforeldra og að Félag fósturforeldra sé tekið alvarlega af hinu opinbera. „Við erum að takast á við verstu Barnaverndarmálin, málin sem ekki var hægt að leiðrétta eða styðja inni á heimilunum.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fósturfjölskyldur - Áskoranir Þau ræða í þættinum hvaða stuðning Félag fósturforeldra hafi til úrræða og hvort að hann sé hreinlega nægur. Þau nefna mikilvægi þess að rannsaka líðan og stöðu fósturfjölskyldna. Einnig fara þau yfir þær stoðir sem getur farið að hrikta í við komu fósturbarna eins og starfsframa, tekjur, hjónabandið eða heilsan jafnvel. Þau ræða pressuna sem fylgir því að fá aðdáun fyrir það að taka barn í fóstur; að þau séu dugleg, góðhjörtuð og svo framvegis. Hafa þau þá leyfi til að gera mistök, vera úrillir foreldrar eða hvað? Og hvað fá þau eiginlega greitt fyrir að taka barn í fóstur? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Börn og uppeldi Fósturfjölskyldur Tengdar fréttir Fósturforeldrar fá ekki fæðingarorlof og þurfa að redda sér „Ekkert fósturbarn kemur í líf okkar án þess að hafa upplifað áföll,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir. Það er því ekki óalgengt að fósturbörn séu að kljást við einhvers konar áfallastreituröskun þegar þau koma inn á heimilið. 10. mars 2022 12:46 Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21 Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Erfiðustu fordómarnir sem við lendum í eru þegar börnin okkar lenda í fordómum í skóla eða annars staðar, það snertir mann erfiðast,“ segir Guðlaugur Kristmundsson en hann er fósturforeldri tveggja barna. „Það gerist kannski í skólastarfi að börn útskúfast meðvitað eða ómeðvitað hjá börnum.“ Fósturbarn er ekki vandræðabarn Hann segir að margir sem hitta fósturbarn telji sjálfkrafa að þetta sé vandræðabarn, „Að þetta barn sé með óæskilega hegðun eða hafi komið sér í vandræði, þegar raunin er að aðstæður barnsins voru ómögulegar. Annað hvort skaðandi fyrir barnið eða það var ekki verið að veita því öryggi eða örvun.“ Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um áskoranirnar sem fylgja því að taka barn í fóstur. Áskoranirnar geta verið margar og í þættinum velta þau fyrir sér nokkrum sem eru oft áberandi. Þau ræða meðal annars um fordóma sem fósturfjölskyldur og fósturbörn geta orðið fyrir. Fordóma varðandi það sem börnin hafa gengið í gegnum sem einhvers konar stimpil á þau eða þeirra hegðun. Fordóma gagnvart fjölskyldu samsetningu fósturfjölskyldna og margt fleira. „Þarna gleymist svo oft að þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna, þau báðu aldrei um þetta. Þau báðu ekki um að fara í þessar aðstæður, það biður ekkert barn um að fá að vera fósturbarn,“ útskýrir Hildur Björk Hörpudóttir. Verstu Barnaverndarmálin Hildur þekkir fósturkerfið vel, bæði sem fósturbarn og sem fósturforeldri nokkurra barna og segir að fullorðið fólk sé ekki að ræða mikið að það hafi verið fósturbarn af ótta við að fá einhvern stimpil. „Það þýðir að eitthvað var ekki rétt í kringum þig.“ segir Hildur. „Við verðum að vona að uppkomin fósturbörn fari að tala,“ bætir Guðlaugur við. Hann segir mikilvægt að talað sé við fósturforeldra og að Félag fósturforeldra sé tekið alvarlega af hinu opinbera. „Við erum að takast á við verstu Barnaverndarmálin, málin sem ekki var hægt að leiðrétta eða styðja inni á heimilunum.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fósturfjölskyldur - Áskoranir Þau ræða í þættinum hvaða stuðning Félag fósturforeldra hafi til úrræða og hvort að hann sé hreinlega nægur. Þau nefna mikilvægi þess að rannsaka líðan og stöðu fósturfjölskyldna. Einnig fara þau yfir þær stoðir sem getur farið að hrikta í við komu fósturbarna eins og starfsframa, tekjur, hjónabandið eða heilsan jafnvel. Þau ræða pressuna sem fylgir því að fá aðdáun fyrir það að taka barn í fóstur; að þau séu dugleg, góðhjörtuð og svo framvegis. Hafa þau þá leyfi til að gera mistök, vera úrillir foreldrar eða hvað? Og hvað fá þau eiginlega greitt fyrir að taka barn í fóstur? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Börn og uppeldi Fósturfjölskyldur Tengdar fréttir Fósturforeldrar fá ekki fæðingarorlof og þurfa að redda sér „Ekkert fósturbarn kemur í líf okkar án þess að hafa upplifað áföll,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir. Það er því ekki óalgengt að fósturbörn séu að kljást við einhvers konar áfallastreituröskun þegar þau koma inn á heimilið. 10. mars 2022 12:46 Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21 Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Fósturforeldrar fá ekki fæðingarorlof og þurfa að redda sér „Ekkert fósturbarn kemur í líf okkar án þess að hafa upplifað áföll,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir. Það er því ekki óalgengt að fósturbörn séu að kljást við einhvers konar áfallastreituröskun þegar þau koma inn á heimilið. 10. mars 2022 12:46
Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21
Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00