Overmars fljótur að finna sér nýtt starf þrátt fyrir óviðeigandi hegðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 17:31 Marc Overmars var ekki lengi atvinnulaus en færir sig yfir frá Hollandi til Belgíu. Getty/Gerrit van Keulen Hollenska knattspyrnugoðsögnin Marc Overmars var ekki lengi að finna sér nýtt starf í fótboltaheiminum þrátt fyrir að hafa yfirgefið Ajax með skömm fyrir aðeins meira en mánuði síðan. Overmars er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Royal Antwerp FC. Hinn 48 ára gamli Overmars missti starfið sitt hjá Ajax eftir að hafa orðið uppvís að því að sendi óviðeigandi skilaboð og myndir til kvenkyns starfsmanna félagsins. Antwerp appoint Marc Overmars despite inappropriate behaviour at Ajax https://t.co/SP5dygtZXC— Guardian sport (@guardian_sport) March 21, 2022 Overmars sendi skilaboðin á fjölmargar konur innan félagsins en hefur viðkennt að hegðun hans hafi verið óásættanleg. Þegar Royal Antwerp kynnti Overmars til leiks þá sagði hann að tekið hafi verið á hans málum hjá Ajax og að þetta mál hafi ekki haft áhrif á viðræður hans við belgíska félagið. „Það sem gerðist hjá Ajax mun ekki gerast aftur. Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Þetta er nýr kafli fyrir mig. Falleg áskorun hjá félagi sem ég tel að eigi tækifæri til að vaxa,“ sagði Marc Overmars. Sven Jaecques, framkvæmdastjóri Antwerp, sagðist ekki hafa rætt um ráðningu Overmars við kvenkyns starfsmenn félagsins og talaði um að það væri mikilvægt að gefa fólki annað tækifæri. Overmars spilaði með Ajax frá 1992 til 1997 og gerðist síðan tæknilegur ráðgjafi árið 2012. Hann var með samning til ársins 2026 þegar hann var látinn fara. Overmars er þekktastur fyrir árin síns hjá Arsenal (1997-2000) og Barcelona (2000-04) en hann lék alls 86 landsleiki fyrir Hollendinga frá 1993 til 2004. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Overmars er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Royal Antwerp FC. Hinn 48 ára gamli Overmars missti starfið sitt hjá Ajax eftir að hafa orðið uppvís að því að sendi óviðeigandi skilaboð og myndir til kvenkyns starfsmanna félagsins. Antwerp appoint Marc Overmars despite inappropriate behaviour at Ajax https://t.co/SP5dygtZXC— Guardian sport (@guardian_sport) March 21, 2022 Overmars sendi skilaboðin á fjölmargar konur innan félagsins en hefur viðkennt að hegðun hans hafi verið óásættanleg. Þegar Royal Antwerp kynnti Overmars til leiks þá sagði hann að tekið hafi verið á hans málum hjá Ajax og að þetta mál hafi ekki haft áhrif á viðræður hans við belgíska félagið. „Það sem gerðist hjá Ajax mun ekki gerast aftur. Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Þetta er nýr kafli fyrir mig. Falleg áskorun hjá félagi sem ég tel að eigi tækifæri til að vaxa,“ sagði Marc Overmars. Sven Jaecques, framkvæmdastjóri Antwerp, sagðist ekki hafa rætt um ráðningu Overmars við kvenkyns starfsmenn félagsins og talaði um að það væri mikilvægt að gefa fólki annað tækifæri. Overmars spilaði með Ajax frá 1992 til 1997 og gerðist síðan tæknilegur ráðgjafi árið 2012. Hann var með samning til ársins 2026 þegar hann var látinn fara. Overmars er þekktastur fyrir árin síns hjá Arsenal (1997-2000) og Barcelona (2000-04) en hann lék alls 86 landsleiki fyrir Hollendinga frá 1993 til 2004.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira