„Ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2022 10:31 Eyrún hefur glím við sjúkdóminn frá unglingsaldri. Eyrún Telma Jónsdóttir er nýbúin í aðgerð þar sem legið, eggjaleiðarar og leghálsinn var fjarlægður vegna endómetríósu sem Eyrún hefur glímt við frá því að hún var unglingur. Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á hennar líf og lífsgæði, sjúkdómurinn er krónískur og sársaukafullur sem 5 til 10 prósent kvenna glíma við. Eyrún segir mikilvægt að hlustað sé á konur sem leita til lækna vegna endómetríósu og sjúkdómurinn sé oft vanmetin. Hún fékk loks almennilega greiningu 22 ára og segir hún að það hafi verið áfall og þá einna þess vegna þess að sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Eva Laufey ræddi við Eyrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var búin að hafa skrýtna tilfinningu frá því að ég var unglingur um það að ég gæti ekki eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Ég fæ greininguna og ári seinna byrjum við að reyna eignast börn því við hugsuðum að þetta þyrfti frekar að gerast fyrr en seinna,“ segir Eyrún en hún og eiginmaðurinn hennar Rúnar reyndu í þrjú ár án árangurs að eignast barn en það heppnaðist síðan þegar þau fóru í glasafrjóvgun og eignuðust þau þá tvíbura. „Ég varð alveg töluvert verri eftir fæðinguna og í raun miklu verra. Svo eftir bólusetningarnar magnaðist þetta miklu meira upp. Þetta eru rosalega mikil óþægindi í kringum kviðarsvæðið. Það er svo ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka. Ef þetta var ekki eins og brjálæðislega miklir túrverkir þá var þetta eins og hríðarverkir, eða miklir meltingarverkir eða allt stíflast upp eða þú ert á klósettinu allan daginn. Svo viku seinna koma gríðarlegir egglosverkir og maður fær eiginlega enga pásu, það koma svo fáir góðir dagar.“ Eyrún komst að hjá Endóteymi Landspítala en biðtíminn er um átta mánuðir. Hennar tilfelli var metið alvarlegt og talið líklega að hún þyrfti á aðgerð að halda. En svörin voru samt sem áður óskýr. „Mig langaði mest að komast að í aðgerð hjá Landspítalanum því það er niðurgreitt en ég bókaði samt tíma á Klíníkinni og rædd þar við Jón Ívar sem er sérfræðingur í þessum málaflokki. Ég vissi að ég þyrfti á aðgerð að halda en vissi samt líka að ég hafði ekki peninginn til þess,“ segir Eyrún en sjúkratryggingar niðurgreiða ekki aðgerðir Jóns Ívars. „Ég er svo heppin að ég á svo ótrúlega vini og fjölskyldu og þær bjuggu til styrktarhóp fyrir mig, án minnar vitundar og mættu einn daginn heim til mín með kvittun frá Klíkinni upp á 1,2 milljónir. Þetta var algjörlega ómetanlegt og yfirþyrmandi fyrir mig. Algjörlega ólýsanleg tilfinning.“ Núna eru tvær vikur frá aðgerð og finnur Eyrún gríðarlegan mun á sér. Ísland í dag Kvenheilsa Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á hennar líf og lífsgæði, sjúkdómurinn er krónískur og sársaukafullur sem 5 til 10 prósent kvenna glíma við. Eyrún segir mikilvægt að hlustað sé á konur sem leita til lækna vegna endómetríósu og sjúkdómurinn sé oft vanmetin. Hún fékk loks almennilega greiningu 22 ára og segir hún að það hafi verið áfall og þá einna þess vegna þess að sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Eva Laufey ræddi við Eyrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var búin að hafa skrýtna tilfinningu frá því að ég var unglingur um það að ég gæti ekki eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Ég fæ greininguna og ári seinna byrjum við að reyna eignast börn því við hugsuðum að þetta þyrfti frekar að gerast fyrr en seinna,“ segir Eyrún en hún og eiginmaðurinn hennar Rúnar reyndu í þrjú ár án árangurs að eignast barn en það heppnaðist síðan þegar þau fóru í glasafrjóvgun og eignuðust þau þá tvíbura. „Ég varð alveg töluvert verri eftir fæðinguna og í raun miklu verra. Svo eftir bólusetningarnar magnaðist þetta miklu meira upp. Þetta eru rosalega mikil óþægindi í kringum kviðarsvæðið. Það er svo ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka. Ef þetta var ekki eins og brjálæðislega miklir túrverkir þá var þetta eins og hríðarverkir, eða miklir meltingarverkir eða allt stíflast upp eða þú ert á klósettinu allan daginn. Svo viku seinna koma gríðarlegir egglosverkir og maður fær eiginlega enga pásu, það koma svo fáir góðir dagar.“ Eyrún komst að hjá Endóteymi Landspítala en biðtíminn er um átta mánuðir. Hennar tilfelli var metið alvarlegt og talið líklega að hún þyrfti á aðgerð að halda. En svörin voru samt sem áður óskýr. „Mig langaði mest að komast að í aðgerð hjá Landspítalanum því það er niðurgreitt en ég bókaði samt tíma á Klíníkinni og rædd þar við Jón Ívar sem er sérfræðingur í þessum málaflokki. Ég vissi að ég þyrfti á aðgerð að halda en vissi samt líka að ég hafði ekki peninginn til þess,“ segir Eyrún en sjúkratryggingar niðurgreiða ekki aðgerðir Jóns Ívars. „Ég er svo heppin að ég á svo ótrúlega vini og fjölskyldu og þær bjuggu til styrktarhóp fyrir mig, án minnar vitundar og mættu einn daginn heim til mín með kvittun frá Klíkinni upp á 1,2 milljónir. Þetta var algjörlega ómetanlegt og yfirþyrmandi fyrir mig. Algjörlega ólýsanleg tilfinning.“ Núna eru tvær vikur frá aðgerð og finnur Eyrún gríðarlegan mun á sér.
Ísland í dag Kvenheilsa Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira