Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2022 13:18 Ríkharður Daðason keypti bréfin í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Vísir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila en Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Auk Ríkharðs keyptu minnst tveir aðrir aðilar tengdir stjórn og yfirstjórn bankans hluti í útboðinu. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar 11 milljónir. Hlutirnir voru allir keyptir á genginu 117 krónur líkt og önnur viðskipti í útboði Bankasýslunnar þar sem 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka var selt til fagfjárfesta. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa í Íslandsbanka komið í 124,6 krónur á hlut og var því 6,5% hærra en söluverð bankans í útboðinu. Var samanlagt virði þeirra hluta sem þremenningarnir festu kaup á því komið í 99,15 milljónir króna í gær, eða rúmum sex milljónum króna yfir kaupverði þeirra. Verð bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað aftur það sem af er degi og stendur í 123,8 krónum. Skuldsetning félagsins veki upp spurningar Ríkharður Daðason keypti bréfin í Íslandsbanka í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því á Alþingi í dag að nýjasti birti ársreikningur eignarhaldsfélagsins sýni að í lok 2020 hafi það verið með neikvætt eigið fé upp á 135 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir við tengda aðila upp á tæpar 122 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem vekur upp spurningar um það hvernig fagfjárfestar voru valdir. Þetta og ýmislegt fleira er eitthvað sem við þurfum að ræða í þessum þingsal,“ sagði Jóhann Páll. Einungis stóð takmörkuðum hópi fagfjárfesta til boða að taka þátt í útboði Bankasýslunnar á þriðjudag. Mjög takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar um þátttakendur í útboðinu fram að þessu. Búist er við að upplýst verði um kaupendur eftir að viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir aukinni umræðu um söluna á hlutum ríkissjóðs á þinginu og hefur forseti Alþingis orðið við þeirri kröfu. Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila en Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Auk Ríkharðs keyptu minnst tveir aðrir aðilar tengdir stjórn og yfirstjórn bankans hluti í útboðinu. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar 11 milljónir. Hlutirnir voru allir keyptir á genginu 117 krónur líkt og önnur viðskipti í útboði Bankasýslunnar þar sem 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka var selt til fagfjárfesta. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa í Íslandsbanka komið í 124,6 krónur á hlut og var því 6,5% hærra en söluverð bankans í útboðinu. Var samanlagt virði þeirra hluta sem þremenningarnir festu kaup á því komið í 99,15 milljónir króna í gær, eða rúmum sex milljónum króna yfir kaupverði þeirra. Verð bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað aftur það sem af er degi og stendur í 123,8 krónum. Skuldsetning félagsins veki upp spurningar Ríkharður Daðason keypti bréfin í Íslandsbanka í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því á Alþingi í dag að nýjasti birti ársreikningur eignarhaldsfélagsins sýni að í lok 2020 hafi það verið með neikvætt eigið fé upp á 135 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir við tengda aðila upp á tæpar 122 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem vekur upp spurningar um það hvernig fagfjárfestar voru valdir. Þetta og ýmislegt fleira er eitthvað sem við þurfum að ræða í þessum þingsal,“ sagði Jóhann Páll. Einungis stóð takmörkuðum hópi fagfjárfesta til boða að taka þátt í útboði Bankasýslunnar á þriðjudag. Mjög takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar um þátttakendur í útboðinu fram að þessu. Búist er við að upplýst verði um kaupendur eftir að viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir aukinni umræðu um söluna á hlutum ríkissjóðs á þinginu og hefur forseti Alþingis orðið við þeirri kröfu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02
Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48