Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bandarísku kvikmyndaakademíunni þar sem jafn framt kemur fram að akademían hafi hafið rannsókn á kinnhestinum.
„Hr. Smith var beðinn um að yfirgefa salinn en hann neitaði því. Við áttum okkur á því að við hefðum getað tekið betur á málinu þegar það gerðist,“ segir í yfirlýsingunni.
Smith sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi.
Skömmu síðar var Smith útnefndur besti leikari aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni King Richard.
Smith hefur beðist afsökunar á kinnhestinum. Akademían gaf það út síðastliðinn mánudag að hún myndi rannsaka kinnhestinn og að Smith yrði líklega refsað vegna atviksins.
Akademían segir í yfirlýsingunni nú að rannsókn sé hafin og að kinnhesturinn varði við siðareglur akademíunnar. Líklegt er að málið verði tekið fyrir á næsta stjórnarfundi hennar, þann 18. apríl.
Líklegt er talið að Smith verði annað hvort vikið tímabundið úr akademíunni eða rekinn úr henni.