Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Gianni Infantino segir að FIFA hafi aðeins skoðað hagkvæmni þess að halda HM á tveggja ára fresti. Markus Gilliar/Getty Images Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. Hugmyndin um að halda Heimsmeistaramótið í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra hefur mætt mikilli mótstöðu. Mörg knattspyrnusambönd, félög og leikmenn hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en hins vegar hefur afríska knattspyrnusambandið CAF sagst styðja hugmyndina. „FIFA hefur ekki lagt til að HM verði haldið á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino í Doha í gær, en hann er staddur í Katar þar sem dregið verður í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í kvöld. „Við skulum fá þetta ferli á hreint. Á seinasta FIFA-þingi báðum við stjórn sambandsins um að skoða hagkvæmnina í því að halda HM á tveggja ára fresti.“ „Það er nákvæmlega það sem stjórnin gerði undir stjórn Arsene Wenger. FIFA lagði aldrei neitt til, en komst að þeirri niðurstöðu að það væri hagkvæmt og að það myndi hafa einhverskonar áhrif,“ sagði Infantino. „Við komumst að því að þetta væri hagkvæmt og jafnvel jákvætt fyrir stóran hluta af heiminum. En að sjálfsögðu mættum við líka mikilli mótstöðu og það er þar sem samtalði þarf að byrja.“ Eins og Infantino kemur inn á í máli sínu þá hefur Arsene Wenger, fyrrum þjálfari Arsenal, leitt þessa vinnu. Frakkinn hefur verið sýnilegur seinustu mánuði og ár og talað fyrir því að HM ætti að vera haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ásamt því suður-ameríska, CONMEBOL, hafa lýst yfir mótstöðu sinni við hugmyndinni og þá hefur Ólympíunefndin lýst yfir áhyggjum sínum varðandi það að HM í fótbolta myndi taka áhorf og áhuga frá öðrum íþróttum. „Við erum að skoða alla möguleika,“ bætti Infantino við. „Við munum taka okkur góðan tíma og reyna að sjá málið frá öllum mögulegum sjónarhornum.“ Fifa abandon biennial World Cup idea following opposition to Arsene Wenger plans, @Tom_Morgs reports.https://t.co/TP0k0YjyEl pic.twitter.com/ESf6SEzHUq— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 31, 2022 FIFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sjá meira
Hugmyndin um að halda Heimsmeistaramótið í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra hefur mætt mikilli mótstöðu. Mörg knattspyrnusambönd, félög og leikmenn hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en hins vegar hefur afríska knattspyrnusambandið CAF sagst styðja hugmyndina. „FIFA hefur ekki lagt til að HM verði haldið á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino í Doha í gær, en hann er staddur í Katar þar sem dregið verður í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í kvöld. „Við skulum fá þetta ferli á hreint. Á seinasta FIFA-þingi báðum við stjórn sambandsins um að skoða hagkvæmnina í því að halda HM á tveggja ára fresti.“ „Það er nákvæmlega það sem stjórnin gerði undir stjórn Arsene Wenger. FIFA lagði aldrei neitt til, en komst að þeirri niðurstöðu að það væri hagkvæmt og að það myndi hafa einhverskonar áhrif,“ sagði Infantino. „Við komumst að því að þetta væri hagkvæmt og jafnvel jákvætt fyrir stóran hluta af heiminum. En að sjálfsögðu mættum við líka mikilli mótstöðu og það er þar sem samtalði þarf að byrja.“ Eins og Infantino kemur inn á í máli sínu þá hefur Arsene Wenger, fyrrum þjálfari Arsenal, leitt þessa vinnu. Frakkinn hefur verið sýnilegur seinustu mánuði og ár og talað fyrir því að HM ætti að vera haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ásamt því suður-ameríska, CONMEBOL, hafa lýst yfir mótstöðu sinni við hugmyndinni og þá hefur Ólympíunefndin lýst yfir áhyggjum sínum varðandi það að HM í fótbolta myndi taka áhorf og áhuga frá öðrum íþróttum. „Við erum að skoða alla möguleika,“ bætti Infantino við. „Við munum taka okkur góðan tíma og reyna að sjá málið frá öllum mögulegum sjónarhornum.“ Fifa abandon biennial World Cup idea following opposition to Arsene Wenger plans, @Tom_Morgs reports.https://t.co/TP0k0YjyEl pic.twitter.com/ESf6SEzHUq— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 31, 2022
FIFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sjá meira