Ljósmyndarinn segir frá þessu ævintýri í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Það kom RAX á óvart hvað það var lágur meðalaldur hjá þessum hóp.
„Maður velti fyrir sér, hver er framtíð þessa fólks? Þau þurfa alltaf að vera að færa sig, flytja sig á nokkurra daga fresti svo hreindýrin fái að éta. Ungu krakkarnir fara í skóla og þau vilja ekkert endilega lifa svona lífi.“
Sumarið eftir að ljósmyndarinn heimsótti svæðið þurfti að slátra þar 250 þúsund hreindýrum.
„Það fannst vírus í túndrunni þegar hún bráðnaði.“
Frásögnina má heyra í þættinum hér fyrir neðan.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.