#mínarbuxur: Gamlar hugmyndir um hvernig alvöru nauðgun lítur út Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 22:01 Steinunn segir viðhorf dómarans gamaldags. vísir Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot í vikunni. Dómurinn hefur vakið mikla reiði og komið af stað bylgju á samfélagsmiðlum en fólki þykir dómarinn velta því þar upp hvort konan hafi verið í of þröngum buxum til að brotið hafi getað átt sér stað. Atvikið átti sér stað árið 2019. Konan segir manninn hafa haldið sér fastri og nauðgað sér, hún frosið en ítrekað beðið hann um að hætta. Dómurinn hefur vakið mikla athygli og er það helst orðalag og rökstuðningur dómarans sem vekur reiði almennings. „Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim.“ segir í dómnum. Klæðaburður brotaþola skipti ekki máli „Þetta með buxurnar - þetta er svona saga sem maður er búinn að heyra aftur og aftur. Ég man fyrir nokkrum árum þá varð allt brjálað erlendis út af nákvæmlega sama dæmi þar sem að kona þótti vera í of þröngum gallabuxum til að vera nauðgað. Og við þekkjum bara endalausar sögur um klæðnað brotaþola og að hann skipti í raun og veru einhverju máli. Hann gerir það ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Þetta varð kveikja að nýrri bylgju á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi kvenna birti myndir af buxum sínum undir millimerkinu #mínarbuxur, þar á meðal þingmaður Samfylkingarinnar. Steinunn telur að fræða þurfi dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á einhverjum gömlum hugmyndum um hvernig alvöru nauðgun eigi að líta út. Einhver hugmynd um það að brotaþoli eigi að vera að streitast á móti allan tímann og sé að segja nei og að fatnaðurinn geti einhvern veginn varið brotaþolann gegn nauðguninni,“ segir Steinunn. Var málflutningur mannsins talinn trúverðugri en konunnar vegna þess að málflutningur hennar hélst ekki alveg stöðugur í gegn um allt ferlið. „En ef maður þekkir eitthvað til áfallaviðbragða og áfallastreitu í kjölfar nauðgunar þá eru þetta ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjanesbær Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Atvikið átti sér stað árið 2019. Konan segir manninn hafa haldið sér fastri og nauðgað sér, hún frosið en ítrekað beðið hann um að hætta. Dómurinn hefur vakið mikla athygli og er það helst orðalag og rökstuðningur dómarans sem vekur reiði almennings. „Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim.“ segir í dómnum. Klæðaburður brotaþola skipti ekki máli „Þetta með buxurnar - þetta er svona saga sem maður er búinn að heyra aftur og aftur. Ég man fyrir nokkrum árum þá varð allt brjálað erlendis út af nákvæmlega sama dæmi þar sem að kona þótti vera í of þröngum gallabuxum til að vera nauðgað. Og við þekkjum bara endalausar sögur um klæðnað brotaþola og að hann skipti í raun og veru einhverju máli. Hann gerir það ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Þetta varð kveikja að nýrri bylgju á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi kvenna birti myndir af buxum sínum undir millimerkinu #mínarbuxur, þar á meðal þingmaður Samfylkingarinnar. Steinunn telur að fræða þurfi dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á einhverjum gömlum hugmyndum um hvernig alvöru nauðgun eigi að líta út. Einhver hugmynd um það að brotaþoli eigi að vera að streitast á móti allan tímann og sé að segja nei og að fatnaðurinn geti einhvern veginn varið brotaþolann gegn nauðguninni,“ segir Steinunn. Var málflutningur mannsins talinn trúverðugri en konunnar vegna þess að málflutningur hennar hélst ekki alveg stöðugur í gegn um allt ferlið. „En ef maður þekkir eitthvað til áfallaviðbragða og áfallastreitu í kjölfar nauðgunar þá eru þetta ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjanesbær Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira