Íslenski hópurinn hélt ytra í dag og hefur Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, ákveðið að kalla Margréti Einarsdóttur – markvörð Hauka – inn í hópinn. Það er því 17 manna hópur sem heldur til Serbíu í leit að sögulegum úrslitum.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir – leikmaður HK – var líkt og Margrét utan hóps í gær þegar Ísland mætti Svíþjóð á Ásvöllum í Hafnafirði. Fór það svo að Svíar höfðu betur með sex mörkum, lokatölur 23-29.
Margrét kemur inn sem þriðji markvörðurinn í hópnum á meðan Jóhanna Margrét er áfram utan hóps og fer því ekki með hópnum til Serbíu.
Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Markverðir
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing (38/1)
Hafdís Renötudóttir, Fram (35/1)
Margrét Einarsdóttir, Haukar (0/0)
Aðrir leikmenn
Andrea Jacobsen, Kristianstad (30/30)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (13/12)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (50/80)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (89/99)
Karen Knútsdóttir, Fram (104/370)
Lovísa Thompson, Valur (28/64)
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (4/4)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (107/229)
Sandra Erlingsdóttir, Álaborg (11/32)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (37/28)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (66/52)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (53/82)
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (37/44)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (112/330)
Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 16.00 á laugardag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.