Landverðir gáfu Barnaspítalanum fjölda gjafa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2022 17:31 Landverðirnir heimsóttu spítalann í gær. Aðsend Ofurhetjurnar Landverðirnir afhentu Barnaspítala hringsins fjölda gjafa í gær. Meðal gjafa voru Playstation tölvur, fjarstýringar, LEGO-kubbar, boltar og bækur. Hópurinn hefur gefið út tvær bækur og allur ágóði af bókasölunni rennur til Barnaspítalans. Hagnaður af sölu fyrstu bókarinnar nam um hálfri milljón króna og ágóðinn fór allur til spítalans. „Þetta er verkefni sem við erum búin að vera með í gangi í þrjú ár. Í fyrra gáfum við hagnað út frá fyrstu bókinni okkar sem hét Landverðirnir: Atlas og Avion. Þá fórum við á Barnaspítalann og gáfum spítalanum hagnaðinn. Núna ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi og gefa gjafir fyrir hagnaðinn; og gefa gjafirnar beint til Barnaspítalans,“ segir Dagur Lárusson rithöfundur bókarinnar. Bækurnar eru um íslenskar ofurhetjur og teymi sem heitir Landverðirnir stendur að baki útgáfu bókarinnar. Ásamt Degi eru Úlfar Konráð Svansson rithöfundur og Fannar Georg Gilbertsson listamaður í ofurhetjuteyminu. Margrét Hörn Jóhannsdóttir leikur þar að auki ofurhetjuna ÍRU. „Þetta verkefni byrjaði þannig að við vildum búa til ofurhetjusögur en líka vera smá „ofurhetjur“ í alvörunni sem gera góðverk. Þess vegna vildum við gefa hagnaðinn af bókinni til Barnaspítalans.“ Verkefnið er unnið í sjálfboðavinnu og Dagur segir að draumurinn væri að gera bíómynd eða þætti um ofurhetjurnar. „Þetta er svona ástríðuverkefni, við viljum byggja upp þessa teiknimyndasögu sem heitir Landverðirnir. Og það er gott að geta gefið gott af sér á meðan maður er að gera það. Það væri draumurinn ef að einhvern tímann í framtíðinni myndi þetta verða að einhverju eins og bíómynd eða teiknimyndaþáttum eða eitthvað þannig,“ segir Dagur. Landverðirnir stefna á að gefa út aðra bók í ár – líklega í desember. Hér er hægt að nálgast heimasíðu Landvarðanna og ofurhetjuteymið er einnig virkt á TikTok. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Landverðina Dag Lárusson og Margréti Hörn Jóhannsdóttur í desember í fyrra. Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Tengdar fréttir Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Hópurinn hefur gefið út tvær bækur og allur ágóði af bókasölunni rennur til Barnaspítalans. Hagnaður af sölu fyrstu bókarinnar nam um hálfri milljón króna og ágóðinn fór allur til spítalans. „Þetta er verkefni sem við erum búin að vera með í gangi í þrjú ár. Í fyrra gáfum við hagnað út frá fyrstu bókinni okkar sem hét Landverðirnir: Atlas og Avion. Þá fórum við á Barnaspítalann og gáfum spítalanum hagnaðinn. Núna ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi og gefa gjafir fyrir hagnaðinn; og gefa gjafirnar beint til Barnaspítalans,“ segir Dagur Lárusson rithöfundur bókarinnar. Bækurnar eru um íslenskar ofurhetjur og teymi sem heitir Landverðirnir stendur að baki útgáfu bókarinnar. Ásamt Degi eru Úlfar Konráð Svansson rithöfundur og Fannar Georg Gilbertsson listamaður í ofurhetjuteyminu. Margrét Hörn Jóhannsdóttir leikur þar að auki ofurhetjuna ÍRU. „Þetta verkefni byrjaði þannig að við vildum búa til ofurhetjusögur en líka vera smá „ofurhetjur“ í alvörunni sem gera góðverk. Þess vegna vildum við gefa hagnaðinn af bókinni til Barnaspítalans.“ Verkefnið er unnið í sjálfboðavinnu og Dagur segir að draumurinn væri að gera bíómynd eða þætti um ofurhetjurnar. „Þetta er svona ástríðuverkefni, við viljum byggja upp þessa teiknimyndasögu sem heitir Landverðirnir. Og það er gott að geta gefið gott af sér á meðan maður er að gera það. Það væri draumurinn ef að einhvern tímann í framtíðinni myndi þetta verða að einhverju eins og bíómynd eða teiknimyndaþáttum eða eitthvað þannig,“ segir Dagur. Landverðirnir stefna á að gefa út aðra bók í ár – líklega í desember. Hér er hægt að nálgast heimasíðu Landvarðanna og ofurhetjuteymið er einnig virkt á TikTok. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Landverðina Dag Lárusson og Margréti Hörn Jóhannsdóttur í desember í fyrra.
Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Tengdar fréttir Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01