Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.
Helstu vendingar:
- Samkvæmt grein Financial Times hefur Vladimír Pútín engan áhuga á að enda deiluna við Úkraínu með friðarviðræðum.
- Vólódímír Selenskí segir að Rússar séu að reyna að hylma yfir morð á tugum þúsunda óbreyttum borgurum í Maríupól. Borgarstjóri borgarinnar segir að minnsta kosti tuttugu þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í hafnarborginni.
- Úkraínuforseti mun funda með Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna auk Lloyd Austin varnamálaráðherra Bandaríkjanna í dag. Búist er við því að forseti muni biðja Bandaríkjamenn um fleiri þungavopn.
- Volódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að friðarviðræðum verði hætt ef Rússar drepa þá sem standa vörð í borginni Mariupol.
- Rússar hófu aftur árásir á Azovstal-stálverksmiðjuna í Mariupol í gær þrátt fyrir að Rússlandsforseti hafi beðið hermenn sína um að hætta árásum í vikunni.