Halldór Jóhann: Við erum bara ekkert eðlilega lélegir í fyrri hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2022 22:10 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ómyrkur í máli eftir fimm marka tap sinna manna gegn FH í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hann segist sjaldan hafa séð jafn slæman hálfleik og sínir menn sýndu í fyrri hálfleik. „Ég veit ekki hvað ég get sagt. Ég á eftir að kíkja á þetta aftur, en það er alveg ljóst að þessi fyrri hálfleikur er eitthvað mesta drullumall sem við höfum framleitt hérna síðan ég kom,“ sagði Halldór Jóhann niðurlútur að leik loknum. „Það skipti engu máli hver það var. Við verðum bara tóma þvælu. Við eigum sjö skot framhjá sem er bara svona ein tölfræði til dæmis. Svo bara gátum við ekki varist, gátum ekki skorað mörk og þetta var bara eiginlega með ólíkindum.“ „Mig langar bara að biðja fólkið okkar afsökunar. Allt þetta fólk sem lagði á sig að koma hérna í höllina og horfa á Selfossliðið. Að þetta hafi verið það sem við buðum upp á hérna í fyrri hálfleik er bara algjörlega til skammar. Ég ætla að vona að þetta sama fólk og mætti hérna í kvöld mæti líka í Krikann á fimmtudaginn en ég skil það bara vel ef það ákveður að vera heima.“ Þetta er núna annar heimaleikur Selfyssinga í röð þar sem liðið er í raun búið að kasta inn handklæðinu í fyrri hálfleik, en liðið steinlá fyrir Valsmönnum í lokaumferð deildarkeppninnar. Þá höfðu Selfyssingar ekki að neinu að keppa, en ekki var hægt að fela sig á bak við það í kvöld því þessi leikur gegn FH-ingum skipti svo sannarlega máli. „Við getum nú kannski ekki farið að draga þennan Valsleik inn í þessa umræðu, það er kannski svolítið annað en auðvitað voru úrslitin þar ekki falleg. Spennustigið í kvöld hjá einstaka leikmönnum er náttúrulega bara glórulaust. Það er bara ljóst. Það er ekki eins og það sé enginn aldur í liðinu og þeir sem komu inn í seinni hálfleik voru í rauninni bestu leikmennirnir í kvöld. Þeim ber að hrósa og þeir komu flottir inn.“ „Við erum bara ekkert eðlilega lélegir í fyrri hálfleik. Það er bara með ólíkindum. Bara ótrúlegt að við höfum tapað þessum leik bara með fimm eða sex mörkum og áttum í rauninni möguleika á að minnka muninn í fjögur eða þrjú mörk í seinni hálfleik. Tíu mörk er bara allt of mikið á móti svona góðu FH liði.“ Eins og Halldór talar um þá voru nokkrir ljósir punktar í liði Selfyssinga. Karolis Stropus var líklega þeirra besti maður sóknarlega og þá komu ungir strákar einnig inn, ásamt Sölva Ólafssyni í markið og þeir skiluðu allir ágætis hlutverki. „Jú það er bara þannig að það hefði örugglega verið hægt að leyfa þeim að spila bara aðeins meira. En þeir fengu alveg mínútur og svo vildum við kannski leyfa mönnum að svara aðeins fyrir þennan fyrri hálfleik og sjá hvort það myndi kvikna á þeim. En þessum sem komu inn ber að hrósa, það er ekki spurning. Þetta eru bara ungir strákar og Sölvi kom vel inn í markið.“ „En það er bara svo margt sem er að. Við spilum varnarleikinn fínt í seinni hálfleik. En ég þarf bara að skoða fyrri hálfleikinn. Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Maður var bara eiginlega hálf sjokkeraður eftir þennan fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir þetta slæma tap í kvöld eiga Selfyssingar þó enn möguleika á að bæta upp fyrir það. Liðið fer í Kaplakrika á fimmtudaginn þar sem FH-ingar taka á móti þeim í oddaleik um sæti í undanúrslitum. „Við getum unnið í öllum húsum og við getum líka tapað alls staðar. Það kannski sýnir sig svolítið í því hvernig við spilum í kvöld. Þetta var ekkert eðlilega lágt plan sem við komumst á. En við vitum það líka að við getum verið alveg í hæstu hæðum og spilað frábæran handbolta og nú er það bara mitt og okkar að ná því fram á fimmtudaginn.“ Íslenski handboltinn Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 „Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. 25. apríl 2022 21:45 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvað ég get sagt. Ég á eftir að kíkja á þetta aftur, en það er alveg ljóst að þessi fyrri hálfleikur er eitthvað mesta drullumall sem við höfum framleitt hérna síðan ég kom,“ sagði Halldór Jóhann niðurlútur að leik loknum. „Það skipti engu máli hver það var. Við verðum bara tóma þvælu. Við eigum sjö skot framhjá sem er bara svona ein tölfræði til dæmis. Svo bara gátum við ekki varist, gátum ekki skorað mörk og þetta var bara eiginlega með ólíkindum.“ „Mig langar bara að biðja fólkið okkar afsökunar. Allt þetta fólk sem lagði á sig að koma hérna í höllina og horfa á Selfossliðið. Að þetta hafi verið það sem við buðum upp á hérna í fyrri hálfleik er bara algjörlega til skammar. Ég ætla að vona að þetta sama fólk og mætti hérna í kvöld mæti líka í Krikann á fimmtudaginn en ég skil það bara vel ef það ákveður að vera heima.“ Þetta er núna annar heimaleikur Selfyssinga í röð þar sem liðið er í raun búið að kasta inn handklæðinu í fyrri hálfleik, en liðið steinlá fyrir Valsmönnum í lokaumferð deildarkeppninnar. Þá höfðu Selfyssingar ekki að neinu að keppa, en ekki var hægt að fela sig á bak við það í kvöld því þessi leikur gegn FH-ingum skipti svo sannarlega máli. „Við getum nú kannski ekki farið að draga þennan Valsleik inn í þessa umræðu, það er kannski svolítið annað en auðvitað voru úrslitin þar ekki falleg. Spennustigið í kvöld hjá einstaka leikmönnum er náttúrulega bara glórulaust. Það er bara ljóst. Það er ekki eins og það sé enginn aldur í liðinu og þeir sem komu inn í seinni hálfleik voru í rauninni bestu leikmennirnir í kvöld. Þeim ber að hrósa og þeir komu flottir inn.“ „Við erum bara ekkert eðlilega lélegir í fyrri hálfleik. Það er bara með ólíkindum. Bara ótrúlegt að við höfum tapað þessum leik bara með fimm eða sex mörkum og áttum í rauninni möguleika á að minnka muninn í fjögur eða þrjú mörk í seinni hálfleik. Tíu mörk er bara allt of mikið á móti svona góðu FH liði.“ Eins og Halldór talar um þá voru nokkrir ljósir punktar í liði Selfyssinga. Karolis Stropus var líklega þeirra besti maður sóknarlega og þá komu ungir strákar einnig inn, ásamt Sölva Ólafssyni í markið og þeir skiluðu allir ágætis hlutverki. „Jú það er bara þannig að það hefði örugglega verið hægt að leyfa þeim að spila bara aðeins meira. En þeir fengu alveg mínútur og svo vildum við kannski leyfa mönnum að svara aðeins fyrir þennan fyrri hálfleik og sjá hvort það myndi kvikna á þeim. En þessum sem komu inn ber að hrósa, það er ekki spurning. Þetta eru bara ungir strákar og Sölvi kom vel inn í markið.“ „En það er bara svo margt sem er að. Við spilum varnarleikinn fínt í seinni hálfleik. En ég þarf bara að skoða fyrri hálfleikinn. Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Maður var bara eiginlega hálf sjokkeraður eftir þennan fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir þetta slæma tap í kvöld eiga Selfyssingar þó enn möguleika á að bæta upp fyrir það. Liðið fer í Kaplakrika á fimmtudaginn þar sem FH-ingar taka á móti þeim í oddaleik um sæti í undanúrslitum. „Við getum unnið í öllum húsum og við getum líka tapað alls staðar. Það kannski sýnir sig svolítið í því hvernig við spilum í kvöld. Þetta var ekkert eðlilega lágt plan sem við komumst á. En við vitum það líka að við getum verið alveg í hæstu hæðum og spilað frábæran handbolta og nú er það bara mitt og okkar að ná því fram á fimmtudaginn.“
Íslenski handboltinn Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25 „Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. 25. apríl 2022 21:45 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. 25. apríl 2022 22:25
„Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. 25. apríl 2022 21:45