Íslendingaliðið situr á botni deildarinnar þegar liðið á sjö leiki eftir af tímabilinu og þarf því á stigum að halda til að halda sæti sínu í deildinni.
Liðið fór með fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 15-11 og vann að lokum góðan þriggja marka sigur, 26-23.
Sveinbjörn stóð vaktina í marki Aue í fyrri hálfleik og var með tæplega 16 prósent hlutfallsmarkvörslu. Arnar Birkir komst ekki á blað fyrir liðið, en Aue situr enn á botni deildarinnar, nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti.