Oddvitaáskorunin: Plastaði bíl samstarfskonu og pakkaði inn tölvunni Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 12:00 Halldóra með flokksmeðlimum sínum í Reykjanesbæ. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir leiðir lista Framsóknar í Reykjanesbæ. Halldóra Fríða er 41 árs gömul og býr í Reykjanesbæ með Friðriki manninum sínum og þremur dætrum þeirra Ernu Dís 20 ára, Elísu Helgu 16 ára og Eydísi Sól 10 ára. Hún er grunnskólakennari með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum með áherslu á kennslu blindra- og sjónskertra frá University of Birmingham. Hún starfar sem kennsluráðgjafi og verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Hún er varaþingmaður Framsóknar í suðurkjördæmi, varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar. Í Reykjanesbæ er gott að búa. Sveitarfélagið er fjórða stærsta sveitarfélag landsins og þar er til dæmis mjög öflugt menningar- og íþróttastarf, framúrskarandi leik- og grunnskólar og fjölmenningarlegt samfélag sem auðgar bæjarlífið. Sveitarfélagið hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og mikil eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og selst allt jafnvel áður en húsnæðið er byggt. Eftir að rekstur Reykjanesbæjar komst á betri stað þá höfum við ekki undan við að byggja upp innviði til að geta boðið íbúum upp á þá gæðaþjónustu sem við viljum veita. Það hefur verið áskorun en ég er bjartsýn á að okkur muni takast að gera enn betur. Við í Framsókn leggjum áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur, lýðheilsu og vellíðan íbúa á öllum aldri og höfum forgangsraðað í átt að þessum þáttum og viljum gera það áfram. Við viljum einnig næra jarðveginn þannig að fjölbreytt fyrirtæki sjái hag sinn í að byggja upp starfsemi í sveitarfélaginu og með því byggja upp umhverfi sem eykur atvinnuþátttöku. Það þarf að hafa fyrir þessu en við erum tilbúin að vinna að því með íbúum og starfsfólki sveitarfélagsins. Við erum vinnusöm, heiðarleg og full af bjartsýni fyrir þeim verkefnum sem framundan eru og erum tilbúin að þjóna og beita okkur fyrir samfélagið okkar í heild sinni fáum við stuðning íbúa til þess. Framsókn vill gera gott samfélag enn betra. Klippa: Oddvitaáskorun - Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Svo erfið spurning þegar maður býr á Íslandi. Reykjanesið allt t.d. við Reykjanesvita og Gunnuhver. Orkugefandi umhverfið við Klaustur, Vík og Höfn. Svo hef ég sterkar taugar í Breiðafjörð þar sem ég sæki mikla ró í nálægð við dýralífið. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Sorpflokkun – við erum lögð af stað en betur má ef duga skal. Svo væri ég til í að við myndum tala meira um allt sem er jákvætt í sveitarfélaginu okkar og hjálpast að við að leysa það sem betur má fara. Halldóra Fríða. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mér finnst gaman að dansa Zumba. Svo hlusta ég á jazz á meðan ég elda. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Símtal frá lögreglumanni: „Hefur þú rekist á lögregluhúfu sem var stolið úr mannlausum lögreglubíl sem var í útkalli hjá nágranna þínum í nótt?“ Hvað færðu þér á pizzu? Þegar ég gef mér tíma til að baka mína eigin þá set ég hvítlaukssmjör, humar, pistasíuhnetur, ruccola og parmesan. Hvaða lag peppar þig mest? One með Mary J. Blige og U2 – þá er ég til í allt! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ekki eins margar og áður. Tek þessa spurningu sem áskorun til að bæta mig. Göngutúr eða skokk? Röskur göngutúr en langar að hafa gaman af skokki. Uppáhalds brandari? Tvær eiturslöngur tala saman. Önnur: „Heyrðu, erum við eitraðar?“ Hin: „Já alveg baneitraðar - af hverju spyrðu?“ Sú fyrri: „Af því ég beit mig í tunguna“ Hvað er þitt draumafríi? Að vera með fjölskyldunni, í góðu veðri, alveg sama hvar. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði betri með jákvæðu hugarfari. Uppáhalds tónlistarmaður? Svo margir – núna myndi ég segja Valdimar, Ellý Vilhjálms og Whitney Houston. Halldóra og fjölskyldan. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þeir sem þekkja mig vita að ég er alltaf til í skemmtileg uppátæki. Einu sinni plastaði ég bíl fyrrum samstarfskonu minnar inn, pakkaði tölvunni hennar, músinni og lyklaborði inn í álpappír og fyllti um 100 glös barmafull af vatni í kringum starfsstöð hennar í góðlátlegri hrekkivinaviku. Okkur fannst það báðum jafnfyndið. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Kristín Þóra Haraldsdóttir. Hefur þú verið í verbúð? Nei því miður. Það hefði örugglega verið sjúklega skemmtilegt. Áhrifamesta kvikmyndin? Green book og Lof mér að falla. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nefnilega ekki, var mikill aðdáandi þeirra á hinni öldinni en missti þráðinn um aldamótin. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Hveragerði eða Akureyri. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Surface Pressure úr Disney myndinni Encanto. Við Eydís Sól, 10 ára dóttir mín, horfðum á myndina þegar við vorum saman í Covid einangrun í febrúar og lögin í myndinni eru æðisleg – hvaða foreldri þekkir t.d. ekki We don´t talk about Bruno? Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir leiðir lista Framsóknar í Reykjanesbæ. Halldóra Fríða er 41 árs gömul og býr í Reykjanesbæ með Friðriki manninum sínum og þremur dætrum þeirra Ernu Dís 20 ára, Elísu Helgu 16 ára og Eydísi Sól 10 ára. Hún er grunnskólakennari með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum með áherslu á kennslu blindra- og sjónskertra frá University of Birmingham. Hún starfar sem kennsluráðgjafi og verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Hún er varaþingmaður Framsóknar í suðurkjördæmi, varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar. Í Reykjanesbæ er gott að búa. Sveitarfélagið er fjórða stærsta sveitarfélag landsins og þar er til dæmis mjög öflugt menningar- og íþróttastarf, framúrskarandi leik- og grunnskólar og fjölmenningarlegt samfélag sem auðgar bæjarlífið. Sveitarfélagið hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og mikil eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og selst allt jafnvel áður en húsnæðið er byggt. Eftir að rekstur Reykjanesbæjar komst á betri stað þá höfum við ekki undan við að byggja upp innviði til að geta boðið íbúum upp á þá gæðaþjónustu sem við viljum veita. Það hefur verið áskorun en ég er bjartsýn á að okkur muni takast að gera enn betur. Við í Framsókn leggjum áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur, lýðheilsu og vellíðan íbúa á öllum aldri og höfum forgangsraðað í átt að þessum þáttum og viljum gera það áfram. Við viljum einnig næra jarðveginn þannig að fjölbreytt fyrirtæki sjái hag sinn í að byggja upp starfsemi í sveitarfélaginu og með því byggja upp umhverfi sem eykur atvinnuþátttöku. Það þarf að hafa fyrir þessu en við erum tilbúin að vinna að því með íbúum og starfsfólki sveitarfélagsins. Við erum vinnusöm, heiðarleg og full af bjartsýni fyrir þeim verkefnum sem framundan eru og erum tilbúin að þjóna og beita okkur fyrir samfélagið okkar í heild sinni fáum við stuðning íbúa til þess. Framsókn vill gera gott samfélag enn betra. Klippa: Oddvitaáskorun - Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Svo erfið spurning þegar maður býr á Íslandi. Reykjanesið allt t.d. við Reykjanesvita og Gunnuhver. Orkugefandi umhverfið við Klaustur, Vík og Höfn. Svo hef ég sterkar taugar í Breiðafjörð þar sem ég sæki mikla ró í nálægð við dýralífið. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Sorpflokkun – við erum lögð af stað en betur má ef duga skal. Svo væri ég til í að við myndum tala meira um allt sem er jákvætt í sveitarfélaginu okkar og hjálpast að við að leysa það sem betur má fara. Halldóra Fríða. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mér finnst gaman að dansa Zumba. Svo hlusta ég á jazz á meðan ég elda. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Símtal frá lögreglumanni: „Hefur þú rekist á lögregluhúfu sem var stolið úr mannlausum lögreglubíl sem var í útkalli hjá nágranna þínum í nótt?“ Hvað færðu þér á pizzu? Þegar ég gef mér tíma til að baka mína eigin þá set ég hvítlaukssmjör, humar, pistasíuhnetur, ruccola og parmesan. Hvaða lag peppar þig mest? One með Mary J. Blige og U2 – þá er ég til í allt! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ekki eins margar og áður. Tek þessa spurningu sem áskorun til að bæta mig. Göngutúr eða skokk? Röskur göngutúr en langar að hafa gaman af skokki. Uppáhalds brandari? Tvær eiturslöngur tala saman. Önnur: „Heyrðu, erum við eitraðar?“ Hin: „Já alveg baneitraðar - af hverju spyrðu?“ Sú fyrri: „Af því ég beit mig í tunguna“ Hvað er þitt draumafríi? Að vera með fjölskyldunni, í góðu veðri, alveg sama hvar. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði betri með jákvæðu hugarfari. Uppáhalds tónlistarmaður? Svo margir – núna myndi ég segja Valdimar, Ellý Vilhjálms og Whitney Houston. Halldóra og fjölskyldan. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þeir sem þekkja mig vita að ég er alltaf til í skemmtileg uppátæki. Einu sinni plastaði ég bíl fyrrum samstarfskonu minnar inn, pakkaði tölvunni hennar, músinni og lyklaborði inn í álpappír og fyllti um 100 glös barmafull af vatni í kringum starfsstöð hennar í góðlátlegri hrekkivinaviku. Okkur fannst það báðum jafnfyndið. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Kristín Þóra Haraldsdóttir. Hefur þú verið í verbúð? Nei því miður. Það hefði örugglega verið sjúklega skemmtilegt. Áhrifamesta kvikmyndin? Green book og Lof mér að falla. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nefnilega ekki, var mikill aðdáandi þeirra á hinni öldinni en missti þráðinn um aldamótin. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Hveragerði eða Akureyri. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Surface Pressure úr Disney myndinni Encanto. Við Eydís Sól, 10 ára dóttir mín, horfðum á myndina þegar við vorum saman í Covid einangrun í febrúar og lögin í myndinni eru æðisleg – hvaða foreldri þekkir t.d. ekki We don´t talk about Bruno? Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00
Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00