Refsað fyrir köll Stefáns að sjónvarpsmönnum: „Veikleikamerki hjá dómarastéttinni“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 10:02 Stefán Rafn Sigurmannsson beindi orðum sínum til lýsenda Stöðvar 2 Sports. Stöð 2 Sport „Hann segir bara: Gaupi, come on, þetta er ekki neitt,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni um umdeilt atvik í leik ÍBV og Hauka í gærkvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan seinni hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit Arnórs Viðarssonar. Stefán Rafn var hundóánægður með ákvörðun dómaranna og kallaði til þeirra Gaupa og Jóhanns Gunnars Einarssonar sem lýstu leiknum í Eyjum á Stöð 2 Sport, og vildi að brotið yrði skoðað. Þessi hegðun Stefáns var nóg til þess að eftirlitsmaðurinn Gísli Jóhannsson vildi grípa í taumana og Haukar fengu á endanum aðra brottvísun. Atvikið og umræðuna í Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. ÍBV vann leikinn og er nú 2-0 yfir í einvíginu. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán Rafn fékk tvær brottvísanir „Hann byrjaði að kalla að það ætti að skoða þetta í VAR,“ sagði Jóhann Gunnar sem eins og fyrr segir lýsti leiknum með Gaupa. „Hann öskraði á okkur þar sem við erum væntanlega að „representa“ sjónvarpið. Svo sest hann niður en stendur aftur upp og kallar á okkur. Ég skil ekki alveg af hverju Gísli er að koma og gefa honum tvær mínútur fyrir þetta. Hann er bara heitur. Hann er ekki að öskra á dómarana, ekki á eftirlitsdómarana. Hann er bara aðeins að pústa við okkur. Mér fannst það allt í lagi. Ég var ekkert að kvarta. Mér fannst furðulegt að skipta sér af þessu,“ sagði Jóhann Gunnar. Þarf að leyfa þeim að vera með tilfinningar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng. „Mönnum er heitt í hamsi og það þarf aðeins að leyfa þeim að vera með tilfinningar líka. Dómarar og eftirlitsmenn eru ekkert hafnir yfir einhverja gagnrýni. Þetta lyktar af því að eftirlitsdómarinn vilji vera með og komast aðeins í sjónvarpið. Ég er ekki hrifinn af þessu. Fyrir utan það hvað það tók svakalega langan tíma að finna út úr því hvað ætti að gera. Fékk hann fjórar mínútur eða liðið tvisvar sinnum tvær? Það kom eitthvað þriggja mínútna bil í leikinn sem var eitthvað galið dæmi,“ sagði Ásgeir. Jóhann ítrekaði að Stefán Rafn hefði ekki verið með neinn dónaskap heldur einfaldlega greinilega mjög óánægður með dóminn og viljað að atvikið væri skoðað á myndbandi. Ásgeir sagði það veikleikamerki hjá dómurum að geta ekki leyft leikmönnum að blása aðeins þegar tilfinningarnar væru miklar: „Gísli er enginn nýliði í þessu. Hann er búinn að upplifa ýmislegt sem dómari og eftirlitsmaður. Hann á að lesa leikinn aðeins. Leyfa Stebba að taka fimm sekúndur, fara svo til hans og segja honum að núna sé þetta búið, annars fái hann refsingu. Eða fara til Arons [Kristjánssonar, þjálfara] og segja að nú verði hann að hafa hemil á leikmanninum, annars sé þetta búið. Mér finnst þetta veikleikamerki hjá dómarastéttinni.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan seinni hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit Arnórs Viðarssonar. Stefán Rafn var hundóánægður með ákvörðun dómaranna og kallaði til þeirra Gaupa og Jóhanns Gunnars Einarssonar sem lýstu leiknum í Eyjum á Stöð 2 Sport, og vildi að brotið yrði skoðað. Þessi hegðun Stefáns var nóg til þess að eftirlitsmaðurinn Gísli Jóhannsson vildi grípa í taumana og Haukar fengu á endanum aðra brottvísun. Atvikið og umræðuna í Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. ÍBV vann leikinn og er nú 2-0 yfir í einvíginu. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán Rafn fékk tvær brottvísanir „Hann byrjaði að kalla að það ætti að skoða þetta í VAR,“ sagði Jóhann Gunnar sem eins og fyrr segir lýsti leiknum með Gaupa. „Hann öskraði á okkur þar sem við erum væntanlega að „representa“ sjónvarpið. Svo sest hann niður en stendur aftur upp og kallar á okkur. Ég skil ekki alveg af hverju Gísli er að koma og gefa honum tvær mínútur fyrir þetta. Hann er bara heitur. Hann er ekki að öskra á dómarana, ekki á eftirlitsdómarana. Hann er bara aðeins að pústa við okkur. Mér fannst það allt í lagi. Ég var ekkert að kvarta. Mér fannst furðulegt að skipta sér af þessu,“ sagði Jóhann Gunnar. Þarf að leyfa þeim að vera með tilfinningar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng. „Mönnum er heitt í hamsi og það þarf aðeins að leyfa þeim að vera með tilfinningar líka. Dómarar og eftirlitsmenn eru ekkert hafnir yfir einhverja gagnrýni. Þetta lyktar af því að eftirlitsdómarinn vilji vera með og komast aðeins í sjónvarpið. Ég er ekki hrifinn af þessu. Fyrir utan það hvað það tók svakalega langan tíma að finna út úr því hvað ætti að gera. Fékk hann fjórar mínútur eða liðið tvisvar sinnum tvær? Það kom eitthvað þriggja mínútna bil í leikinn sem var eitthvað galið dæmi,“ sagði Ásgeir. Jóhann ítrekaði að Stefán Rafn hefði ekki verið með neinn dónaskap heldur einfaldlega greinilega mjög óánægður með dóminn og viljað að atvikið væri skoðað á myndbandi. Ásgeir sagði það veikleikamerki hjá dómurum að geta ekki leyft leikmönnum að blása aðeins þegar tilfinningarnar væru miklar: „Gísli er enginn nýliði í þessu. Hann er búinn að upplifa ýmislegt sem dómari og eftirlitsmaður. Hann á að lesa leikinn aðeins. Leyfa Stebba að taka fimm sekúndur, fara svo til hans og segja honum að núna sé þetta búið, annars fái hann refsingu. Eða fara til Arons [Kristjánssonar, þjálfara] og segja að nú verði hann að hafa hemil á leikmanninum, annars sé þetta búið. Mér finnst þetta veikleikamerki hjá dómarastéttinni.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti