Agla María og Diljá Ýr Zomers hófu leikinn á varamannabekknum. Johanna Rytting Kaneryd kom Häcken yfir á 17. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Í upphafi þess síðari tvöfaldaði Elin Rubensson forystuna.
Rubensson var svo tekin af velli fyrir Öglu Maríu á 62. mínútu og átta mínútum síðar nældi Nilla Fischer sér í rautt spjald í liði gestanna og sigurinn því aldrei í hættu, lokatölur 2-0.
Með sigrinum fer Häcken upp fyrir meistara Rosengård sem eiga þó leik til góða. Häcken. með 15 stig eftir sjö leiki en Rosengård með 14 stig eftir sex leiki.