Nick Cave missir annan son Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2022 17:12 Jethro Lazenby er frumburður Nick Cave. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli andláti Jethro. Vísir/getty Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Jethro er sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave. Tónlistarmaðurinn er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi. Cave segir í yfirlýsingu: „Ég staðfesti, með mikilli sorg, að sonur minn, Jethro, er fallinn frá. Við yrðum þakklát ef þið gætuð virt einkalíf fjölskyldunnar.“ Jethro var elsti sonur Caves en hann eignaðist hann með áströlsku fyrirsætunni Beau Lazenby. Jethro ólst upp í Ástralíu en hann kynntist föður sínum ekki fyrr en hann var orðinn sjö ára. Cave sagði í viðtali árið 2008 að þetta hefði verið erfiður tími. „Ég mun ávallt sjá eftir því að hafa ekki haft mikið samband við Jethro á hans æskuárum. Í dag eigum við þó frábært samband.“ Þegar Jethro komst á aldur flutti hann til Bretlands til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Þar vann hann fyrir stór og virt tískhús á borð við Balenciaga og Versace. Þá fetaði Jethro í fótspor föður síns á tímabili þegar hann vann að nokkrum sjálfstæðum tónlistarverkefnum. Á síðustu árum tók að síga á ógæfuhliðina hjá Jethro og var hann greindur með geðklofa. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa beitt bæði kærustu sína og móður ofbeldi. Nick Cave hefur nú misst tvo syni en Arthur Cave, sonur hans, lést árið 2015. Hann var aðeins fimmtán ára. Arthur var undir áhrifum ofskynjunarefna þegar hann féll fram af kletti nærri Brighton. Sonarmissirinn er miðlægt yrkisefni á síðustu tveimur plötum Nick Cave & the Bad Seeds; Skeleton Tree (2016) og Ghosteen (2019) Tónlist Andlát Ástralía Tengdar fréttir Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47 Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum Fjölskyldan biður um frið. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Jethro er sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave. Tónlistarmaðurinn er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi. Cave segir í yfirlýsingu: „Ég staðfesti, með mikilli sorg, að sonur minn, Jethro, er fallinn frá. Við yrðum þakklát ef þið gætuð virt einkalíf fjölskyldunnar.“ Jethro var elsti sonur Caves en hann eignaðist hann með áströlsku fyrirsætunni Beau Lazenby. Jethro ólst upp í Ástralíu en hann kynntist föður sínum ekki fyrr en hann var orðinn sjö ára. Cave sagði í viðtali árið 2008 að þetta hefði verið erfiður tími. „Ég mun ávallt sjá eftir því að hafa ekki haft mikið samband við Jethro á hans æskuárum. Í dag eigum við þó frábært samband.“ Þegar Jethro komst á aldur flutti hann til Bretlands til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Þar vann hann fyrir stór og virt tískhús á borð við Balenciaga og Versace. Þá fetaði Jethro í fótspor föður síns á tímabili þegar hann vann að nokkrum sjálfstæðum tónlistarverkefnum. Á síðustu árum tók að síga á ógæfuhliðina hjá Jethro og var hann greindur með geðklofa. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa beitt bæði kærustu sína og móður ofbeldi. Nick Cave hefur nú misst tvo syni en Arthur Cave, sonur hans, lést árið 2015. Hann var aðeins fimmtán ára. Arthur var undir áhrifum ofskynjunarefna þegar hann féll fram af kletti nærri Brighton. Sonarmissirinn er miðlægt yrkisefni á síðustu tveimur plötum Nick Cave & the Bad Seeds; Skeleton Tree (2016) og Ghosteen (2019)
Tónlist Andlát Ástralía Tengdar fréttir Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47 Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum Fjölskyldan biður um frið. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47