Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 12:00 Systur hafa fengið fjölda skilaboða frá Úkraínu með þökkum fyrir stuðninginn. EBU/SARAH LOUISE BENNETT Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. Þetta sagði Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona og móðir Systra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Systur hafa frá því að þær komu út til Tórínó, þar sem Eurovision fer fram þetta árið, haldið úti áberandi skilaboðum. Þær hafa bæði talað fyrir réttindum hinsegin fólks, sérstaklega trans barna, og sýnt óyggjandi stuðning við Úkraínu vegna stríðsins sem þar geisar. Systur fengu til að mynda áminningu frá EBU, sem heldur keppnina, eftir að þær sögðu „Slava Ukraina“ að loknum lagaflutningi sínum á æfingum og þeim bannað að segja það á stóra sviðinu. Systurnar höfðu þó látið mála úkraínska fánann á handarbök sín áður en þær stigu á svið og mynduðu hjarta með höndunum að loknum flutningi á þriðjudag, sem þær höfðu gefið út að væri beint til Úkraínu. „Þau voru skömmuð og hjartað, sem þau sendu út eftir flutninginn í gær, au voru búin að segja að það væri til Úkraínu. Núna eru þau að láta hanna boli, sem verða seldir til styrktar Úkraínu. Hjarta sem er fyrir Úkraínu fyrst það má ekkert segja. Ég held það séu nú flestir þarna að gefa þessi skilabð, þau eru kannski ekki ein um það, en eru samt mjög dugleg við það,“ sagði Ellen. „Þau fengu ótrúleg skilaboð í morgun frá Úkraínu, frá hermönnum. Bara: Þakka ykkur fyrir einlæg skilaboð til okkar. Maður verður grátklökkur.“ Ógleymanleg stund þegar Ísland komst áfram Ellen segir greinilegt að skilaboð systkinanna hafi náð í gegn, sem hún segir vera af fullri einlægni. „Það koma alls konar leiðindaskilaboð en það eru að koma mikið af skilaboðum frá Úkraínu og líka frá trans foreldrum og börnum. Ótrúlega mikið. Sigga á náttúrulega trans barn, og við öll.“ Systurnar, Sigga, Beta, Elín og Eyþór, tryggðu Íslandi sæti á úrslitakvöldi Eurovision, sem fer fram á laugardag. Það kom sumum, og þá líka systkinunum, á óvart að þau hafi komist áfram en þeim var ekki spáð góðu gengi í veðbönkum. Ellen segir stundina, sem Ísland var tilkynnt eitt úrslitaatriða, hafa verið ógleymanlega. „Þetta var ógleymanleg stund og ótrúlegt alveg. Við vorum öll saman nánasta fjölskylda og vinir. Það var algjör þögn og svo allt í einu kom þetta í þriðja sæti sem var alveg ótrúlegt. Við öskruðum svo hátt að litlu börnin fóru að gráta,“ segir Ellen. Vissu að Systur myndu heilla Evrópu upp úr skónum Hún segist þó aldrei hafa efast um að Systur kæmust áfram. „Ég vissi þetta allan tímann, ég vissi að þau kæmust áfram, ég fann það á mér. Ég var aldrei með efa. Það er skrítið að segja það eftir á en ég sagði við þau að þau kæmust áfram,“ segir Ellen. Breyting var gerð á atriðinu fyrir undanúrslitin, þar sem hækkun var bætt við í lagið. Ellen segir það hafa komið einstaklega vel út. „Þau voru aðeins búin að breyta, þegar Elín var ein, voru búin að útsetja raddirnar öðru vísi og mér fannst það koma ótrúlega vel út. Það er meira ris í laginu. Það var æðislegt og ofsalega vel heppnað hjá þeim. Og pródúksjónin og allt geggjað,“ segir Ellen. „Ég vissi að þau myndu ná að heilla því þær eru svo sjálfum sér samkvæmar þannig að ef það væri eitthvað þá væri það að þær myndu fá að sýna sig. Svo líka því það var vesen fyrra kvöldið, þegar var rennsli fyrir dómara, þá klikkaði soundið. Þetta var alveg ótrúlega gaman.“ Eurovision Júrógarðurinn Reykjavík síðdegis Úkraína Hinsegin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hér eru lögin sem flutt verða á stóra sviðinu í Tórínó í kvöld Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Átján lönd keppa um tíu sæti í úrslitunum sem fram fara á laugardagskvöld. 12. maí 2022 10:31 Fjölskyldurnar mættar út til Tórínó Íslenski keppnishópurinn fór út að borða í gærkvöldi í Tórínó. Hópurinn í kringum Systur hérna úti hefur stækkað töluvert frá því að þau mættu til Ítalíu. 12. maí 2022 09:34 Tæknivandamál á æfingu fyrir seinna undankvöldið Löndin sem keppa á seinna undankvöldi Eurovision annað kvöld æfa nú í höllinni. Þetta er síðasta æfing keppenda fyrir dómararennslið í kvöld en eins og fram hefur komið er það einstaklega mikilvægt. 11. maí 2022 15:06 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þetta sagði Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona og móðir Systra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Systur hafa frá því að þær komu út til Tórínó, þar sem Eurovision fer fram þetta árið, haldið úti áberandi skilaboðum. Þær hafa bæði talað fyrir réttindum hinsegin fólks, sérstaklega trans barna, og sýnt óyggjandi stuðning við Úkraínu vegna stríðsins sem þar geisar. Systur fengu til að mynda áminningu frá EBU, sem heldur keppnina, eftir að þær sögðu „Slava Ukraina“ að loknum lagaflutningi sínum á æfingum og þeim bannað að segja það á stóra sviðinu. Systurnar höfðu þó látið mála úkraínska fánann á handarbök sín áður en þær stigu á svið og mynduðu hjarta með höndunum að loknum flutningi á þriðjudag, sem þær höfðu gefið út að væri beint til Úkraínu. „Þau voru skömmuð og hjartað, sem þau sendu út eftir flutninginn í gær, au voru búin að segja að það væri til Úkraínu. Núna eru þau að láta hanna boli, sem verða seldir til styrktar Úkraínu. Hjarta sem er fyrir Úkraínu fyrst það má ekkert segja. Ég held það séu nú flestir þarna að gefa þessi skilabð, þau eru kannski ekki ein um það, en eru samt mjög dugleg við það,“ sagði Ellen. „Þau fengu ótrúleg skilaboð í morgun frá Úkraínu, frá hermönnum. Bara: Þakka ykkur fyrir einlæg skilaboð til okkar. Maður verður grátklökkur.“ Ógleymanleg stund þegar Ísland komst áfram Ellen segir greinilegt að skilaboð systkinanna hafi náð í gegn, sem hún segir vera af fullri einlægni. „Það koma alls konar leiðindaskilaboð en það eru að koma mikið af skilaboðum frá Úkraínu og líka frá trans foreldrum og börnum. Ótrúlega mikið. Sigga á náttúrulega trans barn, og við öll.“ Systurnar, Sigga, Beta, Elín og Eyþór, tryggðu Íslandi sæti á úrslitakvöldi Eurovision, sem fer fram á laugardag. Það kom sumum, og þá líka systkinunum, á óvart að þau hafi komist áfram en þeim var ekki spáð góðu gengi í veðbönkum. Ellen segir stundina, sem Ísland var tilkynnt eitt úrslitaatriða, hafa verið ógleymanlega. „Þetta var ógleymanleg stund og ótrúlegt alveg. Við vorum öll saman nánasta fjölskylda og vinir. Það var algjör þögn og svo allt í einu kom þetta í þriðja sæti sem var alveg ótrúlegt. Við öskruðum svo hátt að litlu börnin fóru að gráta,“ segir Ellen. Vissu að Systur myndu heilla Evrópu upp úr skónum Hún segist þó aldrei hafa efast um að Systur kæmust áfram. „Ég vissi þetta allan tímann, ég vissi að þau kæmust áfram, ég fann það á mér. Ég var aldrei með efa. Það er skrítið að segja það eftir á en ég sagði við þau að þau kæmust áfram,“ segir Ellen. Breyting var gerð á atriðinu fyrir undanúrslitin, þar sem hækkun var bætt við í lagið. Ellen segir það hafa komið einstaklega vel út. „Þau voru aðeins búin að breyta, þegar Elín var ein, voru búin að útsetja raddirnar öðru vísi og mér fannst það koma ótrúlega vel út. Það er meira ris í laginu. Það var æðislegt og ofsalega vel heppnað hjá þeim. Og pródúksjónin og allt geggjað,“ segir Ellen. „Ég vissi að þau myndu ná að heilla því þær eru svo sjálfum sér samkvæmar þannig að ef það væri eitthvað þá væri það að þær myndu fá að sýna sig. Svo líka því það var vesen fyrra kvöldið, þegar var rennsli fyrir dómara, þá klikkaði soundið. Þetta var alveg ótrúlega gaman.“
Eurovision Júrógarðurinn Reykjavík síðdegis Úkraína Hinsegin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hér eru lögin sem flutt verða á stóra sviðinu í Tórínó í kvöld Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Átján lönd keppa um tíu sæti í úrslitunum sem fram fara á laugardagskvöld. 12. maí 2022 10:31 Fjölskyldurnar mættar út til Tórínó Íslenski keppnishópurinn fór út að borða í gærkvöldi í Tórínó. Hópurinn í kringum Systur hérna úti hefur stækkað töluvert frá því að þau mættu til Ítalíu. 12. maí 2022 09:34 Tæknivandamál á æfingu fyrir seinna undankvöldið Löndin sem keppa á seinna undankvöldi Eurovision annað kvöld æfa nú í höllinni. Þetta er síðasta æfing keppenda fyrir dómararennslið í kvöld en eins og fram hefur komið er það einstaklega mikilvægt. 11. maí 2022 15:06 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér eru lögin sem flutt verða á stóra sviðinu í Tórínó í kvöld Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Átján lönd keppa um tíu sæti í úrslitunum sem fram fara á laugardagskvöld. 12. maí 2022 10:31
Fjölskyldurnar mættar út til Tórínó Íslenski keppnishópurinn fór út að borða í gærkvöldi í Tórínó. Hópurinn í kringum Systur hérna úti hefur stækkað töluvert frá því að þau mættu til Ítalíu. 12. maí 2022 09:34
Tæknivandamál á æfingu fyrir seinna undankvöldið Löndin sem keppa á seinna undankvöldi Eurovision annað kvöld æfa nú í höllinni. Þetta er síðasta æfing keppenda fyrir dómararennslið í kvöld en eins og fram hefur komið er það einstaklega mikilvægt. 11. maí 2022 15:06