Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg, skoraði fjögur mörk þegar Flensburg tapaði á heimavelli með eins marks mun gegn Kiel, 27-28.
Jason Daði Smárason komst ekki á blað þegar lið hans, Göppingen vann Lubbecke á útivelli, 22-27. Það sama má segja um Arnór Þór Gunnarsson sem komst heldur ekki á blað í fjögurra marka sigri Bergischer á Leipzig á útivelli. Lokatölur 22-26.
Þegar flest lið eiga 3-4 leiki eftir eru Arnór Þór og félagar í Bergischer í 13. sæti deildarinnar með 25 stig, Göppingen, með Jason Daða innanborðs er í 5. sæti með 35 stig og Teitur Örn er í 4. sæti með Flensburg, með 46 stig.