Fyrsti rafmagnsflugmaður Íslands: „Ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. maí 2022 15:06 Eyleif Ósk er búsett í Svíþjóð og hefur mikla ástríðu fyrir fluginu. Aðsend Eyleif Ósk er 25 ára gömul og starfar sem flugkennari og flugmaður í Svíþjóð, þar sem hún sérhæfir sig í að fljúga rafmagns flugvélum. Eftir að hafa spurst fyrir hér heima segir hún ljóst að hún sé fyrsti rafmagns flugmaður Íslands. Blaðamaður hafði samband við Eyleif og fékk að skyggnast inn í hennar spennandi heim. „Ég hef alltaf búið á Íslandi en ég flutti til Svíþjóðar í vor til að starfa sem flugkennari hjá Green Flight Academy. Ég byrjaði í flugnámi á Íslandi árið 2018 og útskrifaðist í ársbyrjun 2021, eftir smá tafir vegna Covid 19,“ segir Eyleif en áhugi hennar á flugi kviknaði fyrst þegar hún starfaði í álverinu í Straumsvík. Samstarfsmaður hennar hafði ákveðið að taka einkaflugmanninn og áhugi hans smitaði út frá sér. View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) „Þá kviknaði einhver pera í hausnum á mér. Ég var þá að safna mér fyrir heimsreisu og ég man að ég hugsaði að ef að þessi áhugi væri enn þá lifandi eftir heimsreisuna þá myndi ég láta vaða. Svo var bara ekki aftur snúið.“ Keppast að því að finna betri lausnir Samkvæmt Eyleif eru rafmagnsflugvélar ný bylgja sem er að byrja í flugheiminum, rétt eins og í bílaheiminum. Eina er að krafan fyrir batteríin í flugheiminum er enn stærri en í bílunum, svo þróunin tekur aðeins lengri tíma. „Ég hafði aldrei heyrt um rafmagnsflugvélar þangað til bara nýlega. Þær eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Flugvélin sem við erum að fljúga hérna úti í skólanum mínum, Green Flight Academy, heitir Pipistrel Velis Electro og er fyrsta rafmagnsflugvélin með samþykkt tegundarskírteini (e. type certificate).“ Eyleif er spennt fyrir þessari þróun á flugvélum og segir hana án efa jákvæða. „Það sem mér finnst mest spennandi við þetta allt saman er að flugiðnaðurinn er að þróast í umhverfisvænni átt. Því miður er flugiðnaðurinn ekki umhverfisvænn iðnaður og ég trúi því að það séu allir að keppast að því að finna betri lausnir. Hvort sem það verður rafmagn eða annað gas sem mun ganga á vélunum okkar í framtíðinni, þá er ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun. Ég trúi því að skólinn okkar, Green Flight Academy, verði leiðandi í þessari þróun.“ Eyleif segir spennandi að vera partur af umhverfisvænni þróun í flugheiminum.Aðsend Óútskýranleg upplifun Eyleif hefur algjörlega fundið sig í fluginu og segir það engu líkt. „Það sem ég elska mest af öllu við flugið er tilfinningin þegar maður er í loftinu. Algjört frelsi og algjör friður en algjör fókus á sama tíma, ég get eiginlega ekki útskýrt það. Svo er það algjör bónus hvað þetta er skemmtilegur iðnaður með skemmtilegu og ástríðufullu fólki.“ View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) Það eina sem kemst að Hún segir hugann ekki leita annað um þessar mundir og telur líklegt að hún sé komin til að vera í Svíþjóð. „Allur fókusinn hjá mér núna er bara að hjálpa skólanum okkar í Svíþjóð að stækka og dafna. Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt verkefni að það er það eina sem ég hugsa um þessa dagana.“ Sjálfbærni og endurvinnsla í fyrirrúmi „Skólinn okkar Green Flight Academy er í bæ í Svíþjóð sem heitir Skellefteå. Hér er algjör bylting í gangi hvað varðar sjálfbærni og skólinn er með það útplanað hvernig „hringrásin“ verður. Við fáum rafmagn hér í Skellefteå frá sjálfbærum vindmyllum, sem gefur okkur rafmagn, bæði í rafmagnsrútu sem mun skutla okkur upp á flugvöll og til að hlaða flugvélarnar. Svo erum við hérna með risa endurvinnslustöð sem heitir Boliden Smelter sem endurvinnur málma og batterí, sem mun endurvinna flugvélarnar okkar eftir að þær syngja sinn síðasta söng,“ segir Eyleif að lokum. Svíþjóð Lífið Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Orkuskipti Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Ég hef alltaf búið á Íslandi en ég flutti til Svíþjóðar í vor til að starfa sem flugkennari hjá Green Flight Academy. Ég byrjaði í flugnámi á Íslandi árið 2018 og útskrifaðist í ársbyrjun 2021, eftir smá tafir vegna Covid 19,“ segir Eyleif en áhugi hennar á flugi kviknaði fyrst þegar hún starfaði í álverinu í Straumsvík. Samstarfsmaður hennar hafði ákveðið að taka einkaflugmanninn og áhugi hans smitaði út frá sér. View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) „Þá kviknaði einhver pera í hausnum á mér. Ég var þá að safna mér fyrir heimsreisu og ég man að ég hugsaði að ef að þessi áhugi væri enn þá lifandi eftir heimsreisuna þá myndi ég láta vaða. Svo var bara ekki aftur snúið.“ Keppast að því að finna betri lausnir Samkvæmt Eyleif eru rafmagnsflugvélar ný bylgja sem er að byrja í flugheiminum, rétt eins og í bílaheiminum. Eina er að krafan fyrir batteríin í flugheiminum er enn stærri en í bílunum, svo þróunin tekur aðeins lengri tíma. „Ég hafði aldrei heyrt um rafmagnsflugvélar þangað til bara nýlega. Þær eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Flugvélin sem við erum að fljúga hérna úti í skólanum mínum, Green Flight Academy, heitir Pipistrel Velis Electro og er fyrsta rafmagnsflugvélin með samþykkt tegundarskírteini (e. type certificate).“ Eyleif er spennt fyrir þessari þróun á flugvélum og segir hana án efa jákvæða. „Það sem mér finnst mest spennandi við þetta allt saman er að flugiðnaðurinn er að þróast í umhverfisvænni átt. Því miður er flugiðnaðurinn ekki umhverfisvænn iðnaður og ég trúi því að það séu allir að keppast að því að finna betri lausnir. Hvort sem það verður rafmagn eða annað gas sem mun ganga á vélunum okkar í framtíðinni, þá er ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun. Ég trúi því að skólinn okkar, Green Flight Academy, verði leiðandi í þessari þróun.“ Eyleif segir spennandi að vera partur af umhverfisvænni þróun í flugheiminum.Aðsend Óútskýranleg upplifun Eyleif hefur algjörlega fundið sig í fluginu og segir það engu líkt. „Það sem ég elska mest af öllu við flugið er tilfinningin þegar maður er í loftinu. Algjört frelsi og algjör friður en algjör fókus á sama tíma, ég get eiginlega ekki útskýrt það. Svo er það algjör bónus hvað þetta er skemmtilegur iðnaður með skemmtilegu og ástríðufullu fólki.“ View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) Það eina sem kemst að Hún segir hugann ekki leita annað um þessar mundir og telur líklegt að hún sé komin til að vera í Svíþjóð. „Allur fókusinn hjá mér núna er bara að hjálpa skólanum okkar í Svíþjóð að stækka og dafna. Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt verkefni að það er það eina sem ég hugsa um þessa dagana.“ Sjálfbærni og endurvinnsla í fyrirrúmi „Skólinn okkar Green Flight Academy er í bæ í Svíþjóð sem heitir Skellefteå. Hér er algjör bylting í gangi hvað varðar sjálfbærni og skólinn er með það útplanað hvernig „hringrásin“ verður. Við fáum rafmagn hér í Skellefteå frá sjálfbærum vindmyllum, sem gefur okkur rafmagn, bæði í rafmagnsrútu sem mun skutla okkur upp á flugvöll og til að hlaða flugvélarnar. Svo erum við hérna með risa endurvinnslustöð sem heitir Boliden Smelter sem endurvinnur málma og batterí, sem mun endurvinna flugvélarnar okkar eftir að þær syngja sinn síðasta söng,“ segir Eyleif að lokum.
Svíþjóð Lífið Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Orkuskipti Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira