Axel hóf leik á 17. braut vallar í dag og var á einu höggi undir pari þegar hann steig á 8. braut. Þar sló hann draumahöggið sem fór frá teig beint ofan í holuna.
„Þetta voru 144 metrar, það var smá vindur frá hægri til vinstri, léttur bakspuni og ofan í - alveg fullkomið högg. Ég hef aldrei farið holu í höggi í móti áður, það var mjög gaman.“ hefur Kylfingur.is eftir Axel um höggið.
Axel er jafn í öðru sæti mótsins á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta daginn, einu höggi á eftir Rasmus Lind sem leiðir. Bjarki Pétursson er jafn Axel, á fjórum höggum undir, eftir að hafa fengið fjóra fugla og engan skolla á hringnum.
Andri Þór Björnsson og Aron Júlíusson eru einnig á meðal keppenda á mótinu en hafa ekki lokið við fyrsta hring.