Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2022 15:40 Klæðningarflokkur Borgarverks hóf að klæða Pennusneiðing bundnu slitlagi í morgun. Borgarverk/Einar Örn Arnarson Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. Kaflinn er 3,8 kílómetra langur og liggur um svokallaðan Pennusneiðing og vonast Einar Örn Arnarson, sviðsstjóri klæðningar hjá Borgarverki, til að verkið klárist á morgun. Umferð er á meðan hleypt um gamla veginn sem liggur neðar í hlíðinni. Vegafarendur gætu þó eitthvað lengur þurft að aka um gamla veginn. Til skoðunar er að leggja efra lag klæðningar á kaflann um leið og fyrra lagið er búið að jafna sig og gæti farið svo að beðið verði með að hleypa umferð á nýja veginn á meðan. Þá þurfa vegfarendur enn um sinn að bíða eftir slitlagi á 4,4 kílómetra kafla ofan Pennusneiðings, sem liggur milli Þverdals og Norðdalsár og inn á Bíldudalsveg. Þar er undirbyggingu vegarins fyrir slitlag ekki lokið en Einar Örn vonast til að unnt verði að klæða hann í kringum mánaðamót júlí og ágúst. Starfsmenn Borgarverks lögðu bundið slitlag á nýja kaflann í Dynjandisvogi síðastliðið haust.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Vegagerðin er hluti fyrsta áfanga endurbyggingar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði, sem Íslenskir aðalverktakar annast, en 4,3 kílómetra kafli í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkár og Dynjanda, er einnig liður í verkinu. Þar var fyrri umferð slitlags lögð á síðastliðið haust. Stefnt er að því að seinni umferðin verði lögð á þann kafla í beinu framhaldi af Pennusneiðingi, að sögn Einars. Hann tekur þó fram að það ráðist af veðri. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins að Vegagerðin er búin að auglýsa næsta útboð á Dynjandiheiði, 12,6 kílómetra kafla sem liggur um hæstu hluta heiðarinnar. Sá kafli nær frá Norðdalsá, um efstu hlíðar Geirþjófsfjarðar og norður fyrir sýslumörk. Tilboðsfrestur er til 5. júlí næstkomandi. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum 15. júlí 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um það útboð: Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Kaflinn er 3,8 kílómetra langur og liggur um svokallaðan Pennusneiðing og vonast Einar Örn Arnarson, sviðsstjóri klæðningar hjá Borgarverki, til að verkið klárist á morgun. Umferð er á meðan hleypt um gamla veginn sem liggur neðar í hlíðinni. Vegafarendur gætu þó eitthvað lengur þurft að aka um gamla veginn. Til skoðunar er að leggja efra lag klæðningar á kaflann um leið og fyrra lagið er búið að jafna sig og gæti farið svo að beðið verði með að hleypa umferð á nýja veginn á meðan. Þá þurfa vegfarendur enn um sinn að bíða eftir slitlagi á 4,4 kílómetra kafla ofan Pennusneiðings, sem liggur milli Þverdals og Norðdalsár og inn á Bíldudalsveg. Þar er undirbyggingu vegarins fyrir slitlag ekki lokið en Einar Örn vonast til að unnt verði að klæða hann í kringum mánaðamót júlí og ágúst. Starfsmenn Borgarverks lögðu bundið slitlag á nýja kaflann í Dynjandisvogi síðastliðið haust.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Vegagerðin er hluti fyrsta áfanga endurbyggingar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði, sem Íslenskir aðalverktakar annast, en 4,3 kílómetra kafli í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkár og Dynjanda, er einnig liður í verkinu. Þar var fyrri umferð slitlags lögð á síðastliðið haust. Stefnt er að því að seinni umferðin verði lögð á þann kafla í beinu framhaldi af Pennusneiðingi, að sögn Einars. Hann tekur þó fram að það ráðist af veðri. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins að Vegagerðin er búin að auglýsa næsta útboð á Dynjandiheiði, 12,6 kílómetra kafla sem liggur um hæstu hluta heiðarinnar. Sá kafli nær frá Norðdalsá, um efstu hlíðar Geirþjófsfjarðar og norður fyrir sýslumörk. Tilboðsfrestur er til 5. júlí næstkomandi. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum 15. júlí 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um það útboð:
Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08