Íslendingur dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir barnaníð á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2022 12:29 Spænska lögreglan segir Ómar hafa sent þremur barnanna barnaníðsefni með samskiptaforritinu WhatsApp. Guardia Civil Dómstóll á Spáni hefur dæmt íslenskan karlmann um sextugt í átta og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn að minnsta kosti sex börnum í Torre-Pachecho í Múrsíu á suðausturhluta Spánar. Brotin voru framin á árunum 2020 til 2021. Spænski miðillinn Murcia Today segir frá málinu. Að sögn DV, sem sagði fyrst íslenskra miðla frá málinu, er um að ræða Ómar Traustason sem hefur áður afplánað dóma hér á landi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ómar var handtekinn af spænsku lögreglunni á heimili sínu í San Cayetano í Torre Pacheco árið 2021. Segir að hann hafi af þorpsbúum verið kallaður El Inglés, Englendingurinn, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Hann hafði áður afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn fjórum börnum á Íslandi árið 1988. Í Murcia Today segir að maðurinn hafi meðal annars búið í Kólumbíu áður en hann settist að í Múrsíu. Ómar játaði í málinu nú að hafa brotið gegn sex af börnunum átta sem eru á aldrinum níu til fimmtán ára. Í fréttinni segir að maðurinn hafi gengið um þorpið með hundinn sinn í þeim tilgangi að nálgast börnin og vinna sér traust Viðurkenndi hann að hafa sært blygðunarsemi tveggja barna, sýnt þremur þeirra klámefni og fyrir að hafa átt óviðeigandi samskipti við þrjú þeirra og sýnt þeim klámefni. Á hann að hafa sent þeim skilaboð á WhatsApp og boðið þeim fé í skiptum fyrir kynlíf. Dómurinn á Spáni er skilorðsbundinn til tíu ára og háður því að hann fremji ekki fleiri brot eða nálgist börnin sem um ræðir. Þá þarf hann jafnframt að gegna samfélagsþjónustu. Hægt er að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Ómar rataði í fjölmiðla árið 2013 þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn táningspilti um aldamót, notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Hæstiréttur sýknaði þó síðar manninn. Sagði dómurinn framburð piltsins, sem hafi verið kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafa verið trúverðugur en að ákæruatriðin hafi verið ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ hafi rennt stoðum undir að hann hafi framið brotin. Spánn Dómsmál Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Spænski miðillinn Murcia Today segir frá málinu. Að sögn DV, sem sagði fyrst íslenskra miðla frá málinu, er um að ræða Ómar Traustason sem hefur áður afplánað dóma hér á landi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ómar var handtekinn af spænsku lögreglunni á heimili sínu í San Cayetano í Torre Pacheco árið 2021. Segir að hann hafi af þorpsbúum verið kallaður El Inglés, Englendingurinn, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Hann hafði áður afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn fjórum börnum á Íslandi árið 1988. Í Murcia Today segir að maðurinn hafi meðal annars búið í Kólumbíu áður en hann settist að í Múrsíu. Ómar játaði í málinu nú að hafa brotið gegn sex af börnunum átta sem eru á aldrinum níu til fimmtán ára. Í fréttinni segir að maðurinn hafi gengið um þorpið með hundinn sinn í þeim tilgangi að nálgast börnin og vinna sér traust Viðurkenndi hann að hafa sært blygðunarsemi tveggja barna, sýnt þremur þeirra klámefni og fyrir að hafa átt óviðeigandi samskipti við þrjú þeirra og sýnt þeim klámefni. Á hann að hafa sent þeim skilaboð á WhatsApp og boðið þeim fé í skiptum fyrir kynlíf. Dómurinn á Spáni er skilorðsbundinn til tíu ára og háður því að hann fremji ekki fleiri brot eða nálgist börnin sem um ræðir. Þá þarf hann jafnframt að gegna samfélagsþjónustu. Hægt er að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Ómar rataði í fjölmiðla árið 2013 þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn táningspilti um aldamót, notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Hæstiréttur sýknaði þó síðar manninn. Sagði dómurinn framburð piltsins, sem hafi verið kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafa verið trúverðugur en að ákæruatriðin hafi verið ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ hafi rennt stoðum undir að hann hafi framið brotin.
Spánn Dómsmál Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira